Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 53

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 53
53 mjaka þeir leðjunni yfir í þann enda eltivélarinnar, sem lyftivélin er í. Vatnið, sem blandað er saman við móinn, er tekið úr tjörn rétt hjá vélunum (»e« á 7. mynd) og lyft með dælu upp í kassa er stendur svo sem 1 m. hærra en eltivélin. Frá þessum kassa l'ggja 3 pípur> er leiða vatnið inn í eltivélina. Lyftivélin er tré- renna, og á botni hennar liggur járnfesti með nokkurskonar skófl- um á. Festi þessi liggur um hjól í botni eltivélarinnar og annað á efri enda lyftivélarinnar. Hjól þessi snúast og hreyfa festina þannig, að skóflurnar draga móleðjuna upp rennuna og frá efri enda hennar rennur hún í stóran safnkassa, er stendur svo hátt, að steypivagnarnir, sem móleðjunni er ekið út á þerrivöllinn í, geti 10. mynd. runnið undir botn kassans. Á botni safnkassans eru göt með lok- um fyrir. f’essum lokum má skjóta frá með handfangi, og rennur þa leðjan út og fyllir vagninn, sem undir er. Á 9. mynd sést eltivél, lyftivél og safnkassi bæði frá hlið og ofan frá. Gufuvélin, sem hreyfir vélarnar, hefur 12 hesta afl. Sést hún ekki á myndinni. ÚTKEYRSLA OG MÓTUN. Eins og áður er getið um er móleðjan látin renna niður í vagnana, sem henni er ekið í út á þerrivöllinn. Vagnar þessir eru steypivagnar úr járni og taka 0,5 m.3 hver. Peir renna á stáltein- um með 50 cm. sporvídd. Vagnarnir eru dregnir af hestum (sjá 10. mynd). Aðalsporið út á þerrivöllinn (sjá 7. mynd) er 490 m. á lengd og mesti halli á því 1:60 og minsti geisli í bugðunum

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.