Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Side 21

Eimreiðin - 01.09.1902, Side 21
181 Og eitthvað mér finst gegnum sál mína streymi, ei ósvipað því, sem mig illa dreymi. — Eða hefir mér birst í vökunni vera? Hvað var ég að hugsa og gera? I sál minni einnig er álíka stríð, sem endurrís sérhverja jólatíð. — Eg veit ei hvort á ég að elska’ eða hata, aðhyllast safna’ eða hafna og glata----- En víst er ég elski hið eilífa kíf, hinn eilífa storm gegnum mannkynsins líf sem hrærir upp kraftinn í hverri sál, sem hvetur og setur á hreyfing hvert stál. Ég finn að það eykur og eflir þróttinn — því er hún mér velkomin, heilaga nóttin. Gubmundur Magnússon. Dr. Kjanning (W. E. Channing). (Sumpart eftir H. Ta?nbs Lyché). Svo má segja, að þessi mikli og nafntogaði kennimaður ryddi fyrstur braut hinni öflugu únítara-hreyfingu, að m. k. í Ameríku, —- þeirri hreyfingu, sem mjög hefir gagnsýrt alla kirkjuflokka á vorum dögum. Var hann og einhver hinn mesti sjáari og læri- meistari í kristnum heimi á fyrri hluta 19. aldarinnar. Hann var mildur og blíður í lund og þótti mjög sviplíkur hinum góða og guðrækna Fénélon biskupi á Frakklandi; sýna og kaþólskir menn minningu hans meiri virðing og umburðarlyndi en fiestum öðrum skörungum af flokki prótestanta, því að rétttrúun þeirra, meiri eða minni, meta þeir lítils. Dr. Kjanning sameinaði það tvent, er sumir kalla sundurleitast, en það er heilags manns líf, og alfrjálsa vísindalega einurð og skörungsskap. Hann var prestur í borg- inni Boston og kominn af göfugri ætt og hámentaðri. Snemma breytti hann skoðunum sínum og kenningum, en þó með þeirri

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.