Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 68
73 2. Örnefni í Klakkeyjum á Breiðafirði. Klakkeyjar eru fyrir norðan Hrappsey og vestan Purkey og eru skamt frá báðum. Þær eru útsuður af Dagverðarnesi, um 1—2 sjómílur. Klakkeyja er all-snemma getið. Eyrbyggja saga getur þeirra þegar Þórarinn Máfhlíðingur fluttist þangað, áður en hann sigldi til hafs. »Þeir fluttu skipið út í Dímun og bjuggu þar«, og síðar: »Eyjólfur Æsuson leyndi skipi Eiríks í Dímunarvogi«. Þessi vogur er milli Klakkanna (Dímunarklakka) og Stekkjareyjar, skerst inn frá útsuðri til austnorðurs, og er mjótt eið milli botnins á vognum og sjávarins fyrir norðan klakkana. Þetta eyði tengir saman klakkana og Stekkjar- eyna, og er hún sunnar; að öðru leyti er sjór alt í kringum klakkana. Litli-klakkur er sunnar, en Stóri-klakkur norðar, en all-hár grjóthryggur tengir þá saman; þeir hafa mælst um 66 metra á hæð, en margir halda að þeir sjeu hærri. Norðaustast af Klakkeyjunum er Bœjareyin (123); á henni norð- ast er Bæjareyjarhöfuðið (124), þverhnípt, hátt berg. Þvernorður-af því eru mörg sker, sem heita einu nafni Bæjareyjarsker (125). í landnorður-af Bæjareyjarhöfðinu, og móts-við það, er Elínarboði (126). Jeg heyrði sagt í ungdæmi mínu, að hann væri kendur við Elínu Benediktsdóttur, hálfsystur Boga eldra á Staðarfelli. Þegar hún á efri árum sínum bjó á Klakkeyjum, hafi hún ætlað til kirkju að Dagverð- arnesi og sett upp á boðann, og síðan sje hann kallaður Elínarboði. Sunnan-til á Bæjareynni eru bæjartóftirnar, sem eru vel glöggar, enda er mikið af þeim úr grjóti, og túnblettur kring um þær, sem til þessa tíma hefur verið sleginn. — Rjett niður af tóftunum er vogur, sem kallaður er Bœjaruogur (127), og sjást glöggt naustin í botninum á honum. Vestast á Bæjareynni heitir Vesturhaus (128). Fyrir sunnan Bæjarey er Stekkjarey (129), og fjarar á milli eyjanna um hverja fjöru. Hólmi er á milli eyjanna og verða því tvö sundin. Sundið milli Bæjareyjarinnar og hólmans heitir Guðnýjar-gat (130), og heyrði jeg i ungdæmi mínu, að stelpa sú hefði drepið sig í sundinu við að vaða það of djúpt. Hólminn heitir Guðnýjarhólmi (131). Austan-til í Stekkj- areynni heitir Hræðutangi (132); þó er það reyndar hólmi, sem fellur fyrir um flestar flæðar. Nokkru sunnar er lítill tangi, sem kallaður er Svartbakatangi (133). Útnorðanverðu við Stekkjareyna er Eiriks- vogur (134). í daglegu tali er þetta nafn altaf haft á honum nú; þó þekkja margir, að það er sama og Dímonavogur. Fyrir botni Eiríks- vogs eru stekkjarrústirnar, sem eyin er kend við; þær eru þar í rönd- inni á Klakkurðinni; það er talsvert stór urð, sunnan-undir Stóra-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.