Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 16
6 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sumarpakkinn 2000 III Grín, spenna og svolítil ást Jackie Chan, Wayans-bræður, Travolta, Tim Roth, Jennifer Lopez, Lisa Kudrow, Keanu Reeves og Gene Hackman. Arnaldur Indriðason heldur áfram að kynna helstu sumarmynd- irnar, sem brátt koma hingað í bíóin frá Hollywood. SÚ MYND sem einna mest hefur komið á óvart í Bandaríkjunum í sumar hvað vinsældir varðar er gamanmyndin Scary Movie eða Hræðslumynd eftir Keenan Ivory Wayans. Hún fékk rífandi góða aðsókn frumsýningarhelgina fyrir skemmstu og stefnir í að verða ein af vinsælustu myndum sumarsins en hún skopstælir unglingahroll- vekjur eins og Scream og þess- háttar myndir. „Það þolir enginn þessar hryll- ingsmyndir,“ er haft eftir Wayans, sem áður hefur grínast á svipaðan hátt ásamt bræðrum sínum með svertingjahasarmyndir. „Persón- urnar eru svo heimskulegar. Ég meina, hversu oft þarf brjálæðing- urinn að hringja í þig áður en þú tekur símann úr sambandi?“ Marl- on Wayans og Shawn Wayans fara með hlutverk í myndinni ásamt Carmen Electra. Gleðilegir endurfundir Jackie Chan nýtur mik- illa vinsælda um heim all- an en hann, sem áður starfaði í Hong Kong, er núna farinn að gera myndir sínar í Holly- wood. Sumarmynd hans í ár heitir Shanghai Noon eða Shanghai- hádegi og gerist á nítjándu öld. Chan leikur lífvörð keisar- ans sem reynir að hafa uppi á keisara- dótturinni þegar henni er rænt og fylgir slóð hennar til Bandaríkjanna. Þar fær hann aðstoð kú- reka, sem Owen Wilson leikur, en samskipti þeirra eru ákaflega stirð. Chan á sjálfur hugmyndina að Shanghai Noon og segist hafa verið að leita að ein- hverju sem bæði aðdáendur hans í Asíu og Ameríku gætu sætt sig við. „Þetta er félagamynd,“ er haft eftir mótleikara Chan, Owen Wil- son. „í byrjun höfum við skömm hvor á öðrum en þegar líða tekur á söguna batna samskiptin og við skynjum að við getum haft not hvor af öðrum. Nora Ephron (Svefnvana í Seattle) sendir frá sér nýja mynd í sumar sem heitir Numbers eða Númer. „Fólk mun sjálfsagt eiga í nokkrum erfiðleikum með að skilja út á hvað þessi mynd geng- ur,“ er haft eftir leikstjóranum. „Þetta er fyndin mynd,“ segir hún, „en söguþráðurinn er flókinn." Sagan mun vera byggð á sönn- um atburðum en Nora líkir mynd- inni við Fargo eftir Coen-bræður. John Travolta fer með aðalhlut- verkið og leikur veðurfræðing í Pennsylvaníu sem hyggst græða á sölu sérútbúinna bíla en kemst í verulega vond mál þegar ekkert gengur. Hann kemst í kynni við lottóstúlkuna Richards, sem Lisa Kudrow leikur, og eiganda nektar- dansstaðar, sem Tim Roth leikur, en þau hyggjast svindla á ríkis- lottóinu. John Cusack í myndinni High Fidelity sem byggir á skáldsögu Nick Hornbys. mynd þetta árið sem heitir The Replacements eða Varaliðið og er eftir Howard Deutch. Hún segir frá því þegar ruðningskappar fóru í verkfall árið 1987 og hvernig lið- ið Washington Sentinels bjargaði sér með því að ráða í liðið vara- menn, áhugamenn og þá sem höfðu þegar lifað sína bestu daga í boltanum. Þar á meðal er Reeves, sem áð- ur var fræg fótboltastjarna, og Gene Hackman, sem hættur er sem þjálfari en er fenginn til þess að reyna að móta sæmilegt lið úr varaskeifunum. Deutch fór með leikarana í þjálfunarbúðir þar sem þeir lærðu á ameríska fótboltann og komu sér í form og mun Reeves hafa vakið nokkra athygli sem efnilegur ruðningskappi. Frá London til Chicago Amy Heckerling, sem gerði Clueless fyrir fimm árum, sendir frá sér aðra unglingamynd þetta sumarið sem heitir Loser. Jason Biggs úr American Pie og Mena Suvari úr Amerískri fegurð fara með aðalhlutverkin og leika