Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 0G ÁSKRIFT ER 0PIH: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL, 6-8 tAUGAftDAGS-OG MANUDAGSMORGNA MIÐVIKUDAGUR 19. APRlL 1995. Skíðamaöur féll niður um ís 1 Jósefsdal: Mátti ekki tæpara standa - segir einn þriggja björgunarmanna „Hann lá á ljórain fótum á skör- inni þegar viö sáum hann. Hann var örmagna eftir tilraunir sínar viö að komast til lands. Það brotnaði jafn- harðan undan honum ísinn og hann var greinilega við það að gefast upp,“ segir Steinar Steinarsson, 16 ára vél- sleðamaður, sem kom ásamt tveimur félögum sínum, Höskuldi Þorsteins- syni og Þorsteini Höskuldssyni, að gönguskíðamanni sem falliö hafði niður um vök í lóni sem myndast hefur í Jósefsdal. Steinar og félagar hans fóra á þremur vélsleðum á sunnudag frá Bláfjöllum og ákváðu að fara í Jó- sefsdal. Þegar þangað kom sáu þeir gönguskíðamann. „Við ókum áfram inn dalinn og stoppuðum og spjölluðum saman. Við vorum að spá í að fara aðra leið til baka en ákváðum svo að fara sömu leið. Þegar við komum til baka sáum við manninn liggjandi á ísskör- inni,“ segir Steinar. Þeir félagar óku þegar að vatninu til að bjarga honum en það brotnaði jafnóðum undan honum ísinn. „Maðurinn var um 30 metra frá landi og við reyndum að koma til hans reipi sem viö voram með en það náöi ekki. Þá reyndi Þorsteinn félagi minn að fikra sig út á ísinn en hann brast strax undan honum. Við fórum þá hinir tveir til að ná í lengra reipi til fólks sem viö vissum af hinum megin í dalnum. Þegar við komum aftur hafði Þorsteini tekist að koma til hans reipinu," segir Steinar. Þeim tókst að draga manninn til lands en hann skarst nokkuð á ísn- um við það. „Hann var orðinn mjög þrekaður þegar við náðum honum á þurrt og ég er sannfærður um að það mátti ekki tæpara standa. Ef ekki hefði sést til hans er afskaplega lítill mögu- leiki til þess að hann hefði haft'þetta af,“ segir Steinar. -rt Stj ómarmyndunin á að ganga liratt fyrir sig: Ný stjórn líklega í næstu viku Forsetí íslands kvaddi Davíö fyrir að vinnu við stjómarmynd- ins. En það eru HalMór Ásgríms- Oddsson, starfandi forsætisráð- unina Ijúki að mestu um helgina son, Guðmundur Bjarnason, Finn- herra, á fund sinn klukkan 10 í og nýja ríkisstjórnin taki við í ur Ingólfsson, Páll Pétursson og morgun þegar DV var aö fara í næstu viku. Menn segjast ekki sjá Ingibjörg Pálmadóttir. Fái flokkur- prentun. Búist var við því að hon- þau deilumál nú sem gætu komið inn menntamálaráðuneytið mun um yrði falið umboð til stjómar- í veg fyrir þetta. annaðhvortPálleðalngibjörgdetta myndunar. Skiptinguráðuneytaerekkilokið út. Valgerður Sverrisdóttir hefur Foringjar verðandi stjómar- en flokkarnir eru farnir að ræöa annast menntamálin fyrir þíng- flokka, þeir Davíð Oddsson, for- hana hvor í sínum hópi. Þrjú ráðu- flokkinn á síðasta kjörtimabili en maöur Sjálfstæðísflokks, og Hall- neyti eru sögð vera á óskalista hún er úr sama kjördæmi og Guð- dór Ásgrímsson, formaður Fram- Framsóknarflokksins. Það era ut- mundur Bjarnason. sóknarflokksins, sögðu í gær að anríkisráðuneytiö, sem Halldór Talaö hefur verið um að Ólafur það væri ætlun þeirra aö stjóraar- Ásgrímsson