Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 1995 Viðskipti Ahrif Framsóknarflokks í nýrri ríkisstjórn á efnahagslifið: Gæti aukið verð- bólguvæntingar - segir Yngvi Harðarson hagfræðingur - Þórarinn V. áhyggjufullur Islandáárs- 1 undi Evrópu- bankans Ársfundur Evrópubankans var haldinn nýlega í London. Af hálfu íslands sátu fundinn Finnur Sveinbjörnsson og Halldór J. Kristjánsson frá viðskiptaráðu- neytinu, Benedikt Ásgeirsson, sendiherra i London, og Gunnar Viðar, starfsmaður á stjórnar- skrifstofu Svíþjóðar, íslands og Eistlands i bankanum. Finnur hélt ræðu á ársfundin- um þar sem hann lagði áherslu á mikilvægi þess að sinna smáum og meðalstórum fyrirtækjum, á hlutatjárframlög og mikilvægi þess fyrir bankann að nota stað- arbanka til að miðla íjármagni. Finnur minntist á staöbundna hlutaflársjóði sem bankinn hefur ásamt öðrum sett ó laggimar í Rússlandi og taldi að slíka sjóöi ætti að stofna í öðrum löndum. 202 milljóna hagnaðurSÍF Aöalfundur Sölusambands ís- lenskra fiskframleiöenda hf., SÍF, verður haldinn nk. fóstudag. Þar verður tilkynnt um 202 milljóna króna hagnað SÍF og dótturfyrir- tækja á síðasta ári fyrir skatta og 164 milljóna hagnað eftir skatta. Það er töluverður af- komubati frá árinu 1993 þegar hagnaðurinn nam 53,5 milljónum eftir skatta. Heildarútflutningur SÍF á síð- asta ári nam tæpum 30 þúsund- um tonna af saltflsk- og skreiðar- afurðum. Það er 10% magnaukn- ing frá árinu 1993. Verðmæti út- ílutningsins jókst um 18% og nam 7,9 milljöröum króna, Mest var flutt út til dótturfyrirtækis SÍF í Frakklandi, Nord Morue. Þar varö mikill uppgangur á síðasta ári. Velta Nord Morue jókst um 27% milli áranna 1993 og 1994 og nam 3 milljörðum. Alls starfa 135 manns hjá Nord Morue, þar af 4 Islendingar. Af öðrum dótturfyr- irtækjum SÍF er það að segja að rekstur Saltkaupa hf., Copesco í Portúgal og SÍF-Union í Noregi gekk vel. Hjá þessum fyrirtækj- um starfa 37 manns. Eigið fé SÍF um síðustu áramót var 682 milljónir króna, eiginíjár- hlutfallið 27,7% og veltufjárhlut- Dauft var yfir viðskiptalífinu í dymbilviku og um páskahátíðina eins og víðar í þjóðfélaginu. Aðeins einn togari landaði í Þýskalandi í síð- ustu viku. Viðey RE seldi 217 tonn fyrir tæpar 27 milljónir, meðalverðið því um 124 krónur kílóið sem telst ágætt. í gámasölu í Englandi seldust 272 tonn fyrir 38 milljónir. Hlutabréfaviðskipti í dymbilviku námu tæplega 37 milljónum króna. „Við fyrstu sýn er það tvennt sem ég vil nefna. í fyrsta lagi lýstu fram- sóknarmenn því yfir fyrir kosningar að þeir töldu lága verðbólgu að und- anfömu bera vott um stöðnun í efna- hagslífinu. Það bendir til þess að þeir kunni að forgangsraða hlutunum öðravísi en fyrri ríkisstjórn. Þetta gæti aukið verðbólguvæntingar. í öðru lagi bera stjórnvaldsathafnir Framsóknarflokksins í gegnum tíð- ina öðru fremur vott um stýringu í gegnum sjóði af ýmsu tagi. Það gæti haft neikvæð áhrif á fjármagnsmark- aði. Hins vegar held ég að öllum sé ljóst að grípa þurfi til einhverra aö- gerða í ríkisfjármálum. Það verður því spennandi að sjá hvaða stefnu þessir flokkar móta og hvernig þeim tekst til,“ sagði Yngvi Harðarson, hagfræðingur hjá Ráðgjöf og efna- hagsspám hf., í samtali