Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 52
54 ferjutollar þá orðnir mikið hærri en nú á dögum; þá 1 alin eða 2 fiskar fyrir hvað um sig: mann með hest, klyfjar af hesti, sauð full- orðinn, eða naut veturgamalt o. s. frv., nálægt þessu hlutfalli. Ferjupóstar þessir eða ferjulög hafa í aðalatriðum haldist óbreytt í rúm 160 ár. Árið 1855 eru gefin út ný ferjulög, lík hinum að sumu leyti. (Sjá Þjóðólf 1856, nr. 16, eða bréfabók Árnessýslu). Þó voru ferjutollar lækkaðir (og mun það hafa verið orðin venja áður, á sum- um ferjustöðum að minsta kosti). Lögin þessi fóru niður fyrir al- genga venju um baggaflutninginn. Fyrir klyfjar og reiðing af hesti skyldi greiða 3U fiskvirðis, en 1 fisk fyrir gangandi mann. Einni öld úður voru ferjutollar helmingi hærri, bæði á Þjórsá og Ölfusá: 2 fiskar eða 4 skildingar spec. fyrir mann, eins og fyrir klyfjar, segir Eggert Ólafsson í ferðabók sinni. Þó að Kallaðarnes væri ekki lögferja lengur en fram um 1600, þá hefur þar lengur verið flutt fólk yfir ána, og jafnvel enn í dag er unt að gera það einstöku sinnum. Sömuleiðis úr Ölfusi austur yfir, frá Arnarbæli til nálægs tíma. 1840 er þess getið, að fólk sé flutt austuryfir ána, bæði frá Arnarbæli og Auðsholti. Þá er eftir að drepa aðeins á hina ferjustaðina hvern um sig. Nes er vitanlega sama og það sem »heitir Ferjunes«. 1840 og lengi þar áður, en síðan er venjulega ritað Óseyrarnes1 *). Það er neðsti ferjustaðurinn við Ölfusá (afstöðu lýst síðast í 1. kafla). Og það er eina ferjan á þessari á, sem er starfrækt enn í dag sumar og vetur, þegar fært er og þörf krefur. Ferja þessi hefur verið á líkum stað í 3 aldir, en hversu mikið lengur er óvíst. (Aldrei er hún nefnd, í 11 bindum Fornbrjefasafns, fram undir miðja 16. öld). Nefnd er hún — svo sem fyr er sagt — 1636, og gat þá vel verið aldar- gömul eða meira. Hitt gat varla verið tiltök, að flytja þarna meðan áin hafði tvo fjarlæga ósa, eða neinstaðar nálægt útfalli, fyrir vegalengd og grynningum, meðan breytingin varaði — ef hún hefur orðið svo mikil, sem áður er gert ráð fyrir. En á meðan og áður ennfremur, hefur verið styttri leið og betri vegur en nú á norðurbökkum Öl- fusár, frá Kallaðarnesferju út í Þorlákshöfn, Selvog, Grindavík og suður um Lágaskarð, sem þá hafa verið fjölfarnar leiðir. 1) Nöfnin Nes og Nes í Flóa eru elst, en líka oft notuð jafnframt Ferjunesi. Jarðabók Á. M. notar það, og Ministerialbækur til 1837 eða lengur, en 1841 er þar komið Oseyrarnes og úr því. Nafnið Oseyrarnes finst þó í Ministerialb. Stokkseyr- arprestakalls 1822. (Eyraroddinn vestan við árósinn, heitir og Óseyri snemma á 14. öld). Líkt er í sýslubókum, Nes, Nes i Flóa og Ferjunes (i sýslubók 1835) heitir líka önnur jörð, við Þjórsá í Villingaholtshreppi. Þar var líka ferjað (yfir Þjórsá) á 19. öld. — Aðgæzluvert, og hefur fundist ranglega talið »Nes á Eyrarbakka«.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.