Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 15
MORGUNB L AÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 B Hl Lúkas Kárason vinnur myndir úr rekavið Skemmir stundum skárri fötin LÚKAS Kárason sýnir nú í fyrsta skipti myndverk sín opinberlega í grunnskólanum á Drangsnesi í Kaldraneshreppi. piafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, opnaði sýninguna formlega en Stranda- menn færðu forsetanum eina af myndum Lúkasar að gjöf þegar forsetinn var í opinberri heim- sókn í Strandasýslu. Hefur farið víða Lúkas vinnur verk sín í rekavið af Ströndum en líkt og rekaviður- inn hefur Lúkas þvælst víða. Hann ólst upp á Drangsnesi og stundaði sjómennsku við fsland áður en hann flutti til Noregs. I Noregi vann Lúkas Iengi íyrir þróunar- hjálp Norðmanna og Svía. Starf hans fólst m.a. í að kenna sjó- mennsku í mörgum löndum, m.a. í Tansaníu, Angóla og Víetnam. Þegar Lúkas fluttist aftur til Is- lands reyndi hann m.a. fyrir sér á grásleppuveiðum frá æskuslóðun- um í Drangsnesi. Myndir geymdar í rekadrumbum Ef ekki gaf til grásleppuveiða rölti Lúkas gjarnan um fjörurnar en víða má finna rekavið á Strönd- um. „Það er nú þannig að þegar maður labbar í fjörunum og sér svona drumba þá er hægt að sjá Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Lúkas Kárason við eitt verka sinna. ýmislegt út úr þeim,“ segir Lúkas. Hann reynir að láta hið upp- runalega form rekaviðardrumb- anna halda sér sem best. „Ég hegg aldrei burt kvisti, nota þá mikið, þeir gefa þessu svip. Stundum eru þetta spýtur sem enginn hirðir, þær eru svo fúnar. Svo hreinsar maður í burt allt sem heitir fúi en það er alltaf einhver kjarni eftir sem myndar skemmtileg form,“ segir Lúkas. Dýrt í fötum Lúkas segist hafa geysilega gaman af þessari vinnu sinni og gleyma sér auðveldlega við mynd- skurðinn. „Ég vinn alveg geysi- lega mikið og þetta er dýrt hjá mér. Ekki í verkfærum, heldur í fötum. Ég gleymi mér oft og fer að vinna við þetta í betri fötunum sem oft eyðileggjast. Konan mín skammar mig oft fyrir þetta,“ segir Lúkas. Hann segist ávallt hafa haft gaman af því að tálga en hann hóf myndskurð af alvöru fyrir fjórum árum. „Ég var kom- inn á þann aldur að maður fékk hvergi vinnu. Ég á bágt með að vera iðjulaus, þarf helst alltaf að hafa eitthvað f höndunum að dunda við. Það var nú aldrei mein- ingin að halda neinar sýningar, ég var að þessu meira fyrir sjálfan mig og mér til ánægju. Svo safn- aðist þetta saman heima og fólk fór að dást að þessu,“ segir Lúkas sem stefnir að því að halda aðra sýningu þegar hann verður sjö- tugur á næsta ári. ... iJJJíJ í leðri og áklæði *...........~....................................1 i Sófasett, hornsófar og sófasett 3+2 Hjá okkur eru Visa- og Euro-raðsamningar áýísun á staðgreiðslu l Mikið úrval af sófasettum, stökum, sófum og hornsófum frá heimsþekktum framleiðendum deSede ofSwitzeriand n.eilersen a/s > usgogn Ármúla 8-108 Reykjavik Sími 581-2275 ■ 568-5375 ■ Fax 568-5275 20-70% aftláttur Barnafatnaður Aðeins góð vörumerki. SÉRVERSLUN MEÐ BARNAVÖRUR Síðumúla 22-108 Reykjavík • Sími 581 2244 • Fax 581 2238 Múrarar - verktakar byggingameistarar STEUVIINGARLÍM Margir litir ÚTIPÚSSNING Margir litir — 3 tegundir RAPPMÚR Inni/úti 1 j -y Traust íslensk múrefni síðan 1972 j '« 65 LÉTTIÐ vinnuna og MARGFALDIÐ afköstin með ELGO múrdælunni! Leitið tilboða! i I steinprýði Stangarhyl 7, Rvík Sími 567 2777 Fax 567 2718 UTSALAN hefst í fyrramálið kl. 9.00 —VErálisfirui— v/ Laugalæk .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.