nem- endur í New York-háskóla. Hann er skotinn í henni en hún er skotin í bókmenntakennaranum sínum, sem Greg Kinnear leikur. Fáir eru sagðir sýna unglingum jafnmikinn skilning í bíómyndum og Heckerling og segist hún ekki hafa hugmynd um hvaðan það kemur. „Ég get ekki sagt að ég skilji fólk sem segir að Backstreet Boys og ’N Sync séu uppáhalds- hljómsveitirnar sínar en það er sumt í lífinu sem við eigum öll sameiginlegt." Woman on Top heitir ný mynd Penélope Cruz sem leikstýrt er af brasilíska leikstjóranum Fina Torres en þetta er fyrsta myndin sem Torres gerir á ensku. Þetta er rómantísk gamanmynd sem fjallar um brasilíska konu er fer frá kvennabósanum eiginmanni sínum og flytur til San Francisco þar sem hún kynntist meðal ann- ars kynskiptingi, sem Harold Perrineau leikur. Loks má geta High Fidelity sem byggð er á sögu eftir breska rithöfundinn Nick Hornby með John Cusack í aðalhlutverkinu. Myndin var gerð í Bandaríkjunum og sögusviðið var flutt frá London til Chicago. „Við töluðum við Nick um það og hann sagði að sagan hans væri um allt annað en landa- fræði,“ er haft eftir Cusack. Cusack á helminginn í handritinu og er einn af framleiðendum myndarinnar en leikstjóri er Stephen Frears. Meðal leikara má nefna Catherine Zeta-Jones og Tim Robbins en Bruce Spring- steen mun einnig bregða fyrir í myndinni. Gene Hackman og Keanu Reeves í íþróttadramanu The Re- placements eða Varaliðinu. Jackie Chan í sumarmyndinni Shanghai Noon þar sem hann leikur keisaralegan lífvörð í villta vestr- inu. Úr nýjustu mynd Amy Heckerling, Loser, sem gerist á meðal táninga. Travolta og Roth hafa ekki leikið saman síðan þeir voru í Pulp Fiction og voru endurfundirnir hinir ánægjulegustu að sögn Travolta. „Við skemmtum okkur rosalega vel,“ er haft eftir leikar- anum. Myndin markar nokkur þáttaskil fyrir leikstjórann Ephr- on sem hingað til hefur nær ein- göngu fengist við gamansamar ástarmyndir. I þessari mynd eru framin morð, sem var henni al- gerlega ný reynsla. í likama annars manns Ég fæddist til þess að elska hana eða I Was Made to Love Her er ný gamanmynd með Chris Rock sem er endurgerð á endur- gerð. Chris hitti leikarann Warren Beatty fyrir nokkru og settist eftir það niður með nokkrar af mynd- um hans og hreifst sérstaklega af einni þeirra, Heaven Can Wait, frá 1978. Hún er endurgerð Beatty á myndinni Here Comes Mr. Jordan frá árinu 1941 og þar sem Chris sat og horfði á hana laust því nið- ur í kollinn á honum að hann gæti vel gert svona mynd. „Það héldu allir að ég væri bil- aður,“ segir Chris Rock. „Þetta er Warren Beatty-mynd, sagði fólk. Þú ert ekki myndarlegur.“ Sagan fjallar um mann sem er kallaður til himna fyrir mistök og sendur aftur til baka i líkama annars manns. Rock leikur ófyndinn brandarakarl sem á í miklum brösum í einkalífinu en snýr til baka í líkama miðaldra, feitlagins, hvíts manns. „Myndin er betri með svertingja í aðalhlutverkinu,“ segir Chris Rock. „Warren Beatty sagði mér það og það er rétt hjá honum.“ Leikstjórar myndarinnar eru Chris og Paul Weitz (American Pie). Jennifer Lopez fer með eitt aðalhlutverkanna í nýjum sumartrylli sem heitir The Cell eða Klef- inn. Myndin segir frá eltingarleik lögreglunn- ar, Lopez og Vince Vaughn við geðsjúkan fjöldamorðingja, sem Vincent D’Onofrio leik- ur. Nýjasta fórnar- lamb hans er falið neðanjarðar og lög- reglan hefur aðeins tvo sólarhringa til þess að hafa uppi á því. D’Onoírio kynnti sér til hlítar hugsun- arhátt og hegðun fjöldamorðingja með lestri bóka og rannsókna á fjöldamorðingjum og var farinn að fá martraðir und- ir það síðasta. Keanu Reeves leikur í sumar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.