Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 7
* /• • MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 Sandkom Fréttir Heimsmeistarakeppnin í handknattleik: Undirbúningur á lokastigi Undirbúningur og skipulagning vegna HM ’95 er á lokastigi í íþrótta- húsunum þar sem heimsmeistara- keppnin fer fram. Búist er viö aö hátt í 80 fullorðnir sjálfboðaliðar verði að störfum við dyravörslu, veitingasölu, öryggisvörslu og fleira á hveijum leik í Smáranum í Kópavogi, Laugardals- höll, Kaplakrika í Hafnarfiröi og á Akureyri. Guöni Stefánsson, formaö- ur skipulagsnefndar HM ’95 í Kópa- vogi, segir að fólkið „fómi sumarfrí- inu sínu“ í þetta. „Þetta stendur mjög vel. Við erum búnir að fá sjálfboðaliða frá Breiða- bhki og HK, kiingum 80 manns, og hefðum getað fengið fleiri. Við verð- um ekki með neiná launaða starfs- menn en vinna sjálfboðaliða er fram- lag upp á fjórar milljónir. Fólkið verður hér frá níu á morgnana til hálftíu á kvöldin. Við veröum með sex til sjö 1 öryggisgæslu við inngang- inn og inni í salnum á hveijum leik og aðrir veröa í öryggisvörslu, tíma- töku, veitíngasölu og svo framveg- is,“ segir Guðni Stefánsson. „Það er verið að gera húsið klárt og bæta lýsingu. Við höfum verið að byggja við 50 fermetra hús og bæta blaðamannaaðstöðu og fundaað- stöðu, sefja upp grind fyrir merki á húsið, lagfæra heiðursstóla og fána og fleira. Við erum svo til búin með allar framkvæmdir. Það er bara ver- ið að laga til núna,“ segir Birgir Bjömsson, forstöðumaður Kapla- krika í Hafnarfirði, en framkvæmd- imar í Firðinum kostuðu um tíu milljónir króna. íþróttafélögin á hveijum stað sjá um veitíngasölu meðan á HM stend- ur. Þannig sjá HK og Breiðablik um veitingasölu í Smáranum og hand- knattieiksdeildir FH og Hauka í Kaplakrika. í Kaplakrika er búist við að 60-70 sjálfboðaliðar verði að störf- umáhveijumleik. -GHS Svanasöngurinn I Jæja.þáer stjórninfaHin ogJónBaldvin farinnffá.Dav- íðheldurvelli ogfærHalldór Ásgrímssonog félagatilliðs viðsig.At- liui-ðarásini stjórnnrmynd- unarviðræðun- umumpásk- ana var æ vintýraleg. Ailt virtist eðli- legt, allir héldu að Davíö og Jón Bald- vin væru í rólegheitaviðræöum en 2. í páskum féll sprensan. Davíö sagði bless við Jón Baldvin og bauð HaU- dóri til veislu. Sagt er að Da víð og Halidór hafi lagt á ráðin að k völdi páskadags og því tala gárungar um páskastjómina. Sömugárungar halda þ ví fram að heimsókn kin- verska ráðherrans um páskana hafi spillt fyrir áframhaldandi samstarfi Davíðs og Jóns Baldvins og svana- söngur stjórnarinnar hafi verið söng- ur Jóns Baldvins í Þingvallakirkju á fóstudaginnlanga! Klerkagrín Áffamhöldum viðokkuri kirkjumen kveðjum poli- ;: tíkinaíbili. Prestarþessa landshafaí gegnum tíðina veriöahL-randi íþjóðbfinuog allirhaftskoð- unasinum sóknarpresti. Til Selfossprestakalls réðst nýloga ungur maður að nafni Þórir Jökull Þorsteinsson. Þórir hlaut góðar við- tökur og þykir vinsæll prestur. En gárungum fannst fyrstu stólræðurn- ar heldur langar og þ ví fékk Þórir viðumefhiðlangjökull. Spurninger hvort Þórir hafi skynj að þetta og tóku stólræðurnar að styttast. Sumum gárungum fannst breytingin of mikil og breyttu viðumefninu því í skrið- jökuli! Að lokum má minna á að sömu gárungar kölluðu prest sem hét Garðar Kirkju-Garðar! Krossinn á flakk Ýmislegt skondiðkom upþínýaf- stöðnum kosn- ingumeinsog lesamáttii blaðinuFeykiá Sauðárkróki Þai-segirpistil- ritari reynslu . sínaafheim- ij; sókninniá : ,■; kjörstaðíþann mund sem ölglaður maðurhafði uppi háreysti og ófagran munnsöfhuð um ák veðinn stjómmálaflokk. Þannig var að flokkurinn hafði vísað mann- inum út af kosningaskrífstofunni þar sem sá ölglaði mátti ekki taka upp veigarsínar. VinurBakkusarsagðist aldrei ætla að kjósa þennan flokk framar. Framganga mannsins hafði þau truflandi áhrif á pistilritara að hann krossaði við „vitlausan" flokk í kjörklefanum. Strokieðrið kom pist- ilritara hins vegar til bjargar og gat hannþvíkosið„rétt“! Skrítin taktík Sagansogiraf ónefndum frainþjóðanda sero varofar- legaáiistai Norðurlands- kjordæmi vestrafyrirsið- usmkosningar. Hannvarsend- unónefhda svcittilaðagi- terafyrir flokknum. Frambjóðandinn var hins vegar hátt í 6 tíma í túrnum og náði aöeins að fara á tvo bæi. Þóttiflokks- félögum hans þetta rýr frammistaöa, sér í lagi vegna þess að heimilisfófkið á bæjunum tveimur em einhverjir hörðustu stuðningsmenn viðkom- andi flokks S kjördæminu! Ekki nóg meðþað. Öðrum húsbóndanum fannst hins vegar frambjóðandinn stoppa stutt við og fékk hann tíl að koma síðar ura k völdið og gista á bænum yfir nóttina! Já, hún er mis- jöfntaktíkin í pólitíkinni. Verður hann 100 milljónir? Verði ykkur að góðu! Grilljónauppskrift Emils: | 1. Skundaðu á næsta sölustað íslenskrar getspár. 2. Veldu réttu milljónatölurnar eða láttu sjálfvalið um getspekina. 3. Snaraðu út 20 krónum fyrirhverja röð sem þú velur. 4. Sestu í þægilegasta stólinn I stofunni á miðvikudagskvöldið og horfðu á happatölurnar þínarkrauma I Víkingalottó pottinum I sjónvarpinu. 5. Hugsaðu um allt það sem , hægt er að gera fyrir 100 milljónir. Off nú er hann tvöfaldur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.