Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 16
 16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. désember 1983 Skilaboð tilSöndru Frumsýnd í dag Skilaboð til Söndru, ný íslensk kvikmynd sem gerð er eftir samnefndri skáldsögðu Jökuls Jakobssonar, verður frum- sýnd í Háskólabíói 17. desember n.k. Skilaboð til Söndru var síðasta útgefna skáldsöga Jökuls, en á þessu ári hefur þess verið minnst með ýmsum hætti að hann hefði í haust orðið fimmtugur. Handritið, sem Guðný Halldórs- dóttir skrifaði í samvinnu við Kristínu Pálsdóttur, Ieikstjóra myndarinnar og Árna Þórarinsson, var unnið s.l. vor, og eftir að fram- leiðandi myndarinnar, Kvikmynd- afélagið Umbi sf. hlaut til verksins styrk frá Kvikmyndasjóði íslands var hafist handa við tökur. Þær fóru fram fyrri hluta sumars í Reykjavík og nágrenni, og á Grikklandi, en eftirvinnsla hefur staðið yfir síðan. Skilaboð til Söndru fjallar um rithöfundinn Jónas, sem Bessi Bjarnason leikur. Jónas fær það sem kallað er „stóra tækifærið": Hann á að skrifa kvikmyndahand- rit um sjálfan Snorra Sturluson á samningi hjá ítalska kvikmyndafé- Iaginu. Jónas dregur sig út úr skarkala borgarlífsins og sest við skriftir við bestu skilyrði í sumar- húsi uppí sveit. En þótt menn fái stór tækifæri við bestu skilyrði dug- ir það ekki alltaf til. Jónas lendir í erfiðri glímu við sjálfan sig, verk- efni og ýmis aðskotadýr sem að honum steðja eftir að til hans hefur ráðist ráðskona,Sandra, sem Ásdís Thoroddsen leikur. Frá þessari glímu segir í kvikmyndinni Skila- boð til Söndru. í öðrum aðalhlutverkum eru Bryndís Schram, Benedikt Árna- son, Jón Laxdal, Birna Þórðardótt- ir, Rósa Ingólfsdóttir, Þorlákur Kristinsson, Bubbi Morthens, Elías Mar og Andrés Sigurvinsson. Kvikmyndataka var í höndum Ein- ars Bjarnasonar, hljóðupptaka er verk Böðvars Guðmundssonar, tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Bubba Morthens; um leikmynd sá Hákon Oddsson, og förðun og búninga Ragnheiður Harvey. Myndin er klippt af Karli Sigtryggssyni og hljóðklippingu annaðist Þorsteinn Ulfar Björns- son. Framkvæmdastjóri var Guðný Halldórsdóttir. „Guð Jónas, hvað þú ert Rœtt við Rósu Ingólfsdóttur sem leikur eiginkonu Jónasar ,JÉg leik Eygló, eiginkonu Jónas- ar (Bessa Bjarnasonar)“, sagði Rósa Ingólfsdóttir teiknari hjá sjónvarpinu er blaðamaður hafði samband við hana. „Við hjónin erum afskaplega miklar manneskj- ur og höfum okkar kosti og galla, eins og gengur og gerist, en hjóna- bandið er byggt á sandi“. „Það skröltir samt áfram og er búið að ganga á ýmsu, partístandi, framhjáhöldum, brennivíni og sennilega slagsmálum og er eigin- lega komið í þrot. Hann fær þá tæk- ifæri til að skrifa kvikmyndahand- rit að kvikmynd um Snorra Sturlu- son en hún vinnur stóran vinning í bingó og ákveður að fara til Hawai. Hún kemst samt aldrei lengra en til Los Angeles og er þar bara í víni og hinu ljúfa lífi - nýtur skemmtanalífsins í botn. Meðan hún er í burtu lendir hann í að leika í klámmynd og af tilviljun sér hún þessa klámmynd í Los Angeles og sér mann sinn al- veg í nýju ljósi og ástríðan blossar upp í henni. Hún hringir strax „collect“ til íslands og segir: „Guð Jónas, hvað þú ert æðislegur“. Síð- Hjónabandið eins og brotið glas. Rósa Ingólfsdóttir í hlutverki Eyg- lóar, konu Jónasar (Bessa Bjarna- sonar). an kemur hún heim en þá hefur hann lent í ýmsu í millitíðinni og þau ná ekki saman. Þau eru brotið glas.“ „Hvernig finnst þér að leika í kvikmynd? „Ég umgengst kvikmyndavélar dags daglega í sjónvarpinu og var því eins og heima hjá mér. Þetta var ekkert sjokk. -GFr Bessi Bjarnason og Ásdís Thoroddsen leika aðalhlutverkin: Jónas rithöfund og Söndru. Spjall við Bubba Morthens Ást milli vélar og leikara „Mitt hlutverk í þessari kvik- mynd er ekkert annað en óvæntur hlutur í lífi Jónasar rithöfundar í smátíma. Eg er einn af þessum vím- ukríminöllum sem ryðjast inn í bústaðinn, vinir og aðdáendur Söndru“, sagði Bubbi Morthens þegar við forvitnuðumst um hans hlut í Skilaboðum til Söndru. „Og þið eruð teknir fastir“? „Já, lögreglan nær í okkur undir lokin. Birna Þórðardóttir er yfir- maður þeirrar „aksjónar“.“ „Þú ert vanur að vera á sviði en ekki í svona hlutverki. Hvernig finnst þér það“? „Þetta er ekki svo frábrugðið því sem maður hefur verið að gera þó að þetta sé svolítið öðruvísi vinnu- lag. Á sviðinu er maður þá og nú en þetta býður upp á stærri og víðari möguleika". í fyrsta sinn við- tal við mig sem kvikmynda- leikara segir Elías Mar „Þetta er í fyrsta sinn sem haft er viðtal við mig sem kvikmynda- Ieikara“, sagði Elías Mar rithöf- undur og hló við þegar blaðamaður hafði samband við hann tilaðfor- vitnast um hlutverk hans í Skilaboð- um til Söndru, en hann leikur þar amerískan eiginmann Bryndísar Schram. „Ég leik ekki neitt; sit bara eins og kless^ og er þetta því frekar stutt hjónaband", sagði Élías. „Ég kem aðeins fram í tveimur stuttum sen- umen Bryndís leikur miklu meir og hefur margar replikkur. Eiginmað- Einn af smákrimmunum tekinn (Bubbi Morthens). Jónas rithöfundur til hægri (Bessi Bjarnason). „Það vantar þetta beina sam- inn sér grein fyrir því. Vélin kemur band við áheyrendur?" í stað heyrandans og áhorfandans „Já, þetta er eins konar ástar - og maður verður að setja alla sína samband milli vélarinnar og leikar ást og innlifun í þetta kalda appar- ans og að sjálfsögðu gerir leikar- at.“ -GFr Elías Mar og Bryndís Schram í hlutverkum sínum sem vafasöm hjón sem koma frá Ameríku. urinn kemur fram sem lamaður maður í hjólastól og er kannski líka andlega vanheill. Hún er fyrrver- andi fegurðardrottning og virðist hafa gifst honum til fjár. Það er verið að taka vafasama kvikmynd á laun og hann virðist fjármagna fyr- irtækið. Þetta er einhvers konar fjárkúgun. Það var ósköp létt og löðurmannlegt að leika þetta af minni hálfu“. „Það hefðu nú kannski margir viljað vera í þínum sporum að leika eiginmann Bryndísar Schram?“ „Já, það má kannski segja það“. -GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.