Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ H iBORGARAR / ISLAND á fast sæti fyrir einn nemanda á hvoru ári og tekur með framlagi sínu þátt í að fjármagna rekstur þessa skóla, sem er sá níundi í röð tíu alþjóðlegra menntaskóla undir sama heiti, United World Coll- ege, en þeir útskrifa allir stúd- enta með alþjóðlega stúdentsprófið IB (Intemational Baccalaureate), sem er viðurkennt af velflestum há- skólum heims. Skólinn hefur vart slitið bams- skónum, því fyrstu nemendumir komu saman í Haugland haustið 1995 þannig að það var vorið 1997 sem fyrstu alþjóðlegu stúdentamir út- skrifuðust í Flekke. Allir nemendumir hafa að minnsta kosti lokið einu ári í menntaskóla í sínu heimalandi,áður en þeir hefja námið í Flekke. Það er valnefnd í hverju landi sem sér um að velja nemenduma, og fer valið oftast fram með forkeppni, þar sem námsárang- ur ræður því hverjir fá skólavist. Rektor skólans frá upphafi hefur verið Kanadamaðurinn Tony Macoun, en hann starfaði áður við UWC í Vancouver í Kanada. Á mikl- um annadegi, rétt fyrir skólaslit, fæ ég Tony til þess að setjast niður með mér á huggulegri skólastjóraskrif- stofunni með útsýni yfir fjöllin og spegiltæran Flekkefjord. í BLÍÐU OG STRÍÐU I TVÖ ÁR Hver er sagan á bak við þessa al- þjóðlegu menntaskólakeðju? „Það var árið 1962 sem breskum hópi manna, sem allir höfðu gegnt hermennsku, hugkvæmdist að með því að safna saman í einn skóla ungmennum á aldrinum 16 til 19 ára, hvaðanæva úr heiminum, væri hægt að auka skilning og umburðar- lyndi manna á meðal og þjóða í milli, sem jafnframt yrði þá til þess að gera veröldina að friðsamlegri bústað fyr- ir okkur jarðarbúa. Ungt fólk á þessum aldri er vissu- lega komið með tilfinningu fyrir eigin þjóðerni, menningu og sögu landsins síns, en það er svo opið og móttæki- legt, að það er ekki orðið rígbundið af hefðum og fyrirfram ákveðnum þankagangi. Hugmyndin - að safna eins og 200 hæfileikaríkum ungmennum saman frá mismunandi löndum, láta þau búa saman, læra saman og lifa saman í gegnum súrt og sætt í tvö ár - var í huga þessara manna sem voru frum- kvöðlamir talin líkleg til þess að stuðla að því að friðsælla yrði í heim- inum. Þeir höfðu því afar háleitar hugsjónir, mennimir sem komu fyrsta skólanum á laggimar. Það var alltaf Ijóst, að þetta yrði að verða keðja skóla um allan heim ef upphaflegu markmiðin ættu að nást. Sá fyrsti leit dagsins ljós í Suður- Wales í Bretlandi, The Atlantic UWC, og í dag em skólamir 10. Þessi hér er sá m'undi í röðinni, en sá nýjasti og tíundi er á Indlandi, Mahindra UWC. Það sem er sérstakt við þennan skóla hér í Noregi er að hann er sá fyrsti sem er stofnaður af fyrrver- andi nemendum UWC. Það var hóp- ur norskra nemenda sem hafði fengið tækifæri til þess að nema við The Atlantic UWC á sjöunda áratugnum sem tók sig saman áratugum síðar, eða um miðjan níunda áratuginn, og ákvað að stefna að því að einn skóli í keðjunni ætti heimili í Noregi. Þessi skóli er norrænn, ekki norsk- ur, og Norðurlöndin öll em gestgjaf- ar hér og leggja fram fé til skólans, þó að í mismiklum mæli sé.