Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 B 5 Ljósmynd/Haukur Hauksson Villi á Ijósmyndasýningu sinni á netkaffihúsinu „Screen" í Moskvu. Róbert Jóhann Stárqvist, faðir Villa, klæddur í búning liðsforingja sovéska flughersins með soninn í fanginu. Myndin er tekin á Ijós- myndastofu í Moskvu 1963, þegar Villi er eins árs. 3SSR“, og honum vegnar vel í því starfi allt til ársins 1941. Við sumar- ■íólstöður það ár kl. 6 að morgni 22. júní gera hersveitir Þýskalands Hitl- 2rs árás á Sovétríkin samkvæmt Barbarossa-áætluninni, Þýskaland 3g ýmsar vinveittar stjórnir gerðu innrás í Sovétríkin frá Hvítahafi í norðri til Svartahafs í suðri. Þrátt fjTÍr ótrúlegan árangur í ayrjun stríðsins náðu Þjóðverjar 2kki að leggja undir sig Moskvu þar sem Stalín vakti heilu sólarhríngana í Kreml yfir sig undrandi á þessum svikum Hitlers. Wehrmacht - her Þriðja ríkisins - tók Jasnaja Poljana berskildi og svívirtu Þjóðverjar með- il annars gröf skáldsins Lévs Tolstoj. Þar sem Jóhann Stárqvist var sænskur og sannur Germani eða aríi töldu Þjóðverjai- hann til sinna manna og vildu fá hann til samstarfs m hann neitaði og hélt áfram störf- am við járnbrautirnar. í ónáð Við það féll hann í ónáð hjá þýska setuliðinu og eitt sinn að vetrarlagi skipuðu Þjóðverjar honum að hreinsa snjó af teinum sem og hann gerði, sennilega af gömlum vana eða B.t.v. var honum hótað. Þetta fréttist til sovéska innanríkisráðuneytisins NKVD sem var leyniþjónusta Stalíns og þegar Rauði herinn frelsaði hérað- ið var Jóhann Stárqvist handtekinn sem samstarfsmaður Þjóðverja og óvinur sovéskrar alþýðu og sendur í hinar ilh'æmdu SMERSH-sveitir sem voru fluttar beint til vígstöðv- anna við Stalingrad. SMERSH er skammstöfun á tveimur rússneskum orðum „SMERT SHpionam“og þýðh- „dauði njósnurum". Þetta voru „sér- sveitir" þar sem safnað var saman njósnurum, glæpamönnum, bröskur- um og öðrum „óvinum" fólksins, en SMERSH-menn voru fallbyssufóður í eiginlegri merkingu. Sveitirnar voru oftast sendar út í opinn dauðann og notaðar í ýmis sér- verkefni, svo sem að ganga yfir jarð- sprengjusvæði eða „kamikaze"- sjálfsmorðsaðgerðir gegn óvininum. Svíinn Jóhann Stárqvist féll í hinni miklu orrustu um Stalingrad vetur- inn 1942-43 og er grafinn einhvers- staðar í fjöldagröf í nánd við borgina, sem heitir Volgograd í dag. í blóm- legum sveitum Volgugarðs liggja hátt í milljón manns í fjöldagröfum, um 200.000 þýskir hermenn og af- gangurinn liðsmenn Rauða hersins og aðrir sovétborgarar, einn sovét- hermannanna var ungur Svíi, sem átti bam með íslenskri konu, Jóhann Stárqvist að nafni. Guðrún Linda er nú orðin ekkja með 5 ára einkason sinn og á erfitt líf í sveitinni þegar enn eru tvö og hálft ár til hins langþráða sigurs. Eftirstríðsárin einkennast af ótrú- legu striti og vinnuaga við að reisa hið stóra land úr rústum föðurlands- styrjaldarinnar miklu eins og Rússar kalla heimsstyi'jöldina síðari. Sonurinn Róbert Jóhann Stárqvist gengur í skóla og er afbragðs náms- maður. Hann gegnir herþjónustu og er tal- inn fyrirmyndarhermaður í Rauða hemum, bæði í íþróttum sem hann stundar í íþróttafélagi hersins, CSKA, og í bóklegu námi. Róbert Jóhann fær meðmæli for- ingja, hann ákveður að vinna sér frama innan hersins og kemst í Fmnze-stórskotaliðsakademíuna í Moskvu. Hann þjónar í Austur- Þýskalandi til 23 ára aldurs en her- þjónusta byrjar við átján ára aldur í Rússlandi. Róbert Jóhann þjónar í fimm ár þó að herskylda í Sovétríkj- unum hafi aðeins verið tvö ár. í Austur-Þýskalandi kemst hann næst fósturjörðinni Svíþjóð, sem hann yfirgaf fyrir fullt og allt um hálfs árs að aldri haustið 1937. Ró- bert Jóhann fór aldrei vestur yfir , járntjaldið" eftir það. Eins og marg- ir urigir menn í Rússlandi giftist hann strax eftir herþjónustu og sú heppna var stúlka úr sveitinni sem hann kynntist sem unglingur á æskustöðv- unum þar sem móðir hans Guðrún bjó í Túla-héraði. Þau giftust árið 1960 og eignuðust soninn Vitalí eða Villa árið 1962 eins og fyiT er getið. í nánd við dauðann Dauðinn hefur alltaf verið nálægur Villa en hann er fullviss um að líf sé eftir dauðann enda hefur hann ríka reynslu sjálfur í þeim efnum. Tvisvar hefur hann dáið klínískum dauða og komist í annan heim, fyrst í grennd við Moskvu og síðan í Afganistan. Hann segir að það sé eins og að hræðast skugga sinn að hræðast dauðann og að í Eddu sé því lýst hvemig farið sé milli heima á mörk- um lífs og dauða. Villi hefur upplifað marga hai-mleiki en hefur ekki látið LANCÖME >éá LANCÖME dekrar við þig með þessum frábæru nuddáhöldum* þegar þú kaupir tvo hluti fyrir líkamann, t.d. róandi baðolíu og nærandi húðmjólk eða sturtusápu og orkugefandi ilm. Fæst eingöngu á Lancöme útsölustöðum: REYKJAVlK: Árbaejarapótek, Glassibaer snyrtivöruverslun, Gullbrá Nóatúni, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Lyf og heilsa Austurveri, Mist snyrtistofa/verslun Spönginni, Sara Bankastraeti, Sigurboginn Laugavegi, Snyrtimiðstöðin Lancome snyrtistofa Kringlunni, Andorra Hafnarfirði, Bylgjan Hamraborg, Nesapótek, Fína Mosfellsbae. LANDIÐ: Amaró - Hjá Maríu Akureyri, Apótek Ólafsvíkur, Egilsstaðaapótek, Krisma ísafirði, Miðbaer Vestmannaeyjum, Rangárapótek Hellu og Hvolsvelli, Sauðárkróksapótek, Lyf og Heilsa Selfossi, Siglufjarðarapótek Siglufirði, Verslunin Peria, Akranesi. r.. | wwwlancome.com j* ^mbl.is I LLTTAf= ŒITTH\SAÐ NÝTT~ _ Mundu eftir debetkortinu næst þegar skilagjaldsskyldum drykkjarumbúðum er skilað á endurvinnslustöðvum SORPU sprun m www.spron.is flokkum og skilum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.