Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 75

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 75
235 bréfum einkum Donnus Nicolaus Germanus, frá 15. öld og upphafi hinnar 16.—8 alls og þar að auk uppdrættirnir yfir Eystri- og Vestribygð, er gerðir eru að fyrir- sögn minni (og eru t. d. í Grænlandssögu minni); og enn fremur 1. síðan af Ptolo- mæios-handriti, mjög merku, er fundist hefir nýlega í Wolfegg í Wiirtemberg. Finnur Jónsson. SKÓGARMÁLEFNI ÍSLANDS (»Islands Skovsag II. Skovsagen i 1901«) heitir ritgerð ein eftir C. E. Flensborg, kandídat í skógarfræði, sem síðastliðin 3 sumur hefir ferðast um ísland til þess að rannsaka birkiskógana og koma á fót skógaryrkju á íslandi, Ritgerð þessi er í XIV. bindi af »Tidskrift for Skovvæsen,« er 30 bls. og með 2 myndum af björkum í Hallormsstaðaskógi; hún er framhald af ritgerð hans um skógarleifar og trjáplöntun á íslandi (Skovrester og Nyanlæg af Skov paa Island), sem var í sama tímariti í fyrra, XIII. bindi (sbr. Eimr. VII. 3., bls. 234). Höf. skýrir í stuttum inngangi frá tildrögunum til ferðar sinnar til Islands, sem meðal annars var frumvarp þeirra Ryders höfuðsmanns og Prytz prófessors til alþingis 1901 um að það veitti 1400 kr. úr landssjóði á fjárhagstímabilinu 1902—3 til trjáræktarskóla og skógaryrkju á Islandi. ?á lýsir höf. trjáplöntununum á í^ingvöllum, Grund í Eyjafirði og að Hálsi í Fnjóskadal. Sumarið áður hafði hann gróðursett á Grund og að Hálsi, en garð- yrkjufræðingur Einar Jónsson á fingvöllum (sbr, ritgerð Flensborgs um skógarleifar o. s. frv.). Margir frjóangarnir höfðu drepist í einmánaðarkastinu í fyrra, en flestir lifðu þó og döfnuðu vel, einkum reyniangarnir og fjallafururnar; í ritgerðinni eru nákvæmar skýrslur um alt þetta. Flensborg umbætti nú alt, sem aflagast hafði, og gróðursetti á hverjum stað um 5400 nýgræðinga af ýmsum trjátegundum, svo sem furum, greni, elri, birki, reyni, víði og ösp. Sumarið áður hafði hann líka sáð fræi af þessum sömu viðartegundum bæði á. Grund og að Hálsi, og hafði komið vel upp, þegar hann gáði að. Hann sáði nú aftur á Grund og á fingvöllum líka, um 12— 13 pundum af ýmiss konar fræi á hverjum stað. fessum kafla ritgerðarinnar lýkur höf. með nokkrum »almennum athugasemdum« og bendir meðal annars á, að reyn- irinn hafi þrifist bezt, eins og geta mátti nærri, og álíka vel þreifst furutegund ein, er Sembrafura nefnist (Pinus cembra), sem hann að vísu hafði gróðursett þrevetra. Annar kaflí ritgerðarinnar er um skógana austur í Fljótsdalshéraði, Egilsstaða- skóg, Hallormsstaðaskóg, sem hann aðgreinir í Norðurskóg og Suðurskóg og lýsir mjög nákvæmlega. Hann hefir rannsakð skóginn hátt og lágt, bæði einstök tré og jarðveginn einnig; segir hann, að Hallormstaðaskógur sé eini skógurinn á landinu, er haldist við enn nokkurn veginn vel, en hann liggi undir skemdum, og að það sé bráðnauðsynlegt að bæta hann og æskilegt, að stjórnin keypti hann sem fyrst til þess að láta yrkja hann og rækta. — Margar bjarkirnar eru mjög beinvaxnar og hinar hæstu um 30 fet á hæð; gildastur stofn i1/^ fet að ummáli. — Flensborg dáist mjög að fegurð Fljótsdalshéraðs og segir, að það sé eins og að koma í annað land að koma þangað; þar sé jarðvegurinn frjósamari en annarstaðar og framúrskarandi vel lagaður til skógar- og akuryrkju; aftur og aftur víkur hann að þessu. Að síðustu talar hann í þessum kafla um búnaðarskólann á Eiðum og Bustarfellsskóga í Hofsdal. I þriðja og síðasta kafla ritgerðarinnar skýrir höf. frá afdrifum frumvarps þess, er áður var getið, og að það var, eins og kunnugt er orðið, að lyktum samþykt að veita samtals 11.000 kr. fyrir árin 1902—3, er verja skyldi til skógaryrkjutilrauna. Enn fremur minnist hann á skógræktaríélag Reykjavíkur; hann telur það byrjun

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.