Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1927, Qupperneq 13
Frásögn Landnámabókar um landnám í Skagafirði. Nokkrar athugasemdir eftir Margeir Jónsson. I. Sjálfsagt munu allir þeir, sem lesið hafa Landnámabók, verða á eitt sáttir um það, að hún sje ómetanlegt grundvallarrit í ættvísi og fornum örnefnalýsingum á landi hjer. Og ásamt íslendingabók Ara fróða, leggur hún til traustustu steinana i undirstöðu sögunnar, þótt fleiri rit komi þar til hjálpar. En Landnáma er gædd fleiri afburða kostum. Hvergi í íslenzkum bókmentum finnast kjarnyrtari frásagnir, enn einmitt þar. Sumum þykir stíllinn þur og fjörlítill, en þeir gæta þess eigi, að höfundarnir1) forðast alla mælgi, og það svo mjög, að tæplega finst fróðleikslaus setning í allri bókinni. En þótt Landnáma sje með dýrustu gersemum þjóðlegra fræða, þá er ekki þar með sagt, að hún sje gallalaus. Allvíða má finna skekkjur í einu og öðru atriði; en hvergi gætir þeirra vansmíða svo mikið, að eigi sje umbótahæft með aðstoð annara rita frá 13. öld. En miklu oftar kemur Landnáma samt þeim ritum til stuðnings og upplýsandi leiðbeininga í öðrum atriðum og mun að því leyti eiga »inni«, frekar en hitt2). Þegar litið er á þá örðugleika, sem Landnámuhöfundar hafa átt við að stríða, gegnir það mikilli furðu, hversu sveitalýsingar allar eru 1) Jafnvel þótt líkur sjeu til þess, að frumhandrit Landnámu sje samið af einum manni, miða jeg auðvitað við þá gerð Landnámu, sem nú þekkist — og bygð er aðallega á þremur handritum — Sturlubók, Hauksbók og Melabók, þótt það sjeu afskriftir eldri rita i einhverri mynd. (Sjá t. d. Ir'iledning — eftir dr. Finn Jónsson — bls. XV. framan við útg. Landnámabókar 1925). 2) Dr. Björn M. Ólsen hefur gert fróðlegan samanburð á ýmsum atriðum í Egilssögu, Gullþórissögu (= Þorskf.s.), Laxdælu og Hænsa-Þórissögu við Land- námu. — (Sjá Aarböger for Nordisk Oldkyndighed ár 1904 og 1905). Vitna má og einnig i þessu sambandi til ritgerðar dr. Guðbr. Vigfússonar:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.