Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 Jón Baldvin og Davíð, fyrrver- andi vinir. Ekki nægi- legt að hafa eittvaradekk „Við lögðum upp með fjögur varadekk, þrjú sprungu á leið- inni, og nú er aðeins eitt vara- dekk í boði.“ Davið Oddsson á Bylgjunni. Fátt sem kemur á óvart „Það er fátt sem kemur á óvart í stjórnmálum." Jón Baldvin Hannibalsson i DV. Hvað hefur maðurinn sagt? „Ég vil fá að ræða við Halldór Asgrímsson augliti til auglitis um það hvað hann hefur sagt og ekki sagt.“ Ummæli Fimm flokka ríkisstjórn „Ég tel fimm flokka stjórn með Sjálfstæðisflokkinn í stjómar- andstöðu vera ágætan kost.“ Jóhanna Siguróardóttir i DV. Svipað og hjá Khomeini „Þessir öfgamenn í mannanafna- nefnd virðast hafa algert einræð- isvald um túlkun í þessum mál- um. Þetta er svona svipað og hjá Khomeini á sínum tíma.“ Þorgeir Þorgeirson i DV. Ekki gert ráð fyrir veikindum Það er greinilega ekki gert ráð fyrir að fólk veikist í vikunni fyr- ir kosningar." Ásta Steingrimsdóttir i DV. ÍÍgÍf I Magnea Tómasdóttir og undir- leikari hennar, Mario Ramón Garcia. Ljóðatónleikar Magnea Tómasdóttir, sópran, heldur ljóðatónleika í Gerðubergi í kvöld kl. 20.30. Á dagskránni eru ljóð eftir Hayden, Luzt, Strauss, Grieg og Jón Ásgeirsson. Undir- leikari hennar á píanó verður Mario Ramón Garcia. Tónleikar Magnea Tómasdóttir er Kópa- vogsbúi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1989. Ung stundaði hún tónlist- amám við Tónlistarskóla Kópa- vogs en hóf síðan söngnám hjá Unni Jensdóttur, fyrst við Tón- listarskóla Kópavogs en síðar við Tónlistarskóla Seltjamamess- þaðan sem hún lauk burtfarar- prófi 1993. Hún fór til framhalds- náms við Trinity College of Music í London og hefur komið víða fram fyrir hönd skólans, meðal annars var hún fulltrúi skólans í Maggie Teyte keppninni í Covent Garden. Magnea starfar með Kór Bú- staðakirkju og hefur auk þess sungið með Kór íslensku óper- unnar og Kór ópemsmiðjunnar. Hún hefur einnig komið fram sem einsöngvari við ýmis tæki- færi. Hvasst í norðanáttinni Afram verður norðanátt á landinu, aUhvöss austast en hægari í öðram landshlutum. Á Norður- og Austur- Veðrið í dag landi verða él en bjartviðri annars staðar. Frost verður 1 til 8 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðan- og norðvestankaldi eða stinnings- kaldi og skýjaö en úrkomulaust í fyrstu en norðankaldi og bjartviðri í kvöld og nótt. Frost 4 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 21.13 Sólarupprás á morgun: 5.40 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.25 Árdegisflóð á morgun: 9.51 Heunild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél -4 Akurnes léttskýjað -1 Bergsstaðir alskýjað -3 Bolungarvik léttskýjað -4 KefiavíkurflugvöUur léttskýjað -4 Kirkjubæjarklaustur léttskýjað -3 Raufarhöfn snjóél -A Reykjavík skýjað -A Stórhöfði léttskýjað -5 Helsinki alskýjað 4 Kaupmannahöfn léttskýjaö 3 Stokkhólmur skýjað 4 Þórshöfn snjókoma 0 Amsterdam léttskýjað 3 Berlín skýjað 5 Feneyjar þokumóða 11 Frankfurt rigning 5 Glasgow léttskýjað -1 Hamborg léttskýjað 2 London mistur 0 LosAngeies léttskýjað 13 Lúxemborg skýjað 4 MaUorca þokuruðn- 12 ingur Montreal léttskýjað 10 Nice skýjað 11 París alskýjað 5 Róm þokumóða 12 Vín skýjað 10 Washington alskýjað 14 Winnipeg heiðskirt -1 Randver Þorláksson, leikari og útvarpsmaður: „Það er tilgangurinn með stofnun Klassík FM að vera með betri og þroskaðri tónlist en verið hefur x Ijósvakamiðlum og bjóða upp á gott útvarp. Viö emm eins og er eingöngu með klassíska tónlist en útsendingin er að sumu leyti á til- raunastigi og þaö má vel vera að einhver léttari tónlist verði á dag- skránni síðar meir,“ segir Randver Þorláksson sem hefur yfirumsjón með hinni nýju útvarpsrás sem Maður dagsins starfrækt er við hlið Aöalstöðvar- iimar og X-ins í Aðalstrætinu þar sem Aðalstöðin hefur alltaf verið. Randver er þekktur leikari og bú- inn að að vera fastráöinn við Þjóð- leikhúsið i langan tíma auk þess sem hann var einn af hinum vin- sælu Spaugstofumönnum. Rand- ver er þó ekki alveg ókunnugur útvarpsþáttagerö: „Ég hef af og til verið með óperukynningar á rás 1 og svo sá ég um morgunþátt á sömu stöð um tíma.