Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 72
Lítil athugasemd. í Árbók Fomleifafjelagsins 1925—1926 hefur Jósafat S. Hjaltalín í Stykkishólmi ritað grein um »Hof« í Miðfirði. Neðanmáls á bls. 54 setur hann þessa klausu: »Þá munnmælasögu heyrði jeg í æsku, að Skeggi (= Miðfjarðar- Skeggi) hefði haft annað bú fram á Skeggjastöðum í Vesturárdal. Bendir hún til þess, að hann hafi eigi þurft að nota Hofsland sjálfur, og því selt það. Er margt ótrúlegra en það, því fram í Miðfjarðar- dölum eru landkostir betri en úti á Hjeraðinu og heiðalönd mikil. Vegalengd hefur víða verið meiri en þar á milli búa fornmanna. Að Skeggjastaðir í Miðfirði hafi fyr heitið Skeggvaldsstaðir, eins og Mar- geir Jónsson getur til í ritgerð sinni í Eimreiðinni 29. árg., »Sann- fræði íslenzkra sagna«, hefir að mínu áliti við ekkert að styðjast«. — Síðustu orðin get jeg ekki látið afskiftalaus, þótt höf. færi ekki önnur rök fyrir þeim en sitt eigið álit og munnmælasöguna. í skýringarriti mínu um húnvetnsk bæjanöfn hef jeg lýst yfir því áliti mínu, að Skeggjastaðir hafi heitið Skeggvaldsstaðir (eða jafn- vel Skeggvaldastaðir). Rök fyrir Skeggvaldsstaða-nafninu færði jeg þessi: í skjali frá árinu 1394 og endurritun þess árið eftir stendur Skeggvalldzs., Jarðabók Á. Magn. Skeggvalds, Jarðabók 1696 Skegg- halds. En Skeggjastaðir kemur fgrst upp í Johnsens Jarðatali (1848). Eftir að jeg reit skýringar mínar, rakst jeg á nafnið í þingbók Þórðar lögmanns Guðmundssonar, skrifaðri 1589, og þar stafrjett: Skegguallds—. Það þarf ekki mikla skarpskygni til, að sjá hver breyting hefur orðið á nafninu, miðað við nú-notað nafn, sem er ekki 100 ára gamalt. En á þeim tíma verður að álíta, að munnmælasaga Jósafats hafi mynd- ast. Það er eftirtektarvert, að allar elstu heimildir hafa d í nafninu. Það virðist því vera upprunalegt, og styrkir því vel álit mitt, en vegur gegn þeirri tilgátu, að upprunanafnið hafi verið Skegg-Halls — eða Skeggkarls. Geta má þess, að nafnafræðingurinn sænski, E. H. Lind, ætlar að rjetta nafnið sje Skeggvalds-, og dr. Hannes Þorsteinsson telur það »allsennilegt« í hinni fróðlegu nafnaritgerð sinni: »Rannsókn og leið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.