Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 72

Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 72
72 áhuga, en nokkuð svæsinn á stundum í garð allúterskra manna. Málið á ritinu er vandað og prófarkalesturinn óvanalega góður, letrið laglegt, en prentun nokkuð áfátt (letrið sumstaðar of dauft, enn annarstaðar of feitt og klest; prentsvertan líklega miður góð). Rit þetta kemur út í heftum, 18—20 arkir á ári, og kostar árg. 1 dollar. V. G. HEIMIR. I, 1—-3. Útgefendur: Nokkrir íslendingar í Vesturheimi. Winnipeg 1904. Ritstjóri þessa rits (sem á að koma út í arkarheftum 18 sinnum á ári og kostar 1 dollar árg,) er únítarapresturinn séra Rögnvaldur Pétursson. Er sá tilgangurinn »að taka trúmál til íhugunar í ritinu, rannsaka þau eftir því sem kringumstæðurnar leyfa, og leitast fremur við að útskýra þau, en fella á þau nokkurn dóm, en láta menn heldur dæma þar um fyrir sjálfa sig.« Auk inngangsorða er innihaldið »Upp- risans eftir Leó Tolstoy, »Kirkjuþing« og »Háskólalíf á miðöldunum« (líklega eftir ritstjórann), »Ótrú« eftir Camille Flammarion, »Hverju trúir þú?« eftir B. Lyngholt, »Ríki blaðanna« eftir Max Nordau, enn- fremur nokkrar smágreinar og kvæði (2 af þeim eftir Kristin Stefdnsson). Frágangurinn á ritinu er góður og efnið yfirleitt vandað og fræð- andi, en ekki sérlega tilþrifamikið. Virðist meir kostað kapps um að ræða málin með hógværð og stillingu, en að höggva og leggja með berserksgangi. V. G. Islenzk hringsjá. HINN GLATAÐI SONUR (»The Prodigal Son«) heitir skáldsaga ein nýút- komin (London 1904) eftir hið þjóðkunna enska skáld Hall Cain, sem tvisvar hefir ferðast heima á íslandi, síðast árið 1903. Sagan fer mestmegnis fram á íslandi (í Reykjavík), en þó að nokkru leyti í útlöndum, einkum í Lundúnum. Aðalpersónurnar eru Stephán Magnússon landhöfðingi og synir hans tveir, Magnús og Óskar, annars vegar, og faktor Nielsen (kaupmaður, þó hann stöðugt sé kallaður »faktor«, af því hann var það fyrst) og dætur hans tvær, Þóra og Helga. Kona Nielsens dvelur í Kaupmannahöfn og yngri dóttirin Helga hjá henni. Óskar, yngri sonur landshöfðingja er sendur til Oxford til að stunda söng- fræði, en Magnús er heima og verður verzlunarþjónn hjá Nielsen, sem líkar vel við hann. Ráða feðurnir svo með sér að gifta þau saman Magnús og Þóru, enda elskar Magnús hana út af lífinu, og hún gefur samþykki sitt og lofast honum, þó hún reyndar hafi enga ást á honum. En þá kemur Óskar heim frá Oxford, fjörugur og léttlyndur, og fá þau ákafa ást hvort á öðru hann og Þóra. Er Magnús þá svo eðallyndur að hann gefir bróður sínum eftir konuefnið, þó hann unni henni hugást- um, og styður hann til að fá hana, þó hann verði að brjóta bág við alla vini og vandamenn og sé rekinn í einskonar útlegð upp í sveit á feðraleifð landshöfðingja- frúarinnar, þingvelli. En svo kemur Helga heim frá Khöfn, og fá þau Óskar og hún ákafa ást hvort á öðru, en ást hans til Þóru er lokið. Samt álítur hann skyldu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.