Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 B 3 Saye Cole frá Líberíu tók sig vel út í þjóðbúningi sínum þegar hann kvaddi Tony Macoun. hér fyrir fatlaða nemendur? „Það er ekki ákveðinn kvóti, en við erum á hverju ári með ákveðinn hóp fatlaðra einstaklinga, sem eru hér á sömu forsendum og aðrir, að þeir eru góðir námsmenn og voru valdir til þess að koma hingað til náms. I ár eru þeir ellefu talsins. Einnig erum við með ákveðinn fjölda nemenda sem eru frá SOS-þorpunum og í ár eru þeir nemendur þrettán talsins. Þeir nemendur er hér einnig á sömu forsendum og aðrir, vegna góðra námshæfileika. Þessar tölur eru breytilegar frá ári til árs, en þó er fjöldinn ávallt svipaður." EKKI BARA LÆRT Á BÓKINA Nú er þetta fremur óvenjuleg sam- setning nemenda, hvað námshæfl- leika varðar, því flestir ef ekki allir koma úr efstu tíu prósentunum, eða jafnvel efstu fimm prósentunum í sínu heimalandi. Hvernig vegnar þeim hér - er ekki gífurleg sam- keppni og hvert fara svo bestu nem- endurnir héðan? „Það er kannski svolítið um það fyrstu vikurnar og mánuðina á með- an nemendurnir eru að læra að fóta sig og átta sig á skólanum, umhverf- inu, sambýlisfólki sínu, kröfunum og forgangsröðinni, að sumum hlaupi kapp í kinn. En um leið og hver og einn fer að átta sig þá breytist þetta allt. Sumir halda sínu striki, reynast frábærir námsmenn og skila topp- árangri í öllum greinum; aðrir ákveða að nota tímann hér á annan hátt, læra meira af félögunum, félagslífinu, um- hverfinu og því sem nágrennið hefur upp á að bjóða, en láta námið svolítið sitja á hakanum. Ekki þannig að nokkur komist upp með að hunsa námið algjörlega á meðan hann dvelur hér, en við reyn- um samt eftir megni að starfa þann- ig, að hver og einn nemandi þurfi MAGDALENA BASTÍAS GARCÍA - 18 ára frá Chile. Ætlar í háskóla- nám í heimalandi slnu næsta ár. aði að byrja með IB-kennslu rétt eft- ir að ég fór þaðan og ég hafði þess vegna áhuga á að fara í slíkt nám. Svo þegar ég sá auglýsinguna aft- ur í fyrra ætlaði ég ekki að sækja um, en mamma hvatti mig til þess og ég sló til og fékk skólavist. Mér finnst ég hafa grætt ótrúlega mikið á dvölinni héma í sambandi við alþjóðleg samskipti. Eins finnst mér það lærdómsríkt og þroskandi að vera svona að heiman og verða að bera ábyrgð á mér sjálf. Ég verð sjálf að skipuleggja allt mitt nám, tíma og frístundir. Hér hugsar enginn fyrir mig eða skipuleggur fyrir mig. Vináttan við aðra nemendur er Það var ótrúlegur fjölbreytilelkl í klæðaburði nýstúdentanna við útskriftina. Hér er Nive frá Grænlandi í glæsilegum þjóðbúningi sínum að kveðja rektor sinn, Tony Macoun. Forseti SOS-þorpanna, Helmut Kut- in, sagðist við skólaslitin vera faðir 50 þúsund barna í heiminum. fyrst og síðast að taka ábyrgð á sjálf- um sér og sínu námi. Næsta háskólaár munum við eiga um 30 nemendur á fullum skóla- styrkjum í virtum háskólum eins og Yale, Harvard, Princeton, Worldly, Smith, Tafts, Middlesboroughy, McAlistair, Comell - öllum virtustu háskólum Bandaríkjanna og sömu sögu er að segja um bresku háskól- ana. Næsta skólaár verða nemendur frá okkur í Oxford, Cambridge og bestu skólunum í London og svo