“ MANNLEGI ÞÁTTURINN GEGNIR LYKILHLUTVERKI Ef þú berð nú saman þennan menntaskóla við aðra - hvað er það sem mun nýtast nemendum ykkar best í framtíðinni og hver verður þeirra helsti ávinningur af því að hafa verið hér? „Eg held að enginn vafi leiki á að þar gegnir mannlegi þátturinn í öll- um sínum fjölbreytileika lykilhlut- verki. Ki-akkar á þessum aldri, 16 til 18 eða 19 ára, koma hingað frá 85 þjóðlöndum, full af hugsjónum æsk- unnar, en em um leið á margan hátt afar bamaleg og lítt reynd. Þau hafa öll staðið sig frábærlega í skóla í sínu heimalandi og koma hingað haldin bamslegum eldmóð og trúa því að það muni reynast þeim létt verk að breyta heiminum - til hins betra! Hér reka þau sig á og þurfa einatt að leysa sín ágreiningsefni og misklíð sem upp kann að koma, án utanað- komandi aðstoðar. Þau komast að því að það er erfitt að búa saman í svona lokuðu og þröngu samfélagi. Þau búa saman fimm og fimm í herbergi, sem krefst auðvitað geysilegrar tillits- semi í garð náungans. Þau eru undir ákveðnum aga, en um leið hafa þau ákveðið frelsi, frelsi sem er meira en þau hafa í heimahús- um - frelsi sem gerir þær kröfur til þeirra að þau axli ábyrgð á sjálfum sér. Það er kannski stærsti og mikil- vægasti þátturinn í því sem við kenn- Tony Macoun, rektor RCNUWC frá upphafi, segir hugmyndafræðina á bak við þessa alþjóðlegu skólakeðju vera í fullu gildi enn þann dag í dag. Wiseman Koster frá Swaziland var klæddur fána við útskriftina. RCNUWC er í 10 kilómetra fjarlægð frá Dale sem er þrjú þúsund manna þorp við Dalefjord. Næsti byggðakjarni er Flekke, um 2 kílómetra frá skólanum, en þar búa innan við 200 manns. Það verður því ekki sagt að heimsins glys ogglaumurglepji fyrir ungmennunum, þarna á hjara veraldar. um nemendum okkar, þáttur sem mörg menntakerfi láta alveg liggja á milli hluta - að kenna nemendum að axla ábyrgð á sjálfum sér. Venjulega er látið þar við sitja að segja við ungt fólk hvað það á að gera en það er auð- vitað nauðsynlegt að sýna þeim um leið hvemig þau eiga að axla ábyrgð- ina og fá þau til þess að skilja hvers vegna þau þurfa að vera ábyrg. MARGIR FÁ SKÓLASTYRK í VIRTUSTU HÁSKÓLA HEIMS Þau uppgötva sjálf sig á vissan hátt á nýjan leik og mörg hver staðfestast í þeim ásetningi að hafa áhrif til góðs. Hér læra þau geysilega mikið, ekki bara í bóklegum greinum og kannski minnst í bóklegum greinum, þótt kröfur okkar séu mjög miklar í þeim efnum, enda fá nemendur okkar skólavist og margir styrki til náms í bestu háskóla heims. Annað sem einkennir nemendur okkar, er að þeim lærist að vilja deila ávinningi með öðrum. Ég hef jafnan sagt að sérhverjum skóla beri skylda til þess að leggja nemandanum það í té, sem hann þarf á að halda, til þess að ná árangri. Þannig verður til gott prógramm, sem skilar okkur góðum og hæfum nemendum. Nemendurnir sem koma hingað búa auðvitað yfir óvenju mikilli breidd, því þeir eru smækkuð mynd af jarðarkringlunni. Sú kvöð hvílir á nemendunum hér, að þeir verða að deila öllu því sem þeir geta deilt með samnemendum sínum. Hér hafa undanfarin tvö ár verið við nám nemendur frá 85 löndum. Nemendurnir deila þjóðerni sínu, menningu, lífsháttum, klæðaburði, trúarbrögðum, lífsafstöðu, bók- menntum, popptónlist, hveiju sem er, hver með öðrum. Þú þarft ekkert að verða hissa, ef þú rekst á vini ís- lensku nemendanna frá Afríku, segj- um bara frá Súdan, þótt þú heyrir þá söngla eitthvað á íslensku eða að þú heyrir Nive, sem er frá Grænlandi, fara með kvæði á úkraínsku. Þeir nemendur sem eiga við ein- hverja fötlun að stríða deila þeirri reynslu hver með öðrum og reyna að læra hver af öðrum.