Ameríka - 30.12.1873, Blaðsíða 10

Ameríka - 30.12.1873, Blaðsíða 10
10 Vinnulaun þau. .sern hjer eru talin, cru í sjálfu sjer íöluvert hærri en í Bandafylkjunum, þegar þess er gætt, að svo að segja allar lífsins nau.ðsynjar eru þar langtum dýrari og skattar allt að í. hærri en í Canada, Engin taki samt orð vor svo, að vjer álítum Bandaríkin yíir höfuð lakari lönd en Canada. Nei, þótt Canada fylkin sjeu í mörgu tilliti góð lönd, þá eru Bandaríkin velfiest það eigi síður, einkum að því er veðurblíðu og ýmsan jarðargróða snertir. En eins og hverjum mauni hlýtur að vera auðsætt, sem gáir að afstöðu og víðáttu Canada fylkjanna, er loptslag og vcðráttufar, vetrarharka og sum- arhiti næsta misjafn eigi einasta í hinum ýmsu fylkjum, eptir því hve sunnarlega, norðarlega, austarlega, vestar- lega, hátt eða lágt frá sjálarmáli þau ligga, heldur og í hverju fylki fyrir sig, og fyrir því á ekki við að lýsa því hjer, heldur í lýsingu af hverju einstöku fylki. Af því vjer ætlum, að mönnum sje forvitni á, að vita nokkuð um fylki það, sem landar vorir, þeir er vest- ur fóru í sumar, eru seztir að í, alltjend fyrst um sinn, yfir 100 að tölu, viljum vjer fyrst gefa mönnum dálita hfsingu af því, en það er : ONTAEIO. Fylkið Ontario er eitt af Canada sambandsfylkjun- ara og því eitt af löndum Breta í Ameríku. l’að liggur á milli 42. og 48°. norður breiddar og nær á milli 75. og hjerum bil 85°. vesturlengdar. Landið er n. 1. horn- skakkt og takmörk þess sumstaðar krókótt og er lengd þess eiginlega frá suðaustri til ótvesturs. Að austan liggur það að Qucbec-fylkinu og skilur Ottawa-áin lönd þar. A miili fylkisins og Bandaríkjanna skilja að sunn- an Erie- og Ontario vöfn1, en að vestan Iluron vatn (og er Michigan ríkið hið næsta vestan við Huronvatn, og þá Wisconsin) en norðanað því liggur Rupertsland. Eannig nær fylki þctta hjerum bil eins langt suður og Michigan og Wisconsin ríkin, en nokkuð lengra norður einkum að 1) Hinn nafnkunni foss Niagara er í tljóti miklu samnefndu, er fellur úr Erievatni í Ontariu vatn.

x

Ameríka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ameríka
https://timarit.is/publication/100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.