Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Side 6

Eimreiðin - 01.01.1905, Side 6
6 starfsmanna Búnaðarfélagsins með í þessu yfirliti, né heldur laun annarra starfsmanna þess (t. d. til byggingarrannsókna) né laun og ferðakostnað skógfræðingsins, kenslumálarannsóknarans o. s. frv., með því þar er ekki um fasta starfsmenn að ræða, né gjöld, sem talist geti til embættiskostnaðar. í VII. flokki teljum vér laun presta eða fastar tekjur þeirra. Prestarnir eru embættismenn með eftirlaunarétti að nafninu til, en af því þeir eru ekki launaðir úr landssjóði, verður að telja þá í sérstökum flokki. Hve miklu tekjur þeirra nema, er oss ekki full- kunnugt um, en eftir því sem nefndinni í prestalaunamálinu á al- þingi 1899 segist frá, þá eru þær, að fráskilinni borgun fyrir auka- verk alls um 170,000 kr. (Alþt. 1899, C. S4I. 2 3 4 5 * 7 8 9 10 11) og álítum vér óhætt að byggja á því. I VIII. flokki mætti telja þá opinbera starfsmenn, sem fá laun greidd úr sveitarsjóðum (t. d. amtsráðsforsetar, yfirsetukonur, sveitastjórnir o. s. frv.) og kennara við ýmsar stofnanir (t. d- Flensborgarskóla, búnaðarskóla, barnaskóla o. s. frv.), en bæði af því miklir örðugleikar eru á að fá yfirlit yfir slík gjöld og þau eru landssjóði algerlega óviðkomandi, þá sleppum vér þeim með öllu. En í raun réttri ættu þó að minsta kosti ýms af þeim gjöld- um að teljast til embættiskostnaðar landsmanna, ef öll kurl kæmu til grafar. Samkvæmt framanskráðu verður þá yfirlit yfir allan embættis- kostnað landsins (að undanskildum VIII. flokki og öllum auka- tekjum) á þessa leið: I. Laun embcettismanna, greidd úr landssjóbi: 1. Ráðherrann (laun, bústaður og borðfé)............. 12,000 kr. 2. Stjómarráðið (landritarinn og 3 skrifstofustjórar). . . . 16,000 — 3. Dómarar og sýslumenn (að meðtöldum 2°/o af toll- tekjum)....................................... 79,300 — 4. Embættislæknar................................... 71,850 — 5. Póstmeistarinn....................................... 3,000 — 6 Biskupinn.............................................. 7,000 — 7. Kennarar prestaskólans............................... 9,200 — 8. Kennarar læknaskólans............................. 3,200 — 9. Kennarar lærða skólans (+ leigul. bústað rektors) . . 19,600 — 10. Kennarar gagnfræðaskólans á Akureyri f-j- leigul. bústað skólastjóra og launauppbót kennaranna). . 7,800 — 11. Landssjóðstillag til prestastéttarinnar.......... 19,100 — samtals 248,050 kr.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.