Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 9

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 9
9 kostnaður borinn saman við árstekjur landssjóðs, verður yfirlit yfir hlutfallið á þessa leið: 1. Laun embættismanna.................................. nál. 30 °/o 2. Laun og útgjöld við embættisrekstur................. rúml. 33 °/o 3. Laun, embættisrekstur og uppeldisk. embættism. . . . rúml. 35 °/o 4. Laun, embættisr., uppeldisk, og eftirl. embættism. . . nál. 43 °/o 5. Allur embættisk. úr landssj. (embættism. og starfsm.) rúml. 52°/o Eins og af þessu má sjá, gengur þannig meira en helmingur af öllum tekjum landssjóðs til embættiskostnaðar, og er ekki von að vel fari, þegar svo er ástatt. Pað er því engin furða, þó út- lendingum, sem öðru eiga að venjast, blöskri að sjá þetta og taki undir með herra Krabbe, er hann minnist á fyrirætlan alþingis að auka enn á embættiskostnaðinn með stofnun lagaskóla o. fl., þar sem hann segir: »Petta er greinilegur vottur um það hóflausa gildi, sem vér áður gátum um, er menn á Islandi álíta að em- bættisstéttin hafi, og hörmulegt dæmi þess, hve mjög skortir á fullan skilning á nauðsyninni á að beita sér öllum til þess, að greiða úr þeim málum, sem eitthvert gildi hafa fyrir alla alþýðu manna, betri mentun hennar og einkum að veita henni meiri fræðslu og leiðbeining í hinum tveimur aðalatvinnugreinum lands- ins, landbúnaði og fislciveiðum«. Hve miklu meiri embættiskostnaðurinn er hjá oss en öðrum þjóðum, má meðal annars sjá af því, að í Danmörku, þar sem árstekjur ríkissjóðsins eru 70 miljónir, ganga ekki nema tæplega 8°/o af öllum árstekjum landsins til embættislauna (borgaralegir embættismenn), og þó kostnaður við her og flota sé dreginn frá, nema þó embættislaun Dana ekki nema tæplega io°/o af öllum öðrum útgjöldum þjóðfélagsins. Menn munu nú hafa það svar á reiðum höndum, að þar sé ólíku að gegna, öðruvísi ástatt hjá oss. í Danmörku sé þéttbýli svo mikið, að þar megi komast af með miklu færri embættis- menn, en hjá oss sé svo strjálbýlt, að óhjákvæmilegt sé að hafa langtum fleiri embættismenn að tiltölu. Auðvitað er mikið hæft í þessu, en of mikið má af öllu gera, og á það vel heima um þetta. Vér neitum því alls eigi, að vér getum ekki komist af með jafnfáa embættismenn og Danir að tiltölu; en hinu neitum vér algerlega, að nauðsyn sé á að hafa þá jafnmarga og þeir eru nú. Lítum til nágranna okkar og frænda Færeyinganna. Hjá

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.