Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1898, Page 28

Eimreiðin - 01.05.1898, Page 28
io8 ef þeir breyttu eptir hinni fyrri samþykkt, og fjekk þá til að samþykkja í þess stað, að hver skyldi hjálpa sínum frændum, svo sem framast hefði hann föng á, einkanlega föður og móður og þar út i frá, þeir er betur mætti. Skyldu menn drepa til hjálpar frændum sínum farar- skjóta sína, heldur en að láta þá farast úr sulti, svo að enginn bóndi skyldi eptir hafa á bæ sínum meira en 2 hross. Þá skyldu menn og drepa hunda sína, svo að fáir eða engir skyldu eptir lifa, og hafa þá fæðu til lifsnæringar mönnum, sem áður hafði verið vant að gefa hundunum. Um lika meðferð á örvasa gamalmennum og samþykkt var á fyrra fundinum getur og sagnaritari Dana, Saxi, er hann skýrir frá hallæri einu í Danmörku. Og þó nú töluverður helgisögublær sje á sumum af þessum frásögnum, virðist engin ástæða til að ætla, að þær allar sjeu bá- biljur einar, heldur að þetta hafi i raun og veru komið fyrir, og það þvi heldur sem þessi sami heiðinglegi hugsunarháttur lýsir sjer i einu ákvæði i hinum elztu lögum Norðmanna. far segir um leysingja og leysingju, er gipzt hafi og bæði gert frelsisöl sitt, að »ef þau verða at þrotum, þá eru þat grafgangsmenn; skal grafa gröf i kirkjugarði ok setja þau þar í, ok láta þar deyja« (Ngl.L. I, 33 sbr. 97). Það átti þ.ví að beita sömu aðferðinni gegn þeim, sem Svaði hinn skagfirzki ætlaði að beita gegn fátæklingum þeim, er hann hafði sarnan kallað. þegar nú finna má annað eins ákvæði í lögunum og þetta, eptir að kristni var í lög tekin, þegar hugsunarháttur manna þó yfirleitt var orðinn langt um mannúðlegri en hann var i heiðni, þá eigum vjer hægra með að leggja trúnað á villimeðferð þá á hrumum gamalmennum fyr á öldum, er að ofan var getið, og að henni hafi þá verið beitt i miklu frekara mæli, en þessi kristnu lög Norðmanna benda til; þvi hin tilvitnuðu ákvæði í þeim eru að eins ofurlitlar leifar af hinum eldri lögum, er giltu í heiðni, sem líka sýnir sig i því, að þessi ákvæði hverfa innan skamms úr lögunum og finnast þvi ekki í hinum yngri textum af forn- lögum Norðmanna. Allar þessar frásagnir, sem jafnvel prófessor Maurer álitur að hafi sögulegt gildi, þó hann reyni að skýra þær á annan veg, benda að vorri skoðun óneitanlega á, að menn hafi ekki í heiðni haft neina lögskipaða framfærsluskyldu, hvorki sem ættarskyldu, nje sem skyldu fyrir hrepp- inn eða landið. Maurer vill nú reyndar skoða þessi tilfelli sem hreinar og beinar undantekningar, þannig að menn hafi með almennri hjeraðs- samþykkt gert undantekning frá hinum gildandi lagaákvæðum og levst menn þannig frá framfærsluskyldunni. En sá skilningur er tæplega á rjettum rökum byggður. Jafnvel þó menn vildu skoða hina umgetnu fundi sem lögskipuð hreppsþing, þá höfðu slíkar samkomur ekkert slíkt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.