Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1902, Side 15

Eimreiðin - 01.09.1902, Side 15
verið: Bjarni sýslumaður, Porsteinn Jónsson hreppstjóri og Por- steinn læknir síðan 1886. Framfarafélagið var stofnað árið 1893 til að efla fram- farir í búnaði, túnrækt o. fl. Hefir það flest árin notið styrks úr landssjóði, og orðið talsvert ágengt. Hefir síðan að mun aukist áhugi á stækkun túna, uppgræðingu nýrra túna, og betri hirðingu og ræktun hinna eldri túna, og er þar enn mikið verkefni fyrir höndum, svo sem áður er minst á. Félagið varð til þess að út- vega hinar fyrstu kerrur hingað. Félagið á nú 100 kr. í sjóði. Nautgripaábyrgðarfélagið var stofnað árið 1893 til að tryggja kúaeign manna. Félagsmenn greiða 4°/o af virðingarverði kúnna. Félagið hefir þegar bætt margar kýr, og hefir átt fjár- hagslega í vök að verjast, þar sem það hefir orðið að greiða skaðabætur nær því á hverju ári. Er enginn efi á að félag þetta er þarfleg stofnun, og er því vonandi að það eigi langt líf fyrir höndum, og að því smásaman auðnist að geta aukið fastasjóð sinn, sem nú er 150 kr. Sundkensla hefir hér verið í nokkur ár; hefir hún notið styrks úr landssjóði og sýslusjóði, en fór ekki fram síðastliðið sumar; má það telja illa farið, ef kensla þessi verður lögð niður, því það má oft verða til að bjarga lífinu að kunna sund; auk þess er sundnám holl og gagnleg hreyfing; sjóböðin hreinsa hörundið og herða líkamann, veita honum meðal annars meira mótstöðu- afl gegn ofkælingu.1 Einn hinna elztu manna hér á landi, Páll sagnfræðingur Melsted, baðaði sig að sögn í Bessastaðatjörn, þá er hann var í skóla, þangað til tjörnina fór að leggja á haustin. I félagi með honum við baðferðir þessar var Konráð Gíslason, síðar háskólakennari, sem komst á níræðisaldur. Er eigi ólíklegt að langlífi þeirra beggja sé að einhverju leyti að þakka herðingu líkamans á ungum aldri við sjóböðin köldu. Loks skai getið hér um eina framför, brunnana stein- límdu, sem nú eru komnir á flest heimili. Er í þá safnað regn- vatni af járn- og tréþökum, svo að nú verður sjaldan vatnsskortur hjá fólki, en áður var hann algengur. Fyrsti steinlímdi brunnur- inn var gerður á 8. tug aldarinnar. Hér er aðeins einn brunnur, sem aldrei þrýtur vatn í. Hann er grafinn í sandi nálægt sjó; vatnið í honum er því síað sjóvatn ísalt á bragð. Hér er ekk- 1 Sundkensla fór hér aftur fram sumarið 1901.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.