við DV, að- spurður um áhrif væntanlegrar rík- isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks á íslenskt viðskipta- og efnahagslíf. Þörf á sterkri stjórn Aðspurður um það sama sagði Þór- arinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins, við DV að sterka ríkisstjórn þyrfti til að glíma við mörg erfið fyrirliggjandi verkefni í efnahagsmálum. „Okkar tilfinning er sú að ríkisút- gjöldin hafi verið á hættulega hraðri siglingu upp á við. Hallinn á ríkis- sjóði er gríðarlegt áhyggjuefni sem augljóslega þarf að taka á. Endur- .skoðun vinnulöggjafarinnar er líka eitt af þeim grundvallarmálum sem ný ríkisstjórn þarf að koma í gegn. Þess vegna skiptir máli að fá sterka ríkisstjórn sem hefur hagvöxtinn að leiðarljósi." Meira innávið Þórarinn sagðist hafa það á tilfinn- inguni að ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks yrði Engin viðskipti fóru að sjálfsögðu fram annan í páskum og viðskipti gærdagsins lágu ekki fyrir þegar þetta var ritað. Af 37 milljóna við- skiptunum var mest höndlað með bréf SR-mjöls og SÍF hf., eða fyrir 14,8 milljónir með bréf SR-mjöls og 10 milljónir með SÍF-bréfin. Næst komu hlutabréf Hampiðjunnar með þriggja milljóna króna viðskipti og dreifðist afgangurinn á nokkuð mörg meira inn á við en út á við. „Þar á ég við'að ég þykist vita að utanríkismál verði þessari ríkis- stjórn ekki jafn hugleikin og fráfar- andi stjórn. Það skiptir íslendinga miklu máli að halda fullri reisn í samskiptum við aðrar þjóðir og sinna utanríkispólitíkinni af krafti. Við eigum á brattann að sækja í því efni.“ Hagvöxtur gangi fyrir - Ertu áhyggjulaus með Davíð Odds- son og Halldór Ásgrímsson við stjórn efnahagsmála? „Ég met það þannig að þessir flokk- ar, og fleiri, fóru fram fyrir kosning- arnar með það sem megináhersluatr- iði að láta hagvöxtinn ganga fyrir. Ég hef fulla trú á því að þessi ríkis- stjórn hafi burði til þess að standa við þau markmið. Það er augljóst að endurskoða þarf ýmsa þætti skatta- mála til að gera fjárfestingar í at- vinnulífi áhugaverðari en aðra ijár- festingarkosti. Við þurfum sókn í atvinnulífinu og hef trú á að þessir hlutafélög. Hlutabréfaverö hækkaði lítillega milli vikna ef marka má þingvísitölu hlutabréfa. Mestu munaði um tæp- lega fimmtungshækkun á gengi hlutabréfa Síldarvinnslunnar. Gengi bréfa stóru hlutafélaganna breyttist lítið í dymbilvikunni. Þegar viðskipti með ál hófust á heimsmarkaði í gærmorgun hafði staðgreiðsluverðið hækkað lítillega flokkar hafi sameiginlega þá sýn að keyra hér á forsendum hagvaxtar." Horfiðá vit fortíðar Þórarinn sagðist játa að hann hefði vissar áhyggjur af því þegar Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur fara saman. Það yrði t.d. ekkert nýjabrum í landbúnaðarmálum. Full ástæða væri til að ætla að „þung elí- ment innan flokkanna vildu frekar hverfa á vit fortíðar heldur en fram- tíðar.