Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 80

Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 80
i6o forenings Aarsskrift* 1898, og er hún prýdd mörgum ágætum og vel völdum myndum frá Islandi og nokkrum frá Færeyjum. Er mjög sennilegt, að sú rit- gerð veki löngun hjá ýmsum Dönum til að ferðast til íslands, enda er nú í ráði, að heill hópur af þeim ferðist þangað í sumar. RAFMAGN Á ÍSLANDI. í norska blaðinu »Verdens Gang« stóð í vetur svo látandi grein: »Frönsk tímarit hafa uppgötvað nýtt land, er »vinna« rnætti, sem sje ísland. Hin forna sagnaey á sem sje yfir kynjamiklu vatnsafli að ráða. Það mundi vera nægilegt til þess að framleiða allt það ljós og allan þann hita, sem allir íbúar landsins þurfa, og meira en það. Fossarnir Ullarfoss, Gullfoss og og Goðafoss geta einir þrír framleitt meira afl en hinir stærstu fossar í Norður- álfunni. Er áætlað að allt vatnsafl landsins sje 1000,000,000 (þúsund miljóna) hestafla. Þó menn nú sleppi svo sem tveim núllum, þá er samt nóg eptir. Reykjavík gæti fengið hita og ljós frá fossi, sem er ekki nema 5 kílómetra frá bænum. Auk þess er hinn eldbrunni jarðvegur landsins auðugur af dýrmætum málmum, sem vinna mætti með rafmagni. Þá væri og ísland ágætlega vel lagað fyrir veðurfræðisstöð, ef þangað lægi frjettaþráður frá Norðurálfunni. Þó ekki væri nema fvrir daglegt líf, mundu stormboðar þaðan hafa afarmikla þýð- ingu, en jafnframt mundu og vísindin græða stórkostlega á nýjum veðurfræðis- athugunum þaðan. Rannsóknir á jarðskjálftum væru sjálfsagðar, og nóg tæki væru þar á að athuga norðurljósin*. VEL BOÐIÐ. Tveir skozkir kaupendur Eimreiðarinnar og íslandsvinir, mál- fræðingurinn W. A. Craigie, M. A. í Oxford (Danemead, 226 Iffley Road) og presturinn Rev. /. A. Milne i París (13 Quai d’Orsay), hafa óskað þess getið í riti voru, að þeim væri ánægja í því, ef þeir íslendingar, sem kynnu að koma til Oxford og Parísar, vildu heimsækja þá. V. G. Til minnis. EIMREIÐIN vill minna útgefendur islenzkra bóka á, að hún getur þeirra rita einna, er henni eru send, — nema ástæða þyki til að geta þeirra til viðvörunar. Hún vill og mælast til, að ritin sjeu send henni jafnskjótt og þau koma út.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.