Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.12.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 17.-18. desember 1983 Loftur Guttormsson: íslandssaga í grunnskóla Athugasemdir við dagblaðsumræðu Fyrri hluti: Kennarar og aðrir þeir sem sinna skólamálum hafa löngum haft ástæðu til að kvarta undan tómlæti stjórnmálamanna og raunar einnig almennings um þennan málaflokk. Nú bersvo við að tómlætið hefur vikið undanfarnar vikur fyrir ákafri umræðu. í víðlesnustu blöðum landsins og í ríkisútvarpinu hafa stjórnmálamenn og ýmsir aðrir látið í Ijós álit sitt á veiga- miklum þáttum skólamála, einkum kennslu ígrunnskóla. Athygli hefurbeinstsérstak- lega að einni kennslugrein, þ.e. samfélagsfræði og hlut sögu- kennslu í henni. Er margt í þessum málflutningi sem gefur ærið tilefni til athugasemda. Upphaf gagnrýni UppHaf umræðunnar má rekja til samantektar blaðamanns, Guð- mundar Magnússonar, er birtist í Morgunblaðinu 13. nóv. s.l. Ann- ars vegar birti blaðamaður viðtal við Erlu Kristjánsdóttur námstjóra í samfélagsfræði við Skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneyt- isins; hins vegar fjallaði hann sjálf- ur um samfélagsfræði sem kennslu- grein og þátt í slandssöguefnis í henni. Greinina nefndi hann fs- landssagan umrituð. Það verður að segjast að umfjöllun Guðmundar um þennan þátt einkenndist af hlutdrægni til framdráttar þeirri skoðun að í samfélagsfræði væri hlutur íslandssögu fyrir borð bor- inn, og sögukennslu væru þar sett markmið sem vafasamt væri hvort myndu auka „skilning nemenda á sögunni, eins og ætlast er til, eða gera þá háskalega fáfróða um sögu þjóðarinnar“. Leyndi sér ekki sú skoðun höfundar að hið síðar- nefnda yrði í reynd uppi á teningn- um. Þar sem margir þeirra sem kveð- ið hafa sér hljóðs um þetta efni hafa vísað til samantektar Guð- mundar Magnússonar eins og um væri að ræða áreiðanlega heimild um stöðu íslandssögukennslu í grunnskólum, er óhjákvæmilegt að víkja nánar að efnistökum og túlk- un höfundar. Beinist þá athygli eðlilega að því hvernig höf. túlkaði fyrir lesendum ákvæði námskrár í samfélagsfræði um æskileg við- fangsefni úr íslandssögu. í þessu sambandi ber að hafa í huga að námskráin var gefin úí 1977 og er nú í endurskoðun. En þar sem hún er enn í gildi og hefur markað námsefnisgerð á þessu sviði farveg á undanförnum árum, er sjálfsagt mál að miðá greinargerð fyrir hlut íslandssöguefnis við ákvæði henn- ar. Má þá einu gilda þótt þessi ákvæði hafi ekki komist til fram- kvæmda nema að hluta; slíkt breytir engu um sjálf stefnumið námskrárinnar. Vilji menn sakast við einhvern um óeðlilegan drátt á framkvæmdum, liggur beinast við að gera fjárveitingarvaldið ábyrgt fremur en þá sem hafa unnið að námsefnisgerðinni á vegum menntamálaráðuneytisins. Nú er vitanlegt ekkert við það að athuga þótt menn sjái ástæðu til að efast um réttmæti þeirrar stefnu sem mörkuð var til námsefnis og kennslu með setningu námskrár í samfélagsfræði og geri því skóna að þessi stefna muni ekki skila tilætl- uðum árangri. Það gildir víst um flestalla nýbreytni í skólastarfi að í upphafi vegar verður sjqldnast sagt fyrir með vissu um endalokin. En jafn-sjálfsagt er að ætlast til þess af þeim sem gagnrýna markaða stefnu að þeir geri heiðarlega grein fyrir forsendum hennar og megin- inntaki svo að almenningi gefist kostur á að vega og meta hversu réttmæt gagnrýnin sé. Villandi umfjöHun Þessari sjálfsögðu kröfu svaraði Guðmundur Magnússon ekki sem skyldi í áðurnefndi umfjöllun. Hann hagræddi lýsingu á þætti ís- landssögu í samfélagsfræði á þann veg að lesendur fengu óhjákvæmi- lega villandi hugmynd um hvernig honum væri háttað. í fyrsta lagi gætti Guðmundur þess ekki sem skyldi að námsefni í samfélagsfræði er að verulegu leyti samþætt, þ.e. felur í sér viðfang- sefni sem gera ráð fyrir að þau séu athuguð frá sjónarhorni tveggja eða fleiri fræðigreina (t.d. landa- fræði og sagnfræði, mannfræði og sagnfræði o.s.frv.). Þegar svo er í pottinn búið segir sig sjálft að við úttekt á umfangi einstakra greina- bundinna þátta í