“ ELLEFU FATLAÐIR NEMENDUR OG13 FRÁ SOS-ÞORPUM Nú hef ég séð óvenju marga fatlaða einstaklinga héma, miðað við 200 manna skóla. Er einhver kvóti Ólikur uppruni - llkar áherslur Viðmælendur mínir úr hópi nemenda eru frá Ung- verjalandi, íslandi, Jamaíka, Chile og Súdan. Ég bar sömu spurningarupp við þau öll: Hvernigfréttir þú af þessum skóla? Hvern telur þú helsta ávinn- inginn fyrir þig hafa verið af dvölinni hér? Hvað hefur reynst þér erfiðast vió dvölina hér? PETI Varga, 19 ára brosmildur Ungveiji, hefur fengið skólastyrk til þess að nema við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann verður fyrst- ur fyrir svörum: „Ég á vin sem var við nám í UWC. Hann sagði mér frá reynslu sinni, sem kveikti hjá mér áhuga, enda langaði mig til þess að fara í háskólanám í Bandaríkjunum og vissi að nám í svona alþjóðlegum menntaskóla myndi auðvelda mér að gera þann draum að veruleika. UPPIÁ STÓL STENDUR MÍN KANNA Ég tók því þátt í keppninni heima í Ungveijalandi sem fer fram ár hvert á landsvísu og vann skólavist hér, Það sem á eftir að koma mér að mestum notum í framtíðinni eftir námið hér er að ég er miklu færari um að skipuleggja líf mitt og tíma nú en áður. Ég hef aldrei dvalist lang- dvölum að heiman áður og þurfti því í fyrsta sinn að bera ábyrgð á mér, gerðum mínum, tíma og námi. Ég held ég hafi lært að þekkja sjálfan mig mun betur en ég gerði áð- ur, jafnvel þótt ég verði að játa, að sumt í þeim kynnum mínum hefur valdið mér nokta-um vonbrigðum. Auk þess held ég að ég hafi þrosk- ast mjög mikið á þessum árum og umburðarlyndi mitt gagnvart öðrum PETIVARGA -19 ára frá Ung- verjalandi, á leiðinni í Yale- háskólann í Bandaríkjunum. og umhverfinu hafi vaxið til muna. Ef manni tekst ekki að þjálfa hjá sér umburðarlyndi og þolinmæði í skóla eins og þessum, litlum og lokuðum, en um leið alþjóðlegum heimi, þá er maður einfaldlega á rangii hillu. Síðast en ekki síst hef ég fræðst heil ósköp um önnur lönd, aðallega þau lönd sem vinir mínii- eru frá. Eg kann meira að segja að syngja „Uppi á stól, stendur mín kanna“ á ís- lensku!" segir Peti heldur stoltur og bætir við annarri setningu á íslensku sem hann er ekki minna stoltur af: „Ég þú hittast. Tuttugu mínútur!“ „Það sem hefur reynst mér erfið- ast við veruna hér í Flekke hefur ver- MARÍN TUMADÓTTIR -17 ára frá íslandi, var að Ijúka fyrra ári sínu í RCNUWC. íð ýmislegt á félagslega sviðinu. Ég saknaði vina minna og fjölskyldu óheyrilega til að byija með. Þetta hefur einnig verið erfitt fræðilega, því mikil streita er i skóla eins og þessum, þar sem flestir keppa að sama markmiði. Þannig streita er smitandi og þvf gat kveikiþráðurinn á verstu álagstímunum verið ansi stuttur - svo stuttur að sumir nem- endanna hafa lent inni á sjúkrahúsi vegna streitu eða taugaáfalls. En allt þess háttar er nú að baki og núna man ég bara það jákvæða og fallega. Sérstaklega vinina sem ég hef eignast hér - vini sem ég er viss um að ég á fyrir lífstíð." CATHRYN O’SULUVAN -18 ára frá Jamaika, fertil Bandaríkjanna í há- skólanám við MacAlistair. Marín Tumadóttir, sautján ára ís- lensk stúlka, önnur tveggja Islend- inga við skólann, er búin með fyrra árið sitt. Hún tók fyrsta mennta- skólaárið í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er frá Hólum í Hjaltadal, en hefur dvalist langdvöl- um með fjölskyldu sinni í Airíku, þar sem faðir hennar starfaði. SÁ AUGLÝSINGU UM SKÓLANN í MORGUNBLAÐINU „Ég sá fyrst auglýsingu um skól- ann i Morgunblaðinu þegar ég var í 9. bekk og ég klippti hana út og geymdi. Þá var ég nýkomin heim frá Afiíku, en skólinn sem ég var í í Afríku ætl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.