Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Page 34

Eimreiðin - 01.09.1902, Page 34
194 Annars er R. Joh. vanalega kallaður Hrólfur, og lætur hann sér bæði nöfnin jafnkær. Eitt er og víst, að það mikið eða lítið, sem eldra og þrosk- aða fólkið talar af íslenzku, er í heild sinni hreinna og nær bók- málinu en margt það, sem við hinir sleppum hversdagslega. En um börn allra þessara manna gildir það nær undantekn- ingarlaust, að enginn maður heyrir annað, en þau eigi alíslenzka foreldra öll saman. Eg sé ekki betur en að þessi börn hinna innfluttu útlendinga séu að öllu leyti jafngildir og ómengaðir Islendingar, eins og vér erum hinir. Ekki getur málinu orðið hætta búin frá þeim, því þar verða þau að öllu jafnsnjöll jafnöldrum sínum öðrum, og þjóð- erninu ekki heldur, því það er jafnvel sumum af þeim kappsmál að heita og vera lslendingar og kannast ekki við annað þjóðerni. Enda er það með öllu réttmæli og samkvæmt málsvenju forn- manna bæði á íslandi og í Noregi. Eg hefi hvergi orðið annars var, en að þessi börn öll hefði sama ræktar- og velvildarhug til þessa fósturlands síns sem við öll og það eins, hvort sem þau eru borin hér eða í Noregi, enda sjá þau ekki annað fyrir sér hjá foreldrum sínum, því þeir skoða líka þetta land sem aðra ættjörð sína, þar sem þeir sjálfir ætla að bera beinin og láta börn sín taka við, þar sem þeir hætta. Peir verja því efnum sínum og kröftum með þarfir lands og þjóðar fyrir augum, engu síður en vér, elska heill og framfarir landsins, engu síður en vér, og taka sumir hverjir með trúleik og áhuga þátt í landsmálum, sem þeir innbornir menn, er bezt gera. Innflutningur útlendinga og blöndun þjóðernanna sýnist því ekki hafa haft neitt skaðsamlegt í för með sér, en ýmislegt gott. Málinu hefir þetta ekki spilt. Pað mun ekki vera verra á Seyðis- firði en í öðrum kaupstöðum umhverfis land, að Reykjavík máske undantekinni, þar sem fólkið berst að jafnharðan í hópum úr sveitunum Rækt til landsins munu þessir menn hvorki spilla né heldur niðjar þeirra. ?eir gætu þvert á móti verið þeim holl bending, sem miklast af því, að vera ættbornir hér kynslóð eftir kynslóð, en fara þó af landi burt að nauðsynjalausu og gera það svo

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.