Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 68

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Side 68
73 2. Örnefni í Klakkeyjum á Breiðafirði. Klakkeyjar eru fyrir norðan Hrappsey og vestan Purkey og eru skamt frá báðum. Þær eru útsuður af Dagverðarnesi, um 1—2 sjómílur. Klakkeyja er all-snemma getið. Eyrbyggja saga getur þeirra þegar Þórarinn Máfhlíðingur fluttist þangað, áður en hann sigldi til hafs. »Þeir fluttu skipið út í Dímun og bjuggu þar«, og síðar: »Eyjólfur Æsuson leyndi skipi Eiríks í Dímunarvogi«. Þessi vogur er milli Klakkanna (Dímunarklakka) og Stekkjareyjar, skerst inn frá útsuðri til austnorðurs, og er mjótt eið milli botnins á vognum og sjávarins fyrir norðan klakkana. Þetta eyði tengir saman klakkana og Stekkjar- eyna, og er hún sunnar; að öðru leyti er sjór alt í kringum klakkana. Litli-klakkur er sunnar, en Stóri-klakkur norðar, en all-hár grjóthryggur tengir þá saman; þeir hafa mælst um 66 metra á hæð, en margir halda að þeir sjeu hærri. Norðaustast af Klakkeyjunum er Bœjareyin (123); á henni norð- ast er Bæjareyjarhöfuðið (124), þverhnípt, hátt berg. Þvernorður-af því eru mörg sker, sem heita einu nafni Bæjareyjarsker (125). í landnorður-af Bæjareyjarhöfðinu, og móts-við það, er Elínarboði (126). Jeg heyrði sagt í ungdæmi mínu, að hann væri kendur við Elínu Benediktsdóttur, hálfsystur Boga eldra á Staðarfelli. Þegar hún á efri árum sínum bjó á Klakkeyjum, hafi hún ætlað til kirkju að Dagverð- arnesi og sett upp á boðann, og síðan sje hann kallaður Elínarboði. Sunnan-til á Bæjareynni eru bæjartóftirnar, sem eru vel glöggar, enda er mikið af þeim úr grjóti, og túnblettur kring um þær, sem til þessa tíma hefur verið sleginn. — Rjett niður af tóftunum er vogur, sem kallaður er Bœjaruogur (127), og sjást glöggt naustin í botninum á honum. Vestast á Bæjareynni heitir Vesturhaus (128). Fyrir sunnan Bæjarey er Stekkjarey (129), og fjarar á milli eyjanna um hverja fjöru. Hólmi er á milli eyjanna og verða því tvö sundin. Sundið milli Bæjareyjarinnar og hólmans heitir Guðnýjar-gat (130), og heyrði jeg i ungdæmi mínu, að stelpa sú hefði drepið sig í sundinu við að vaða það of djúpt. Hólminn heitir Guðnýjarhólmi (131). Austan-til í Stekkj- areynni heitir Hræðutangi (132); þó er það reyndar hólmi, sem fellur fyrir um flestar flæðar. Nokkru sunnar er lítill tangi, sem kallaður er Svartbakatangi (133). Útnorðanverðu við Stekkjareyna er Eiriks- vogur (134). í daglegu tali er þetta nafn altaf haft á honum nú; þó þekkja margir, að það er sama og Dímonavogur. Fyrir botni Eiríks- vogs eru stekkjarrústirnar, sem eyin er kend við; þær eru þar í rönd- inni á Klakkurðinni; það er talsvert stór urð, sunnan-undir Stóra-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.