Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Side 48

Eimreiðin - 01.05.1898, Side 48
128 1674 las Páll sýslumaður Torfason dóm upp á alþingi, genginn að Hóli í Bolungarvík 29. apríl 1674 um mál Jóns Olafssonar, sem játaði, að hann hefði hnuplað tveimur álnum af tóbaki og þremur mörkum af muldu tóbaki Lögþingsmenn kváðu svo á^ að hann skyldi ekki hljóta frekari refsingu en tiðkaðist venjulega fyrir hvinnsku (Alþb. 1674 nr. 29). Dómságrip þessi eru svo stuttorð, að lítið er á þeim að græða; en aptur era til ýmsar ákvarðanir um tóbakssölu frá seinni hluta 18. aldar, sem lýsa. vel áliti þvi, sem menn höfðu á tóbakinu, einkum yfir- völdin, og benda jafnframt á, hve alþýða manna hafi verið sólgin í það. 1677 býður Sigurður lögmaður Björnsson öllum sýslumönnum sunnan lands og austan að sjá svo til, að »sú fátækum almúga skaðlega og landinu skammarlega tóbakshöndlun líðist ekki strafflaust, athugandi, að þar þetta land er undirorpið þungri fátækt og bjargræðisbresti hjá allmörgum, þá muni ei syndlaust nje sæmilegt, að sá peningur og sú vara, sem góður guð hefur gefið þessa lands innbyggjurum til fæðis og klæðnaðar og þessháttar nauðsjmlegs uppheldis, spenderist eður út sóist óhæfilega fyrir það óþarflega og fánýta tóbak, sjerdeilis þeirra á meðal, sem fátækir og formegunarlitlir eru; lætur því herra lögmaðurinn aug- ljóst, að hann hyggur sjer ekki leyfilegt, hvorki guðs vegna nje heldur lands- ins nauðsynja, að þegja orðalaust yfir svoddan ósæmilegri tóbakshöndl- un og okursaðferð, sem víða um landið heyrast má.« Ef alþýða manna vildi ekki skipast við umtölur sýslumannanna, biður lögmaður þá að gera sjer aðvart, svo hann gæti farið með málið eptir því, sem guð og góð samvizka bljesu honum i brjóst. (Alþb. 1677, nr. 50). 3. júlí 1678 skrifar Sigurður lögmaður Pórði biskupi Porlákssyni brjef í lögrjetttu; biður hann biskupinn að hlutast til um, að góðir og guðhræddir kennimenn í Skálholtsstipti vari almúgann við með tilstyrk hreppstjóra, »svo hann ei framvegis óhæfilega þróist i skaðlegum og óvirðingarlegum landsins ósóma«; telur nú lögmaðurinn ýmislegt, sem honum þótti fara aflaga, en einkurn kvartar hann yfir »þeirri ljótlegri tó- baksokuraðferð, sem víða á þessu landi tíðkast, hvaraf augsýnilegt er, að útaf vilji vaxa vors fátæka lands fordjörfun með höjyfirvaldsins sem og landsins innbyggjara skaða, nema kristileg yfirvöld, andleg og ver- aldleg, sem guði og háyfirvaldinu hafa heitið trú og hollustu til lands- ins velferðar, alvarlega vandi um þetta og þvílíkt skaðvænlegt, eptir þeirri náð, sem guð vill sjerhverjum í hjarta gefa.« Pórður biskup tekur brjefið til greina daginn eptir á prestastefnu, en svarar lögmanninum fyrst 20. febrúar 1679; kveðst hann þakka lög- manninum alúðlega »fyrir þessa sína guðrækilegu og næsta nauðsynlegu tilhlutan«, og segist skuli fylgja brjefi hans fram af fremsta megni; býður hann kennimönnum sínum, »að forsóma ekki kristilega vandlæt- ing og áminning til síns trúaðs safnaðar, sem guðs orð uni býður.« Urn tóbakið fer biskupinn þessum orðum: »Einninn tilsegi jeg hjermeð prestum þessa stiptis, að liða ei, svo mikið, sem þeim er mögulegt og þeim ber til að hlutast, okur og rán, einkum á þeim ónauðsynlegu og skaðsamlegustu hlutum, sem er thóbak og annað því líkt, heldur áminni 1 Líklega neftóbaki.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.