Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1995, Blaðsíða 10
10 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 19. APRlL 1995 Hvað hræðist þú mest? Laufey Ólafsdóttir nemi: Ég veit það ekki. Pétur Erlendsson smiður: Guð. Bryndís Valsdóttir aðstoðaríþrótta- fréttamaður: Ég hræðist eiginlega ekki neitt, nema kannski að vera óhamingjusöm. Magnús Stefánsson vélstjóri: Ég hræðist mest að núverandi ríkis- stjórn verði áfram. Reinhard Reynisson, sveitarstjóri á Þórshöfn á Langanesi: Að standa mig ekki nógu vel í barnauppeldinu. Jórunn Edda Óskarsdóttir nemi: Að faUa á prófl. Lesendur___________ Virðingarleysi við nemendur Bréfritari telur að nýta mætti tímann í grunnskólunum mun betur en nú er gert. B.G. skrifar: Mig langar að leggja nokkur orð í belg varðandi kennslu grunnskóla- barna á þessu vori og kennslu yfir- leitt. Ég var að heyra í fréttunum að það ætti að bæta 1.-9. bekk kennslu- tap í verkfalli og gefið var í skyn að kennt yrði á laugardögum. Mér skilst að þetta sé eindreginn vilji kennara. Ég verð bara aö segja það að mér finnst blessaðir kennar- arnir bera afskaplega litla virðingu fyrir tíma skjólstæðinga sinna ef ætlunin er að kenna heilu bekkjar- deildunum einn dag í viku til viðbót- ar. Það er nefnilega þannig að stór hópur barna, og ekki síst duglegir krakkar, skipuleggja tíma sinn í níu mánuði af árinu, strax að hausti. Á kvöldin, á laugardögum og jafnvel sunnudögum stunda þau annars konar nám og þjálfun en grunnskól- inn býður upp á. Þarna er um að ræða myndlist, dans, tónlist, íþróttir og íleira. Mér finnst þessar greinar eiga jafn mikinn rétt á sér og þær sem kenndar eru í grunnskólanum. Á nú bara að blása á svona nám og boða börnin í skólann á laugardögum eftir páska? Hvemig væri nú að bjóða krökkun- um upp á að læra upp á gamla móð- inn, lesa heima og vera spuröir út úr í skólanum. Þannig mætti auðveld- lega komast yfir mikið lesefni á næstu vikum. Hins vegar væri æski- legt að nota þennan aukatíma í þágu seinfærra nemenda á tíma sem hent- ar þeim. Ég er stundum afskaplega hissa á ýmsu í starfi grunnskólans. Mér finnst vinnubrögð og mat oft allt aö því heimskulegt. 10-12 ára krakkar eru látnir skrifa á vdnnublöð í landa- fræði, sögu o.fl. eftir myndvarpa. Þ.e. kennarinn semur textann. Krakk- arnir fá ekki tækifæri til að semja eða gera útdrátt en eiga að skrifa vel og umfram allt teikna og lita vel. Sumir kennarar gera þá kröfu að myndflötur á vdnnublöðum sé fyllt- ur, a.m.k. þakinn með lit. Allt á að lita og skreyta. Duglegir krakkar hafa nóg að gera í alls konar lítt skap- andi landavinnu. Lita, hta, lita en fá oft á tíðum sáralítið að reyna sig. Enda er sáralítill munur á einkunn- um krakka í grunnskólanum. Þau lélegustu (lökustu?) fá 7-8 og jafnvel meira. Þau duglegustu 9 (þeim er haldið niðri). Ég hef orðið hissa að sjá fyrirgjöf í prófum, oft á tíðum eins og ekkert sjálfstætt mat ráði ferðinni, bara R eða V. Stundum væri kannski æskilegt að gefa • ef augljóst er að skilning skortir ekki. Þá finnst mér tíminn í skólanum illa nýttur. Bókasafnstímar eru leik- tímar eftir sem áður, skrifað er á vinnublöðin eftir myndvarpanum en reynt er að hafa heimavdnnuna í heiðri með endurritun á texta og lita- verkefnum. Það er ekki mikið gert að því að láta krakkana lesa heima og læra á þann hátt. Messías eftir Hándel Þorvaldur Thoroddsen söngvari skrifar: Söngsveitin Fílharmonía flutti Messías eftir Hándel helgina 25.-26. mars sl. Skrifuð var gagnrýni í Mbl. skömmu síðar af Ragnari Bjömssyni og var hún mjög sanngjörn. Mánu- daginn 3. apríl kemur loks gagnrýni í DV skrifuö af Áskeli Mássyni. Hann segir þetta ástsæla verk erfitt í flutn- ingi, sérlega fyrir kór og einsöngv- ara. Flutningur eigi að vera með upprunalegum hljóðfærum. Á ís- landi hefur það aldrei verið gert og erlendis er þaö ekki gert nema í flutningi kammerkóra. Hvað varðar erfiðleika í flutningi eru þeir ekki fyrir hendi því verkið er þannig að það syngst mjög vel. Undirritaður hefur stundað söng í 35 ár og sungið mörg erfiðari verk. Áskell finnur að öllum flutningi og segir að kórinn búi tæplega yfir þeirri hpurð og jafnvægi í tón og túlkun sem nauðsynlegt sé til að skila þessu stórvdrki tónbókmennt- anna. Undirritaöur hefur hlustað á ýmsar upptökur af flutningi á þessu verki ásamt því að hlusta á verkið í flutningi. Okkar flutningur er sam- bærilegur. Áheyrendur