Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Page 45

Eimreiðin - 01.01.1905, Page 45
45 Á 4. mynd sést móskeri, sem tíðkast á Rússlandi. a er stungið lóðrétt niður í mólagið og svo er stálblaðinu b snúið, svo það sker móstrenginn frá botninum. Með spaðanum c er svo strengurinn skorinn í hæfilega stórar flögur. Móskeri þessi er hentugur þar sem ekki er hægt að veita vatni frá, því með hon- um má skera mó talsvert niður fyrir vatnsyfirborð. Hann kostar 42 krónur og er ekki margbrotnari en svo, að vel mætti smíða hann heima. Stundum er mór skorinn með vélum. Pessar móskurðarvélar eru þannig útbún- ar, að hægt er að skera mó með þeim alt að því 10 m. niður fyrir vatnsyfir- borðið, og eru þvi einkum brúkaðar þar sem mýrar ekki verða ræstar fram. En bæði eru þær nokkuð dýrar og auk þess víst óvíða þörf á þeim heima, svo ég sleppi að lýsa þeim nánar. Vinnukostnaður við móskurð er mjög misjafn. Mishátt kaupgjald, munur á þétt- leik mósins, hvort mýrin er vel ræst eða ekki o. s. frv. geta gert að verkum, að mórinn verði tvöfalt dýrari, eða meira, á einum stað en öðrum. Eftir skýrslum frá mörgum stöðum er þó víst óhætt að telja, að smálestin þur á þurkvelli kosti ekki meira en 3 kr. að meðaltali. Oft kostar hún ekki nema 2 kr., og sé mórinn skorinn með vélum, jafnvel ekki nema 1,20—1,60 kr. Um þurkvöllinn er talað hér að fram- an. Stærð hans fer eftir því, hvernig flögunum er raðað og hvernig þær eru í laginu. Venjulega eru þær hér um bil tvöfalt breiðari en þykt þeirra, og eru lagðar á rönd með litlu millibili. Hver dagslátta þurkvallar rúmar þá mó úr nálægt því 500 m. eða sem svarar 75—100 smálestum af þurrum mó. Smápartar mósins éru aðallega ýmsir meira eða minna fúnir jurtapartar, sem liggja mjög óreglulega í allar áttir, hver ofnir í annan. Af þessu byggingarlagi mósins leiðir, að hann dregst lítið og ójafnt saman við þurkinn, og verður holóttur og gljúpur og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.