Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Síða 45
47 biskup lögmanni »að hafa fjögra eða 5 álna löng tré af rekanum á Skeiði, er liggur fyrir utan Ölfusá«. (Varla þó af Hafnarskeiði).1) Aftur er dæmt um rekann á Skeiði 1564, að hann skuli vera æfinleg eign Skálholts- og Arnarbæliskirkna. Enn verða málaferli um reka þennan árin 1632—3, og ganga þá til hæstaréttar. Gísli biskup skrifar þangað, að faðir sinn, Oddur biskup Einarsson, og aðrir biskup- ar í Skálholti, hafi haldið rekanum af Skeiði til stólsins »nu hartt at offuer 200 aar«. Skömmu eftir þetta, 30/5 og 15/6 1636, er bókfærð talsverð runa af rekatrjám, sem skift var á Skeiðinu. Hefur þá Hraun heldur unnið á aftur, því það fær a. m. k. 3A af öllum trjám að 5 — 6 álna fyrir austan Miðöldu. Arnarbæli virðist fá af öllu þar, en Skálholt 3U af lengri trjánum. En fyrir vestan Miðöldu fá staðirnir og sU af öllu saman. 10 árum hér á eftir, 1646, eru enn málaferli og dómar út af sama reka. Eru þeir samhljóða skiftunum, nema að því leyti sem rekaréttur Hrauns er dæmdur til konungs úrskurðar. — Einhver Oddur Brands- son vitnar það, að faðir sinn hafi búið 27 ár á Hrauni. Hafi hann þá hirt minni tré og 6 álna á margnefndum stað, og aðrir fleiri er þar hafi búið. Fyrir þessum dómi lágu vitnisburðir fjögra vitna á sjötugs og áttræðrsaldri. Vitni þessi höfðu heyrt eftir eldri mönnum, að út- fall Ölfusár hefði verið við Miðöldu einhverntíma fyrir þeirra minni. Og sum vitnin höfðu heyrt kallaðan Skerðingarhólma fyrir austan þetta útfall.2) — Af öllum þessum vitnisburðum og dómum er aug- ljóst, að þegar fyrir siðaskiftin eru glataðar skriflegar frumheimildir Skálholtsstóls fyrir rekanum á Skeiði, ef þær hafa nokkru sinni verið til. Enginn þeirra biskupa, sem nefndír voru, getur rakið þessa heimild lengra aftur í liðinn tíma, en á 14. öld. Eignaheimildin að rekanum á Hraunsskeiði, hvíldi því á hefð, vitnisburðum og dómum. Og hún er þá að vísu orðin séreignarkvöð í Hraunslandi — rétt eins og algengt er um fjörur kirkna á bændaeignum. Hraun var ekki stólsjörð. Skálholtskirkja hélt því reka þessum 1) Sjá Fbrs. XI 447, 472, 481; og XII. 307: 1551 seldi Erlendur lögmaður jörðina Hraun, með öllum gæðum »að undanteknum öllum stórtrjám á Hrauns- rekum 6 álna löng og stærri«, Ögmundi »bónda« Eyjólfssyni. — Feðgarnir höfðu átt jörðina í 50 ár. 2) Bréfabækur Gísla biskups I. bls. 43, 364, II. bls. 242 o. fl. stöðum — Talsvert bar á trjástuldi af rekanum á þessum árum, og það svo frekt, að ferju- manni (Jóni Þorbjörnssyni) í Nesi var bannað að flytja rekatré yfir Ölfusá, nema þar með fylgdi sönnun fyrir eignarheimild.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.