voru um 800 saman- lagt á báðum tónleikunum og lét fólk í ljós sérstaka ánægju með hlutverk kórsins og allan flutning verksins. Áskell Másson sat uppi á svölum Langholtskirkju fyrri hluta tónleik- anna. Hvar sat hann seinni hlutann? Ekki veit ég það. Fór hann ef til vill heim til sín? Ekki vissi hann rétt nafn á sópransöngkonunni þegar hann skrifaði umrædda gagnrýni. Nýjung í dómgæslunni Körfuknattleiksunnandi skrifar: Úrshtakeppni DHL-deildarinnar í körfuknattleik lauk nýverið. Njarð- víkingar hrósuðu sigri og er ástæða th að óska þeim til hamingju en þeir Er dómgæsla í körfuknattleik aö taka breytingum? voru vel að íslandsmeistaratithnum komnir. Eitt af því sem vakti mesta athygli mína í úrshtakeppninni var sú stað- reynd að dómaramir studdust vdð upptöku Stöðvar 2 th að skera úr um vafaatriði. Þetta átti sér stað í leik Njarðvíkinga og Grindvíkinga en í leik Keflvíkinga og Grindvíkinga í undanúrshtunum kom upp svipað atvdk. Þá var ekki gripið til þess ráðs að skoða sjónvarpsupptöku. Menn mega auðvitað hafa ólíkar skoðanir á því hvort rétt sé að notast vdð upptökur úr sjónvarpsvélum til að skera úr um vafaatriði. Hitt hlýtur að vera vilji ahra sem að körfuknatt- leiknum standa að eitt sé látið yfir alla ganga. Ekki veit ég hvað lög og reglur KKÍ segja um svona thvdk en það hlýtur að vera hagur allra að eyða allri óvdssu um þessi mál. Félög- in verða að vita að hverju þau ganga áður en næsta keppnistímabh hefst. EkkNón Baldvin Bóndi hringdi: Mér brá ansi mikið þegar ég las í DV á nhðvikudaginn að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráð- herra, ætti sér þann draum að verða landbúnaðarráðherra. Jón Baldvin segir að þetta sé lífs- draumur shm en ég vona svo sannarlega að hann rætist ekki. Þaö hvarflaði aldrei að mér aö styðja stjórnarflokkana í þessum kosningum og ég get ekki neitað því að mér þóttu úrshtin slæm. Við þeim er hins vegar litiö hægt að gera. Við búum í lýðræðis- þjóðfélagi og kjósendur verða að una þessum úrslitum. Ef ríkis- stjórnin heldur áfram vona ég auðvitað að hún láti gott af sér leiða en það verður aldrei gert með því að afhenda utanríkisráð- herranum landbúnaöarráðu- neytið. Eg heiti á Davíð Oddsson að sýna skynsemi. Jón Baldvin má fá hvaða annað ráðuneyti sem er. Hann má bara alls ekki verða næsti landbúnaðarráðherra. íslenskdella Kristján skrifar: Þegar vestfirsku krókabátamir fóru til veiða á dögunum til að draga nokkra steinbíta úr sj ónum má segja að það hafi verið í tvenn- um tilgangi. Annars vegar að draga björg í bú og hins vegar að fá á hreint lagaiega hlið málsins. Sjómennirnir höfðu á bak við sig áht vdrts lögfræðings og með það í farteskinu létu þeir úr höfit. Það sýnir aftur á móti delluna í íslensku þjóðfélagi að þeir skyldu þurfa aö grípa til þessara aðgerða. Til þess eins að komast th botns í málinu má allt eins búast við þvd að þeír verði sviptir veiðheyfi eða sektaðir. Já, svona er vdst ísland í dag. þingmenn G. Guðmundsson skrifar: í íþróttunum í gamla daga var brýnt fyrir manni að það þyrfti hka að læra að taka ósigri. Þetta rifjaöíst upp fyrir mér eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir og ljóst var að töluverð endurnýjun yrði á Alþingi. Þeir þingmenn sem féllu á prófinu hjá kjósend- um kepptust við að finna skýring- ar á óforum sínum. Eins og við var að búast litu þeir ekki í eigin barm og horfðust i augu vdð þá staðreynd að kjós- endur voru óánægðir með störf þeirra á síðasta kjörtímabhi. Halda menn katmski aö þeir detti út óvart eða af slysni. Nei, í þess- um kosnlngum, eins og öðrum kosningum, er veríð að meta frammistöðu þingmanna. Þeir sem ekki hafa staöið sig fá fallein- kunn. Svo einfalt er það. Kolvitlausstefna ÓIi hringdi: Það er með ólikindum að allt skuli þurfa að vera meira eða minna lokað um páskana. Eitt besta dæmið í þessu sambandi eru skemmtistaöimir. Ég hef aldrei getað skilið þessa kolvit- lausu stefnu að hafa lokað um hátíöarnar. Vita það ekki allir að þjóðin liggur ekki í neinum trúar- lepm pælmgum um páskana. Fólkið vih skemmta sér og þeir sém ráða verða aö breyta þessum reglum strax. Sakna Eggerts Guðbjörg hringdi: Þótt ég sé hvorki stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins né kjósandi á Suðurlandi á ég eftir að sakna Eggerts Haukdals. Með honum er horfinn sérstakur per- sónuleiki af Alþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.