Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.09.1902, Blaðsíða 60
220 hvort hláturinn heyrðist út í eldhúsið, eða förunautur Gamla á lífsleiðinni hafði gereytt öllum orðum þeim, er hún gat látið reiði sína og fyrirlitning í ljós með, en bakdyrahurð var skyndilega skelt með miklu afli. Augnabliki síðar kom Gamli aftur í ljós. Hann var svo heppinn að vita ekkert um orsökina til hláturs þeirra, og sakir þess brosti hann blíðlega. »Kerlingin mín hélt, að hún mundi skreppa yfir um til frú McFadden sér til skemtunar,« sagði Gamli með spjátrungslegu hirðuleysi, um leið og hann tók sér sæti við borðið. Pótt undarlegt virðist, þá var atvik þetta nauðsynlegt til þess, að gestirnir gætu losað sig við alla feimni og hugarvíl. Ein- urð þeirra kom aftur með húsráðanda. Eg ætla ekki að reyna að lýsa veizluglaðværð þeirra kvöld þetta. Forvitnum lesanda er óhætt að trúa því, að viðræðurnar seinna um kvöldið báru vitni um jafnmikinn andlegan þroska, jafngætna lotning, jafnglögga smekkvísi, jafnmikla orðsnildar-nákvæmni og jafnrökréttar ogjafn- skipulegar ræður, eins og einkennir viðræðurnar, þegar karlmenn í mentaðri og auðugri héruðum halda líkar samkomur. Með því að ekkert glerstaup var á borðinu, þá var ekkert brotið. Og með því að ölföngin vóru ekki ofmikil, var engu helt niður á borðið eða gólfið. Um miðnætti var glaðværðin rofin. xFei — þei,« sagði Dick Bullen og hélt uppi hendinni:, Johnny í litla herberginu kallaði með grátstaf í kverkunum: »Pabbi!« Gamli reis fljótt á fætur og hvarf inn í litla herbergið. Brátt kom hann aftur í ljós og sagði: »Giktin er aftur orðin vond. Nú vill hann láta nugga sig.« Hann tók stóru tágaflöskuna, sem stóð á borðinu, og hristi hana. Ekkert brennivín var eftir í henni. Dick Bullen setti frá sér blikkbollann og hló vandræðalega. Sama gerðu félagar hans. Gamli leit ofan í bollana og sagði vongóður: »Eg held þetta sé nóg. Hann þarf ekki mikið. Sitjið kyrrir eitt augnablik. Eg kem undir eins aftur.« Um leið hvarf hann inn í litla herbergið með gamla ullardúksskyrtu og brennivínið. Hurðin féll illa að dyrastafnum. Sakir þess gátu þeir glögglega heyrt eftirfarandi viðræðu: »Nú, litli sonurinn minn, hvar kennir þú mest til ?« »Stundum hér og stundum þarna neðar; ég kenni mest til þaðan og hingað. Nuggaðu þar, pabbi.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.