Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 5

Eimreiðin - 01.01.1905, Síða 5
5 samkvæmt fjárlögunum (I, 3. gr. 1.), en við það er þó að athuga, að nokkur hluti af hinni tilgreindu upphæð gengur ekki til um- boðsmannanna sjálfra, heldur til prestastéttarinnar. En hve mikið það er, er oss ekki kunnugt. I IV. flokki teljum vér uppeldiskostnað embættis- manna, að svo miklu leyti sem hann er ekki fólginn í þeim upp- hæðum, sem taldar eru í I. og III. flokki. I V. flokki teljum vér eftirlaun og styrktarfé embættis- manna og opinberra starfsmanna og ekkna þeirra. Samkvæmt síðustu fjárlögum nam þetta fé 86,000 kr. á tjárhagstímabilinu eða 43,000 kr. á ári. En síðan hafa margir menn með háum eftir- launum fengið lausn frá embætti (landshöfðingi, 2 amtmenn, rektor, landfógeti) og hefur eftirlaunafúlgan aukist við það að miklum mun. Hve miklu aukningin nemur, er oss eigi fullkunnugt, en það mun eigi allfjarri að áætla hana um 18,000 kr., að minsta kosti næstu 5 árin; en síðar verður hún nokkru minni. Af var- kárni setjum vér hana þó ekki nema 17,000 kr. og teljum því eftirlaunafúlguna alla 60,000 kr. á ári. í VI. flokki teljum vér laun nokkurra starfsmanna goldin af landsfé, þó þau séu ekki greidd beint úr landssjóði. Er þar fyrst að telja laun starfsmanna við Landsbankann, sem er eign landsins. Oss er eigi fullkunnugt um, hve miklu þau nema, með því stjórn bankans skamtar sér þau að nokkru leyti sjálf úr hnefa eftir eigin geðþótta, án þess að gera almenningi fulla grein fyrir. En í reikningi bankans fyrir 1903 stendur: »Laun o. fl. 21,879,12« og þar sem síðan hefur verið stofnað nýtt útibú á Isafirði með nýjum starfsmönnum og laun bókarans hækkuð um 1100 kr., þá mun ekki of í lagt að telja launin sjálf 22,000 kr.; líklega eru þau heldur meiri. Til þessa flokks virðist oss og að megi telja ráðunauta Búnaðarfélagsins, þar sem þeir eru fastir starfsmenn (að minsta kosti 2 þeirra) og því í rauninni einskonar embættismenn, sem launaðir eru af landsfé, þótt félaginu sé falið að útborga laun þeirra, sem samkvæmt reikningum þess er 1200 kr. til hvers eða alls 3600 kr. Til þessa flokks teljum vér og laun mjólkurskólakennarans og áætlum þau 2000 kr., með því oss er ekki fullkunnugt um, hve há þau eru. í reikningum Búnaðar- félagsins eru tilfærðar 2500 kr. til mjólkurmeðferðarkenslu, en lík- lega eru það ekki alt kennaralaun, og má vera að sjálf launin séu ekki einu sinni 2000 kr. Hins vegar teljum vér ekki ferðakostnað

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.