Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 15

Eimreiðin - 01.01.1905, Qupperneq 15
‘5 að framan er uppeldiskostnaður embættismanna sem sé ekki talinn nema 20,808 kr. En þar við eiga að réttu lagi að bætast kenn- aralaun prestaskólans (I, 7), læknaskólans (I, 8), lærða skólans (I, 9), tímakennara og starfsmanna lærða skólans (III, 10) og nokkur hluti af launum læknisins við Holdsveikraspítalann (sbr. I, 4) og styrknum til augnalæknis og tannlæknis (III, 5), sem þeir fá fyrir kenslu við læknaskólann, og telja má 500 kr. til hvers þeirra þriggja eða alls 1500 kr. Verður þá allur uppeldiskostnaður em- bættismanna úr landssjóði samtals 59,708 kr., og er það óhæfi- lega mikil upphæð til þessarar fámennu stéttar (um 3°/o af allri þjóðinni), þegar litið er á, hve miklu er varið úr landssjóði til allra annarra stétta í landinu (alþýðumentunar o. s. frv.). Ef íslenzka þjóðin væri nú éins hagsýn, eins og hún þyrfti að vera, þá mætti af þessari upphæð spara öll útgjöldin til lækna- skólans (um 10,000 kr.). Með því mundi hún ekki aðeins spara töluvert fé, heldur líka fá betri lækna. Kennarastörfin eru nú höfð í hjáverkum (að minsta kosti af landlækni og héraðslæknin- um í Rvík), og jafnvel þó það væri ekki og hinir mestu ágætis- menn veldust til skólans, þá mundi skólinn aldrei geta staðið er- lendum læknaskólum á sporði. Eins og högum er háttað, er kennurunum ómögulegt að fylgjast með öllum þeim hraðfleygu framförum, sem árlega verða í læknisfræðinni, og þeir hljóta því bráðlega að dragast aftur úr og úreldast, hversu snjallir sem þeir kunna að vera í byrjuninni. Auk þess getur skólinn aldrei haft þann útbúnað, verkfæri né tilbreyting í sjúkdómum, sem sjá má á spítölum erlendis og mikið af læra. Verkin sýna líka merkin. því það er engum blöðum um það að fletta, að það eru einmitt þeir læknarnir, sem numið hafa erlendis, er mestan orðstír hafa getið sér á Islandi. Læknaskólinn var nauðsynlegur, þegar hann var settur á fót, af því að með öðru móti var ekki unt að koma á viðunandi læknaskipun í landinu. Eti nú er hann ekki lengur nauðsynlegur. Nú er ekki þörf á fleiri læknum í viðbót á ári en hægt er að fá frá háskólanum í Khöfn, og þar er íslenzkum læknaefnum veittur svo mikill styrkur, að litlu eða engu dýrara verður að nema þar en í Rvík. Að halda læknaskólanum er því í rauninni sama sem að verja árlega um 10,000 kr. af landsfé til þess að sjá um, að landið fái ónýtari lækna, en annars mundu fást án eins eyris kostnaðar fyrir landssjóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.