“ Randver sagöi að útvarpsstöð eins og Klassík FM væri alls staðar í heiminum: „Við höfum aðeins lit- Randver Þorláksson. ið til Englands þegar við vomm að undirbúa stöðina. Þar er meðal annars rekin stöð sem ber sama nafn og okkar og hefur verið vin- sæl. Þar er áhersla lögö á að leika kafla úr verkum og svo verk í heild og það munum við einnig gera. Við emm með nýjan tölvubúnaö sem er með hörðum diski og tekur inn á sig marga klukkutíma af tónlist og inn á þessum diski verður ein- hver kynning. En slíkt kemur samt aldrei í staðinn fyrir lifandi dag- skrárgerð, sem við verðum með eins mikið og hægt er. Sjálfur er ég með morgunþátt, þar er ég meðal annars með eitt tónskáld fyrir hvem morgun auk þess sem ég fæ gesti í heimsókn, en auk mín starfar Hinrik Ólafsson við dag- skrárgerð, en ætlunin er að fjölga dagskrárgerðarmönnum. Það má segja að um tilraunastarfsemi sé um að ræða þessa stundina, en dagskráin mun fá á síg fastmótaðir stefnu eftir fáar víkur. Einxiig höf- um við verið að senda út á veikari sendi en við ætlum að gera og fólk hefur hringt í okkur og kvartað yfir að ná ekki stöðinni. Þetta stendur til bóta og eigum viö von á sterkum sendi og þá munum við ná til jafnstórs svæðis og Aðalstöö- in gerir.“ Eins og áður kom fram er Rand- ver leikari við Þjóðleikhúsið og þar hefur hann í nógu að snúast: „Ég er að æfa um þessar mundir í nýju leikriti eftir Guðmund Steinsson, sem heitir Stakkaskipti, en það er framhald af Stundarfriði sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Leik ég sömu persónu og ég lék í Stundarfriöi, persónu sem orðin er fimmtán árum eldri." Eiginkona Randvers er Guörún Þórðardóttir og eiga þau tvö börn. Myndgátan Lausn gátu nr. 1196: (BOROA PA0 SEM ÞEÍK. Á °6 Hrteyroc ^ £KK/'./" V />>. - „i'Á/ ‘ C- 'C- •vff - \ f v"'” .. ' ^ _ v'<' 1 'r /"' //<?? Sumaríþróttir i sumarbyrjun Það verður mikið sparkað í dag og á morgun. í kvöld fer fram einn leikur í Reykjavíkxmnótinu í knattspyrnu, Fylkir leikur gegn Fram. Þá hefst á morgun Litla bikarkeppnin í knattspyrnu sem er mót með þátttöku liða á suð- vesturhorninu fyrir utan Reykja- víkurliðin. Sjö leikir fara fram í Iþróttir mörgum bæjarfélögum. Liðín era misjöfn að styrkleika en í keppn- inni taka þátt lið úr öllum deild- um. Leikirnir á morgun era: ÍA- Ægir, Grindavík-Víðir, FH-Aft- urelding, Selfoss-ÍBV, Keflavík- Grótta, HK-Skallagrímur og Sfjarnan-Haukar. Það er fleira en fótbolti á dag- skrá. Á morgun fer fram Viða- vangshlaup Hafnarfjarðar og á Akureyri hefjast hinir vinsælu Andrésar andar leikar. Skák Úrslltakeppni svæðamótsins hefst á Grand Hótel Reykjavík (áður Holiday Inn) kl. 16 í dag. Þar tefla Jóhann Hjartar- son, Helgi Ólafssson, Lars Bo Hansen, Rune Djurhuus, Jonathan Tisdall og Pia Cramling, um sæti á millisvæðamóti. Samhliða fer fram einvígi Margeirs Pét- urssonar við spánnýtt skákforrit sem gegnir nafninu Chessica. Tefldar verða fimm umferðir fram á sunnudag. Hér er staöa frá öðru svæðamóti sem fram fór í Struga í Makedóníu. Króatinn Zelcic hafði hvítt og átti leik gegn Dizd- arevic, frá Bosníu: 16. Rxe6! Hb8 Biskupsskák og drottning- in fellur ef riddarinn er þeginn. 17. Rxg7 + Kf8 18. RfB Dxe4 19. Dg3 Hg8 20. Da3+ og svartur gaf. Jón L. Árnason Bridge Hér er eitt spil úr 7. umferð úrshtakeppn- innar íslándsmótsins í sveitakeppni. í leik Hjólbarðahallarinnar við Roche gengu sagnir þannig í lokuðum sal, suður gjafari og allir á hættu: * ÁG86 V G75 ♦ G63 + 876 * 432 V 843 ♦ ÁKD1072 + 3 N V A S ♦ D975 9 ÁK102 ♦ 954 + K5 Neytir atkvæðisréttar síns Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki * K10 9 D96 ♦ 8 + ÁDG10942 Suður Vestur Norður Austur Eirikur JónÞ. JónHj. Haukur 1+ 3* Pass 3 G p/h Eiríkur Hjaltason opnaði á eðlilegu laufi í suður og Jón Þorvarðarson hindraði með þriggja tígla sögn. Haukur Ingason ákvað að freista gæfunnar í þremur gröndum í þeirri von að tígullitur Jóns væri góður en sá samningur leit ekki út fyrir að vera gæfulegur. Með laufi út hefði Haukur að vísu getað rennt heim 9 fyrstu slögunum en Eiríkur vissi að það var ekki gott útspil og valdi hjartadrottn- inguna þess í stað. Drottningarútspil gegn grandsamningi gat verið hvort sem er frá gosa eða kóngi í grandi og því átti Jón Hjaltason erfitt með að sjá hvort hann ætti að kalla eða frávísa í litnum. Hann ákvað að kalla og Haukur (sem gat tekið 8 slagi) ákvað að gefa þann slag. Ef Eiríkur skiptir nú yfir í spaða, á vöm- in næstu 9 slagi en hann hélt áfram með hjartað og Haukur tók sína upplögðu 9 slagi. Á hinu borðinu var lokasamning- urinn 3 tíglar, slétt staðnir. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.