“ Þórarinn sagði að mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar væri að samþætta forsendur stöðugleika sem náðst hefði í efnahagsmálum. „Stjórnkerfið og áherslur í sjávarút- vegsmálum er veigamikill þáttur í því. Hagkerfið og vinnumarkaður á Islandi eru svo viðkvæm fyrir sveifl- unum að það er mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að leggja upp með fjöl- þætta áætlun fyrstu mánuðina um hvernig hægt er að draga úr skaðleg- um áhrifum hagsveiflna í iðnaði eða sjávarútvegi," sagði Þórarinn V. frá því á skírdag eða upp i 1850 doll- ara tonnið. Spekingar spá svipuðu verði á næstunni, helst að stað- greiðsluverðið hækki ef eitthvað er. Nokkur lækkun varð á gengi doll- ars og punds í gærmorgun en jenið hækkar enn, sölugengið komið í tæp- lega 0,77 krónur. 60 milljóna styrkir Byggða- stofnunar Byggðastofnun skilaði 15 millj- óna króna hagnaði af starfsemi sinni á siðasta ári samkvæmt nýútkominni ársskýrslu. Haföi þá verið tekið tillít til 390 milljóna króna framlags á afskriftaroikn- ing. Útistandandi lán frá Byggða- stoftaun námu 8 milljörðum í árs- lok, þar af 5 milljarðar vegna sjávarútvegs. Byggðastofnun útdeildi styrkj- um á síðasta ári fyrir tæpar 60 milljónir króna. Þar af fóru 23 milljónir í atvinnuráðgjöf, 7,8 milljónir í ferðaþjónustu og 5,4 milljónir í átaksverkefni. í önnur verkefni fóru 19,5 milljónir. Með- al þeirra má nefna stuðning við framleiðslu á köldu slitlagi, markaðssetningu á íslenska fán- anum, þróun skeldælu, sæeyra- eldi, tilraunavinnslu ensíma úr þorskslógi, tölvunet um atvinnu- mál kvenna, þróun á taðkolum fyrir reykhús, trefjaflókaverk- efni og kræklingarækt í Hval- firði. Kaupfélag Suðurnesja með lOmillj- óna hagnað Kaupfélag Suðumesja, sem fagnar 50 ára afmæli á þessu ári, skilaði ríflega 10 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Það er lak- ari afkoma en árið 1993 þegar hagnaður nam tæpum 15 milljón- um króna. Afskrifaðar voru 23,4 milljónir og í öðrum félögum voru afskrifaðir eignarhlutar upp á 5,3 milljónir. Heildarsala verslana og kjöt- vinnslu nam rúmum 2 milljörð- um króna á síðasta ári sem er 12% meiri sala en árið 1993. Möguleikar ástyrkjumer- lendisfrá Útflutningsráð hefur í sam- vinnu við Iðnlánasjóð gefið út skýrslu um framboð íjármagns hjá alþjóðlegum stofnunum. Þetta kemur fram í fréttabréfi Útftutningsráðs. í skýrslunni er yfirlit yfir þær alþjóðlegu stofn- anir. sem islensk fyrirtæki eiga möguleika á að leita til varðandi styrki og lán til markaðsstarfa á erlendri grund. Höfundur skýrsl- unnar er Vilhjálmur Guðmunds- son. í skýrslunni er fjallaö um nor- ræna sjóði, sjóði á vegum ESB og EES og fleiri evrópskra aðila og sjóði á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Tölvusímaskrá væntanleg Á vegum bókaútgáfunnar Alda- móta i Hafnarfiröi er væntanleg á markaö í sumar tölvusímaskrá fyrir Windows-umhverfið. Fyrsta útgáfa mun innihalda nöfh og símanúmer fyrirtækja og stofn- ana auk ítarlegri upplýsinga en fá má í símaskrá Pósts og sima. Kostnaður við að taka Tölvu- simaskrá Aldamóta er rúmar 2 þúsund krónur. Frá deginum í dag verður hægt að sækja virka útgáfu af Tölvusímaskrá á heimasíðu Aldamóta á Internet- inu. Meðal notkunarmöguleika Tölvusímaskrárinnar má nefna aö fyrirtæki með netkerfi geta samnýtt allar upplýsingar í skrámú, gular síður fylgja sem m.a. bjóða upp á að senda póst- lista eftir starfssviðum og not- andi getur bætt eigin upplýsing- um við skrána. fallið 1,16%. Dauft í dymbilviku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.