framvegis. Það er undir nemendum okkar komið hversu góðum námsárangri þau ná hér hjá okkur. Við leggjum til hinn almenna grundvöll sem þau þurfa á að halda til þess að fá hér góða menntun, en vinnan verður að vera þeirra og ef þau leggja hana ekki á sig verður árangurinn í sam- ræmi við það. Það er alltaf val hvers og eins hversu mikla vinnu hann leggur á sig. Eg er enginn sérstakur talsmaður þess að nemendur hér geri ekkert annað en læra á bókina - þau komu ekki hingað til þess fyrst og fremst, heldur til þess m.a. að læra á bókina, en um leið að kynnast heiminum með því að kynnast öðrum nemendum frá ólíkum heimshlutum, miðla af sinni reynslu og meðtaka og læra af reynslu annarra." SAMSTARF VK> RAUÐA KROSSINN Nú ber þessi skóli ekki bara heiti keðjunnar, United World College, heldur einnig Red Cross Nordic. Hver eru tengsl skólans við Rauða krossinn og hvaða áhrif hafa þau tengsl á námið og námsskrána? „Rauði krossinn gegnir lykilhlut- verki í okkar starfi og við eigum frá- bært samstarf við hann. Við leggjum mikið kapp á að koma því til skila til nemenda okkar, að stór hluti þess vanda, sem við eigum við að glíma í heiminum í dag, er tilkominn vegna eigingimi okkar sjálfra. Til þess að breyta heiminum til hins betra, þurf- um við að átta okkur á því, að lífið snýst ekki og á ekki að snúast um það að hrifsa til okkar það sem okkur líst á okkur sjálfum til hagsbóta heldur að deila með öðrum. Starf Rauða krossins, samstarf og nálægð, gerir það að verkum að okk- ar nemendur eru sér betur meðvit- andi um það sem aflögu hefur farið í heiminum, en gengur og gerist um jafnaldra þeirra annars staðar í heiminum." HUGMYNDAFRÆÐI í FULLU GILDI Nú ert þú að hverfa til annarra starfa eftir fimmtán ára starf hjá UWC. Ert þú þeirrar skoðunar að hugmyndafræði frumkvöðlanna, sem hleyptu fyrsta skólanum af stokkun- um í Suður-Wales fyrir tæpum fjöru- tíu árum, sé enn í fullu gildi? „Það er ekki nokkur vafi í mínum huga, að grunnhugmyndin var og er rétt. Svona skóli hefur áhrif á hugsun ungs fólks, mótar hana og breytir til hins betra. Arið 1962 var ekki mikið um alþjóðleg samskipti á borð við þau sem hér tíðkast fyrir þennan aldurs- hóp. Síðan þá hefur heimurinn nátt- úrlega breyst alveg gríðarlega og skroppið saman. Alþjóðleg samskipti eru margföld á við það sem var. Samt sem áður held ég að hug- myndafræðin á bak við skólakeðjuna UWC sé einfaldlega svo jákvæð, upp- byggileg og góð, að hún sé sígild. Þótt ungmenni heimsins eigi þess kost í ríkari mæli í dag, en fyrir fjörutíu ár- um að eiga alþjóðleg samskipti á næstum hvaða hátt sem þau óska sér, þá er það starf sem fram fer í þessari skólakeðju einstakt og mun eiga sér hlutverk í framtíðinni, hvað sem öll- um breytingum líður.