mun taka að sér, G. Einarsson hætti sem ráðherra myndunin gengi hratt fyrir sig. menntamálaráöuneytið og félags- óg verði forseti Alþingis og að DV telur sig hafa heimildir fyrir málaráðuneytið. Sjálfstæöis- Bjöm Bjamason taki við af honum. þvi að vinnan viö stjómarmyndun- flokknum mun menntamálaráðu- Ráðherralisti Sjálfstæðisflokks ina sé komin lengra á veg en talaö neytið ekki laust í hendi þannig að verði aö öðru leyti óbreyttur. Hörð var um í gær. Og samkvæmt því þar um gætu orðið deilur. andstaða er hins vegar við þaö i sem verðandi stjórnarþingmenn, DV hefur þegar birt væntanlegan Reykjaneskjördæmi aö Ólafur G. sem DV ræddi við, segja, er gert ráð ráðherralista Framsóknarflokks- verði látinn hætta. Vorboðinn óljúfi: Sinubruni í Elliðaárdai Slökkvihöiö í Reykjavík var kallað út vegna sinubruna í Elliðaárdal í gærkvöld. Mun þetta vera fyrsta út- kallið af því tagi þetta vorið. Tölu- verður eldur myndaðist og tók það fíleflda slökkviliðsmenn hátt í klukkutíma að ráða niðurlögum hans. Tveggja milljóna leðursettumstolið Leðursófum og -stólum að verð- mæti tæplega tveggja milljóna króna var stolið úr gámi sem stóð við versl- unina Valhúsgögn í Ármúla yfir páskana. DV kemur næst út föstudaginn 21. apríl. Smáauglýsingadeildin er opin í kvöld til kl. 22.00 en lokuð á morgun. sumardaginn fyrsta. Síminn er 5632700. Gleðilegt sumar Ekki hefur beinlínis verið sumarlegt á landinu undanfarna daga en þó hefur veður verið skaplegt á suðvestur- horninu. í Hafnarfirði hefur yngri kynslóðin sýnt mikilli ufsagengd í höfninni áhuga. Hafnarfjarðardömurnar Ösp Árnadóttir og Matthildur Stefanía létu sig ekki vanta og kræktu í þessa fiska. DV-mynd ÞÖK Sumardagurinn fyrsti: Sumargjafir eldri siður enjólagjafir Hátiðahöld á morgun, sumardag- inn fyrsta, verða meö hefðbundnum hætti í Reykjavik og nágrannasveit- arfélögunum. Starfsmenn og ungl- ingar í sex félagsmiðstöðvum í Reykjavík, Árseli, Fjörgyn, Hólma- seli, Tónabæ, Þróttheimum og Frostaskjóli, standa fyrir skrúð- göngum og fjölskylduhátið í hinum ýmsu hverfum borgarinnar á fimmtudag og félagsmiðstöðvar í hinum sveitarfélögunum á höfuð- borgarsvæðinu standa fyrir ýmsum uppákomum hver á sínum stað. Hátíðahöld í einhverri mynd sum- ardaginn fyrsta hafa tíðkast á íslandi í langan tíma eða allt frá heiðnum sið. Landsmenn hafa ávallt gert sér dagamun í mat og drykk sumardag- inn fyrsta og aðeins unnið nauð- synjastörf þennan dag. Allt frá 16. öld hefur tíðkast að gefa sumargjafir á íslandi og er sá siður eldri en að gefa jólagjafir. Algengast hefur verið að foreldrar gefi bömum sínum sumargjafir. -GHS LOKI Erhægtaðhugsa sér betri sumargjöf handa þjóð- inni en þessa stjórn? Veðrið á morgun: Víða kaldi Á siunardaginn fyrsta verður norðlæg átt, víða kaldi en stinn- ingskaldi austanlands. É1 norð- austanlands en víða léttskýjaö sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til -4 stig að deginum, mildast sunn- an- og suðaustanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 PT-7000 Merkivél m/íslensku letri IrFil Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 L#TT# alltaf á Miövikudögmn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.