Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 67

Eimreiðin - 01.05.1898, Síða 67
147 lending sæsímans i Reykjavík, hefiir fjelagið ekki viljað ganga, en þar á mót hefur það tjáð sig fúst til að ganga að því skilyrði, sem laut að lending sæsímans á Austfjörðum, og er nú svo komið, að óhætt er að skýra frá því Þetta skilyrði er að fjelagið skuli þá leggja fram 300,000 kr. til landþráða, en að öðru leyti sjeu þeir algerlega kostaðir af íslandi. Með þessu skilyrði hefur ríkis- þingið viðurkennt, að tillag íslands til sæsímans væri ofhátt í hlutfalli við tillag Danmerkur, og því í rauninni fært það niður úr 700,000 kr. í 400,000 kr., þannig að þeim 300,000 kr., sem niðurfærslan nemur, skuli varið til landþráða innan lands, en land- inu þó jafnframt gert hægra fyrir með að þurfa ekki að snara þeim öllum út í einu. Kæmist þetta í kring, yrði árstillag Islands til sæsímans ekki nema 20,000 kr., en 15,000 kr. gengju af því árlega til landþráða. En auk þess yrði landið að líkindum að leggja fram x 00,000 kr.—200,000 kr. í eitt skipti fyrir öll, og verður ekki með sanngirni sagt, að því sje það ofvaxið, eptir því sem fjárhagur þess nú stendur. Þar við bætist og kostnaður við viðhald og stöðvastörf, en fyrir þeim kostnaði álítur Frjettaþráðafjelagið að tekjurnar muni hrökkva, og mun það fara nær um slíkt en flestir aðrir, slíka reynslu sem það hefur í þeim efnum. Nú er hugsunin sú, að sæsíminn verði lagður í land ein- hversstaðar á Austijörðum, en hvar svo sem það verður, liggi landþráður alla leið frá Berufirði til Akureyrar, þannig að hann jafnan nái til helztu verzlunarstaða og fjarða annaðhvort sjálfur eða með aukaþráðum, og liggi, að svo miklu leyti, sem því verð- ur við komið, jafnan eptir byggðum. Þannig er helzt ætlazt til að hann liggi til Vopnafjarðar, Þórshafnar, Húsavíkur o. s. frv. Með þessu rnóti þykir bæði það unnið, að mest not verði að þræðin- um, og meiri trygging fyrir eptirliti og skjótri aðgerð, ef eitthvað kynni að bila. Er svo tilætlazt, að stengurnar stæðu mjög þjett, svo síður sje hætt við bilun, og á þeim tveir þræðir. Á annar þeirra að vera frjettaþráður, sem einungis sje til þess að senda með hraðskeyti rnilli Rvíkur og sæsímans, en sem þó megi líka nota á Akureyri. Hinn þráðinn er ætlazt til að nota megi bæði sem frjettaþráð og málþráð eptir vild, og megi nota hann á svo mörgum millistöðvum sem vera skal og menn óska. Er gert ráð fyrir að hann yrði mestmegnis notaður sem málþráður, svo að stöðvastörf við hann yrðu ekki mjög kostnaðarsöm. En hann mætti þó í viðlögum nota sem frjettaþráð, sjerstaklega ef aðal- IO’

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.