“ Tony er greinilega orðinn óróleg- ur, því miklar annir eru framundan og minna en sólarhringur þar til skólaslit eiga sér stað. Því er tíma- bært að þakka fyrir sig og leita uppi viðmælendur úr hópi nemenda, sem hafa lofað mér svolítilli innsýn inn í sinn hugarheim. frá Súdan-Úganda, á lelð í háskóla- nám vid Colby í Main. einnig mjög dýrmæt. Það er alveg frábær andi í herberginu mínu og okkur finnst gaman að dekra svolítið hver við aðra. Fyrsta önnin var alveg frábær, en svo urðum við pínu pirr- aðar hver á annarri, en núna er þetta alveg frábært á nýjan leik. Það sem mér veitist erfiðast í nám- inu eru raungreinarnar. Rröfurnar eru óti'úlega miklar - miklu meh-i en heima. Ég er í líffræði og hef fært mig niður um stig í stærðfræðinni. Ég er núna í því sem snillingarnir hérna kalla „aulastærðfræði“,“ segir Marínoghlær. Cathiyn O’Sullivan frá Jamaíka er 18 ára. Það var eins með hana og Peti - vinkona hennar heima á Jamaíka sagði henni frá UWC. KOMIN Á FREMSTA HLUNN MEÐAÐFARA „Dvölin hérna hefur verið fjöl- breytileg og gefið mér margt. Hún hefur þreytt mig, stressað, phrað og fyllt mig vonleysi. Stundum hef ég verið komin á fremsta hlunn með að fara héðan. En hún hefur einnig glatt mig, stundum óumræðilega og stundum bara pínulítið. Og nú þegar þessi tvö ár eru að baki og við erum að fara heim eftir nokkra daga vil ég alls ekki fara og hugsa með hryllingi til þess að þurfa að kveðja alla vini mína. Það besta sem hefur komið út úr þessari námsdvöl minni hérna er vin- áttan við aðra nemendur. Sumir era svo góðir vinir mínir, að ég veit að þeir verða vinir mínir til æviloka - ég vona það að minnsta kosti. Ég fer í háskólanám í Bandaríkj- unum og er búin að fá skólavist og skólastyrk við MacAlistair-háskóla." VINIRNIR HÉR ERU EINS OG FJÖLSKYLDA MÍN Magdalena Bastías García, 18 ára yngismær fi'á Chile, er alltaf kölluð Malle. Hún kynntist stúlku þegar hún var 12 ára, sem hafði verið nem- andi UWC. Þá ákvað hún að sækja um þegar hún hefði aldur til. „Mig langaði alltaf tO þess að fai-a snemma að heiman og var farin að þrá það þegar ég var 16 ára. Ég var knúin áfram af ævintýraþrá og löngun til að standa á eigin fótum, ekki það að ég hefði það svo slæmt heima hjá mér. Það sem ég á eftir að búa að alla tíð eru vinir mínir héma. Hér hafa myndast ótrúleg vináttubönd. Við höfum staðið þétt saman þegar eitt- hvað hefur bjátað á, við höfum grátið saman, við höfum glaðst saman. Mér þykir svo vænt um vini mína héma, að þeir era mér eins og fjölskylda mín. Fræðilega séð var bakgrannur minn afar rýr, þannig að ég hef þurft að hafa mikið fyrir hlutunum - stundum svo mikið, að ég hef verið nálægt því að gefast upp. Enskan mín var til dæmis alveg sérstaklega léleg til að byija með, en allt kom þetta nú einhvern veginn. Nú fer ég aftur heim til Chile, reynslunni ríkari og með mitt IB- próf og sæki um háskólavist heirna." FANNST HRYLLILEGA KALT HÉRNA Charles Benson Data er 19 ára Afríkubúi. Hann er fæddur í Súdan, en flúði til Úganda þegar hann var níu ára, þegar mikil átök vora í heimalandi hans. Hann segist vera frá Súdan-Úganda. „Ég komst að tilvist UWC-skóla- keðjunnai- með því að lesa auglýs- ingu í dagblaði í Úganda. Ég varð Öllum leið- ist tiltekt ANDRÚMSLOFTIÐ gerist vart al- þjóðlegra en það er í RCNUWC. Hið opinbera mál er cnska og öll kennsla fer fram á ensku, en maður getur á ferð sinni um skólann átt von á því að heyra nánast hvaða tungumál sem er. Það er auðvitað alþjóðlegt að vera unglingur - hver sem trúar- brögðin, litaraftið, menningarlegur bakgrunnur og fieira er, þá