Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 62

Eimreiðin - 01.09.1902, Síða 62
222 vildi bíða, þangað til Gamli rækist á mikið gull í jarðgöngunum, þá skyldi hann fá mikla peninga o. s. frv., o. s. frv. »Jú,« sagði Johnny, »en þú rekst aldrei á neitt. Á sama stendur, hvort þú rekst á gull eða vinnur í spilum. Hvorttveggja er tilviljun. En jólin eru mjög skrítileg — er ekki svo? Sakir hvers eru þau kölluð jól ?«1 Gamli svaraði í svo lágum rómi, að aðeins drengurinn einn gat heyrt það. Petta gerði hann eí til vill annaðhvort af ósjálf- ráðri óbeit á því, að félagar hans skyldu heyra svarið, eða honum fanst þetta eitt eiga við. »Jú,« sagði Johnny með dálítið minni áhuga, »ég hefi fyr heyrt hans getið. Petta er nóg, pabbi. Ég kenni miklu minna til en áður. Vefðu ábreiðunni tast utan um mig. Svona. Settu þig nú við hliðina á mér,« hvíslaði hann, »þangað til ég sofna.« Til þess að sannfæra sig um að ósldn væri veitt, rétti hann aðra höndina út undan ábreiðunni, tók í ermi föður síns og lagði sig aftur til hvíldar. Gamli beið þolinmóður nokkur augnablik. I húsinu var óvenju- lega kyrt. Það vakti forvitni hans. Án þess að færa sig um set opnaði hann varlega dyrnar með þeirri hendi, sem hann hafði lausa, og gægðist inn í stærra herbergið. Hann varð alveg hissa, því herbergið var tómt og myrkt. I sama augnabliki brustu brenn- andi spýtur í eldstónni og logi gaus. upp. Gamli sá þá, aö Dick Bullen sat fyrir framan glæðurnar. »Heyrðu!« Dick hrökk við, reis upp og kom tíl hans dálítið valtur á fótunum. »Hvar eru félagarnir?«, spurði Gamli. »Peir eru að flækjast upp eftir jarðgöngunum. Eeir koma hingað aftur undir eins. Eg sit hérna og bíð eftir þeim. Hvað ertu að glápa á, Gamli?«, bætti hann við með uppgerðarhlátri. »Heldur þú, að ég sé fullur?« Eað hefði mátt fyrirgefa Gamla, þótt hann hefði haldið slíkt, því augu Dick’s vóru vot og kinnar hans kafrjóðar. Hann reik- aði aftur að eldstónni, geispaði, hristi sig, hnepti frakkanum og hló. »Nei, ölföngin eru ekki svo mikil hérna, Gamli. Sittu nú alveg kyr,« hélt hann áfram, þegar Gamli ætlaði að losa ermi Þýð. 1 Johnny kallar jólin Chrismiss (Christmas).

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.