Ameríka - 30.12.1873, Side 9

Ameríka - 30.12.1873, Side 9
9 skammbyssuskot nje moröknífastingi eða þjófnað, sem ó“ liegnt sje íraminn. Þar fara hvorki þjófar nje ræningjar í skipulegum flokkum óiiegnt um landið myrðandi, ræn- andi og stelandi. Aflog („SlagsmaaD) og einvígi get- ur átt sjer stað einstakasinnum á milli drukkinna manna þar, eins og víða annarstaðar í heiminum; því drykkju- skapur á sjer stað þar í sumum borgum og kaupstöðum, en óvíða út á landinu, er þó almennt kostað míklu fjo um alla Ameríku til að reisa skorður við ofnautn áfengra drykkja, ekki beinlínis af hálíu hins opinbera, heldur af ýmsum mannvinum, og ávinnst mikið þótt illgresið verði ekki alveg upprætt. Indverja þarf eigi að óttast í bandafylkjum Canada; því þeir eru allir fyrir löngu flúnir langt vestur í land og hafast þar við uns byggð hinna hvítu manna færist að þeim, þá þokast ]>eir undan vanalega. Erfiðislaunin í Canada eru að vísu dálítið inis- munandi bæði í fylkjunum og á ýuisum tímum ársins, en hin vanalegu eru, — reiknuð til danskra peninga, — þessi hjerumbil: Vinnumaður sem kann aðbónda- vinnu fær 2 til 3 rd. á dag. Vinnukona („sljett og rjeít“) . . 10 — 12 — um mán. Iðnaðarmenn að meðaltali . . 3 — 6 — á dag. Eldabuska dugleg (matreiðslukona) 15 — 18 — um mán. Viðartelgjarar og skóhöggvarar 2 — 4 — á dag Daglaunamenn, við ýinsa aðra vinnu n- 2]— á dag og allt þetta hefur fæði optast nær. Við járnbrautagjörð er víðast goldið hverjum verk- manni 2 rd. á dag árið um í kring, og eins fyrir þá daga, sem ekki verður unnið úti sökum rigninga eða ann- ara illviðra. Þeir sem vinna stöðugt við sömu járnbraut 1—8 ár fá að auk í þóknunarskini, í hið minnsta í sumum fylkjun- um, 30 ekruland gefins nálægt brautinni fyrir 1 árs þjón- ustu, 60 ekrur fyrir 2 ára og 100 ekrur fyrir 3 ára þjónustu.

x

Ameríka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.