Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 29

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 29
io9 löggjafarvald, aö þær gætu gert breytingar á gildandi landslögum eöa eða leyft undanþágur frá þeim. Hreppsþingin gátu samþykkt ný ákvæði viðvíkjandi hverjum einstökum hrepp og málum hans, ef þessi ákvæði riðu að engu leyti i bága við gildandi landslög; en lengra náði samþykktarvald þeirra ekki. Hinni gildandi löggjöf gat enginn breytt, nema hin eina rjetta löggjafarsamkoma, sem til var i landinu, lögrjettan á alþingi. Þegar þvi svo er að orði kveðið i einni af þessum frásögnum, að það hafi verið »dæmt á samkvámu af héraðs- mönnnum«, að leyft skyldi að gefa upp gamalmenni og veita enga björg, þá verður annaðhvort að skýra þetta svo, að söguritarinn hafi hjer hagað orðum sínum miður nákvæmlega, af þvi hann frá sinu kristi- lega sjónarmiði hafi ekki getað skilið, að slíkt hefði verið leyfilegt án sjerstakrar samþykktar, eða þá þannig, að leyfið hafi ekki haft aðra þýðingu, en að menn gætu gert það án þess að menn tækju til þess, án þess að það yrði talið þeim til hnjóðs, sem gerðu það, eða án þess að hinir betur megandi, sem ekki þurftu að grípa til slikra örþrifráða, skyldu hneykslast á því, að aðrir gerðu það. Það er sem sje auðsætt. að samblendi það við kristna menn, er stöðugt átti sjer stað, og að því er Island snertir einnig það, að margir af landnámsmönnunum sjálfir vóru kristnir, hafði haft þau áhrif, að mannúðarandi kristindómsins hafði, löngu áður en krístni var í lög tekin, á margan hátt mjög svo lagað hugsunarhátt hinna norrænu víkinga, og komið þeim til að hætta við eða takmarka marga af þeim villisiðum, sem áður hafðu tiðkazt iang um meira þeirra á meðal. Þannig er það tekið fram í einni sögu (Gunnl. ormst 3. k.) um barnaútburðinn, að þó hann væri fullkomlega heimilaður að lögum jafnvel fyrstu áratugina eptir að kristni var í lög tekin, þá hafi mönnum þó þegar í heiðni ávallt þótt það illa gert að bera út börn sin, og þeir einir vanalega gert það, »er félitlir váru, en stóð ómegð mjök til handa«. Það er þvi fýllilega eðlilegt að hugsa sjer, að hinn sami hugsunarháttur hafi verið búinn að ryðja sjer til rúms að því er snerti meðferð á ellihrumum gamalmennum, og það því fremur, sem þar var um fullorðna menn að ræða, með fullþroskaðri skynsemi, þar sem hins vegar mátti svo á líta um börnin, að hinir ný- fæddu óvitar væru lægri verur, sem ekki gætu átt heimting á sömu mann- rjettindum og aðrir. fað er þvi mjög eðlilegt, að menn hafi ekki á hinum síðasta fjórðungi 10. aldarinnar, einum 20—30 árum áður en kristni var í lög tekin, beitt þessum mannúðarlausa villisið gegn hrum- um gamalmennum, þó lögin heimiluðu hann, nema þegar menn kom- ust i svo miklar kröggur, að allir urðu að viðurkenna, að það væri óumflýjanlega nauðsynlegt sakir heilla þjóðfjelagsins. Allar hinar áminnztu frásagnir bera það lika með sjer, að sá mannúðarandi, sem lýsir sjer i

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.