er það miklu fleira sem sameinar unglinga heims en aðskilur þá. Augljóslega leiðist öllum 200 nemendunum í RCNUWC tiltekt. Þess báru „rusla- haugarnir", herbergin þeirra, glöggt vitni, sem ég, vel að merkja, fékk ekki að mynda. Samskonar tónlist hljómar fram á gang í heimavistarhúsunum fimm, sama hverrar þjóðar íbúar vistanna eru. Myndskreytingar á veggjum eru keimlíkar, fatasmekkur nemend- anna sömuleiðis, en hann breyttist að vísu mjög greinilega þegar að útskriftardegi kom, því þá voru út- skriftarnemendur yfirleitt mjög fallega, en um leið þjóðlega, klædd- ir. Heimavistarhúsin eru fimm og hvert kennt við eitt Norðurland- anna; hús Danmerkur, hús Finn- lands, hús íslands, hús Noregs og hús Svíþjóðar. I hveiju húsi búa 40 nemendur í átta, rúmgóðum fimm manna her- bergjum með kojum, þar sem hægt er að tjalda fyrir og hverju her- bergi fylgir gott baðherbergi. Þvottahús staðarins ber hið virðulega nafn Kofi Tómasar frænda („Uncle Tom’s Cabin'j. Leiðinlega Dale Norska sjónvarpið gerði 14 þátta röð um skólann, sem sýnd var viku- lega seinni hluta siðastliðins vetrar. Sjónvarpsmenn fylgdust með lífi nokkurra nemenda frá ólíkum heimshornum í ákveðinn tíma og nemendurnir upplýstu norska sjónvarpsáhorfendur um líðan sína, bakgrunn, væntingar, vini og jafn- vel ástalíf. Eitthvað virðast þættirn- ir hafa fallið í hijóstrugan jarðveg í nágrenni skólans, því einn ncmand- inn lét þau orð falla að það væri nú lítið spennandi sem næsta umhverfi byði upp á. Ekkert væri við að vera f fásinninu og fámenninu. Hvað á maður svo sem að gera sér til skemmtunar í leiðinlega Dale (Bor- ing Dale)? spurði hann og yppti öxl- um. Við útskriftina fengum við for- eldrarnir í hópi gesta að heyra það frá fleiri en einum norskum ræðu- manni að þeir væru frá „Boring Dale“! I hvert sinn sem ræðumaður lét slík orð falla, að vísu í gríni, skellihló útskriftarhópurinn. forvitinn og fékk um leið áhuga á að reyna að fá skólavist í svona alþjóð- legum menntaskóla. Ég tók þátt í landskeppninni um skólasæti og hér er ég. Ég hef lært geysilega mikið á dvöl minni hérna. Þetta er kraftmikill staður og margii' afburðagóðir nem- endur hér, þannig að viðmiðið er ekki eins og í venjulegum skóla, því flest- ir, ef ekki allir, hafa staðið sig mjög vel í skóla í sínu heimalandi áður en þeir komu hingað. Auðvitað vora það gífurleg um- skipti fyrir mig að koma hingað frá Úganda. Mér fannst hryllilega kalt hérna til að byija með og fór varla úr þykku peysunni, sem ég keypti mér eftir að ég kom til Noregs, svo vikum skipti. Ég hef lært að skipuleggja tíma minn hérna og bera ábyrgð á sjálfum mér og náminu, sem ég held að eigi eftir að reynast mér dýrmætur und- irbúningur fyrir háskólanám mitt í Bandaríkjunum. Auðvitað hefm’ ýmislegt verið erf- itt, en þetta hafðist allt einhvem veg- inn. Vinimir eni það besta sem ég fer með héðan. Þá geymi ég hér,“ segir Charles og klappai- á brjóst sér. „Eg mun hafa samband við þá, a.m.k. suma, eftir að ég kem til Bandaríkj- anna, en ég hef fengið skólavist og skólastyrk til þess að læra við Colby- háskóla í Maine í Bandaríkjunurn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.