námsefninu skekkist niðurstaðan verulega ef aðeins eru taldar þær námseiningar sem bera ótvírætt kennimark einn- ar fræðigreinar. Þannig féll brot úr talningu Guðmundar á íslands- söguefni, sem þegar hefur verið gefið út, námseining sem er að hluta sögulegs eðlis. Hún nefnist Island - við ströndina og er ætluð fyrir þriðja námsár. í öðru lagi skekktist lýsing Guð- mundar mjög við það að hann að- greindi ekki skýrt námsefni, sem þegar hefur komið út, og hitt sem bíður samninga og útgáfu skv. námskránni. Höf. bar námskrána ranglega fyrir því að „í neðri bekkj- um grunnskóla (7-12 ára börn) verði [ekki] fjallað um aðra þætti íslandssögu en landnámið og þjóðfélag og lífskjör landnáms- manna“. Þessi fullyrðing stangast berlega á við það sem stendur í Að- alnámskrá grunnskóla - samfélags- fræði bls. 47 og 51. Þar er gert ráð fyrir sérstakri námseiningu á fjórða námsári um heiðni, kristni og þjóð- veldið. Þessi námseining er aðeins til í drögum eins og ýmsar aðrar er námskráin boðar. Hún er hugsuð sem beint framhald einingarinnar um landnám íslands. Greinargerð Guðmundar fyrir námsefni því sem áformað er skv. námskránni að gefa út fyrir þrjú síðustu námsár grunnskóla er þó enn gloppóttari. Við hliðina á áberandi rammagrein þar sem sagði að námsefnið nái „yfir 120 ár af 1100 ára íslandssögu", fór lítið fyrir þeim upplýsingum sem höf. birti aftar í greininni að „í bígerð sé að semja margvíslegt efni um ís- landssögu síðustu alda fyrir sjö- unda námsár grunnskólans...“. Við þetta bætist að hann gat þess að engu, sem kemur þó skýrt fram í námskránni, að „viðfangsefni úr almennri sögu tímabilsins u.þ.b. 1750-1920 verða þungamiðja þessa námsárs [hins áttunda] í tengslum við skylda þætti úr sögu íslands" (bls. 61). Hann sá ekki heldur á- stæðu til að hafa það eftir nám- skránni að á níunda námsári er nú- tíðarsaga og -stjórnmál í þunga- miðjú, þ.á.m. „skipulag og vanda- mál íslensks þjóðfélags á okkar dögum; staða Islands í efnahags- og stjórnmálakerfi heimsins...“ (bls. 62). í stað þess að birta þessar upplýsingar og draga ályktanir samkvæmt þeim setti höf. fram sem niðurstöðu sína að nemendur „muni fá fræðslu um fáa, afmark- aða þætti úr sögu landsins." Hverj- um sem hefur fyrir því að glugga í námskrá í samfélagsfræði eða greinargerð Erlu Kristjánsdóttur námstjóra (birtist í Morgunblaðinu 24. nóv. sl.) verður ljóst að þessi staðhæfing er röng. I námskránni segir líka berum orðum, þar sem fjallað er um þátt sögulegs efnis, að „saga og lífskilyrði manna á íslandi eru hornsteinar samfélagsfræði- náms hér á landi“. Ber vott um furðumikið virðingarleysi gagnvart textanum að halda því fram að ís- landssöguefnið takmarkist við „fáa afmarkaða þætti“. Nemandinn vill gleymast í þriðja lagi er það aðfinnsluvert við umfjöllun Guðmundar að um leið og hann véfengdi réttmæti þeirrar nýbreytni sem samfélags- fræði markar, leiddi hann hjá sér rökin sem námskráin tilgreinir fyrir breyttum náms- og kennsluhátt- um. Hann lagði réttilega áherslu á að samfélagsfræðin kveði á um það sem hann kallaði „öðruvísi íslands- sögu“ (millifyrirsögn); en sjálfur mælti hann leynt eða ljóst fyrir hefðbundinni sögukennslu, „yfir- litsþekkingu á öllum öldum þjóð- arsögunnar“, án þess að taka tillit til þeirra þroskasálfræðinga- og kennslufræðilegu forsendna sem tileinkun sögulegar þekkingar er háð þegar í hlut eiga nemendur á barnsaldri. Þetta er þó Iykilatriði þegar leggja á mat á val sögulegra viðfangsefna, hvort sem er í samfé- lagsfræði eða utan; verður vikið nánar að því síðar. Guðmundur lagði málið fyrir lesendur eins og spurningin um hefð eða nýbreytni snúist um inntakið eitt, hvað eigi að kenna í sögu. Varðandi sjálfar íslensk bókamenning er verómæti DRAUMA BOKIN eftir dr. Matthías Jónasson, sálfræöileg túlkun sem rekur og skýrir drauma. Skyggnst er inn í vitsmuna- og tilfinningalíf dreymandans og metin áhrif þeirrar geðrænu reynslu sem hann verður fyrir. MATTHÍÁSIÓNASSON MENNINGARSJODUK SKÁLHOLTSSTlG 7— REYKJAVlK - SlMI 13652

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.