Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HINN 11. ágúst áríð 1962 fæddist í Moskvu drengur sem ekki þætti í frásögur færandi nema vegna þess að hann er af íslenskum ættum og er ofviti eða „sjení“ eins og meistari Þórbergur Þórðarson hefði komist að orði. Hann starfar nú í ríkisstofnum við veiru- rannsóknir og leggur aðaláherslu á herpes-veiruna. Þar sem vísindastörf eru ekki mikils metin í Rússlandi þessa dagana er kaupið ekki hátt en hann fær jafnvirði um 2.000 íslenskra króna í mánaðarlaun. Auk þess að vera málfræðingur er hann líffræð- ingur, dýralæknir, jarðfræðingur, stærðfræðingur, Ijósmyndari og skáld. í vegabréfi og opinberum skjölum heitir hann Vitalí Robertovits Melnikov (hjá Rússum er millinafnið fóðumafn þannig að hann er Ró- bertsson). Það er einungis hjá opin- berum aðilum eða stofnunum sem hann er kallaður Vitalí, honum er það nafn ekki að skapi og vinir hans kalla hann Villa eða Vilfreð, ef taka þarf fram ættarnafn notar hann nöfnin Melnikov eða Stárqvist. Söguhetja okkar kann 93 tungu- mál, mörg þeirra eru dauð, það er að segja mál sem ekki eru lengur töluð heldur eru einungis til sem ritað mál. Sálfræðingar sem hafa rannsakað Vilfreð segja að höfuðáverkar sem hann hlaut í Afganistanstríðinu hafi virkað örvandi á málakunnáttuna þar sem málstöðvar mannsins séu í vinstra hveli heilans en hann fékk mikið högg írá sprengjubylgju ein- mitt á vinstri hlið höfuðsins í Afgan- istanstríðinu, eins og seinna verður lýst. Tungumálakunnáttan „Fomenska, astekamál og fom- egypska em nokkur af mínum uppá- haldsmálum," segir Villi. „Þessi mál hafa mikia vídd og framburðurinn er ljóðrænn. Franska er í minnstu uppáhaldi hjá mér, sennilega vegna þess að ég hef aldrei skilið franskan hugsunarhátt." Hann heldur áfram: „Ég skil eitt- hvað og get tjáð mig á um 200 tungu- málum en mig vantar bækur og æfingu. Ég hugsa á 93 málum og sem Ijóð á þeim.“ Hann skrifar hugsanir sínar í stóra dagbók á hinum ýmsu táknum og tungumálum. Tungumál og mállýskur í heiminum eru nokkur þúsund en vísindamenn telja að eitt tungumál deyi út á tveggja vikna fresti, ekki síst nú á síðustu tímum þegar „miUjarðamálin“ enska, spænska og han-kínverska eru alls- ráðandi. Ef mikið væri um snillinga eins og Vilfreð landa okkar þyrftu menn ekki að hafa áhyggjur af þess- ari þróun. Vilfreð er lengi að telja upp öll þau 93 tungumál sem hann kann og út- skýrir ýmsa málfræðilega þætti og sögulegar skýringar. „Ég tala ekki öll þessi 93 tungumál reiprennandi, það er ógemingur og alveg óþarfi en ég held þeim öllum virkum og les þau reglulega. Ég hef nægan tíma í strætisvögnum og lestinni og ég nota tímann vel.“ I skóla var Villi einmana og lék sér ekki í fótbolta á sumrin eða íshokkí á vetuma eins og aðrir strákar í hverfinu. Hann las mikið og hafði sérstakt dálæti á riddara- og vík- ingasögum en auk þess lagði hann stund á skordýrarannsóknir og hella- skoðun. í tengslum við skordýra- rannsóknimar lærði hann fljótt latínu þar sem hann þurfti að kunna heiti á líkamspörtum og innyflum dýra og flugna á vísindamálinu latínu. íslenska amman Vilfreð er einkabarn, faðir hans var ofursti í sovéska hemum og fór stundum í vinnuferðir til „bræðra- ríkjanna" - Tékkóslóvakíu, Póllands, Ungveijalands og Austur-Þýska- lands en Villi vissi lítið um það og spurði ekki, enda hefði hvort sem er orðið lítið um svör. Móðir hans er enn er á lífi og býr hún með Villa í þriggja herbergja íbúð fjölskyldunnar í fjölbýlishúsi í Moskvu en faðirinn dó árið 1993 úr magakrabba en hann reykti mikið. Auk þess drakk hann stundum en oft kastaðist í kekki með foreldrunum enda áttu þau ekki skap saman, hann hafði kalda og rólega skandinavíska skapgerð en móðirin var fljót til og Á rannsóknarstofu í Moskvu starfar tæplega fertugur Rússi sem tel- ur sig vera af ísiensk- um ættum. Villi, eins og vinir hans kalla hann, á að baki ævin- týralegan feril. Hann barðist m.a. í Afganist- anstríðinu þar sem höf- uðhögg af völdum sprengjubylgju virðist hafa kveikt hjá honum snilligáfu gagnvart tungumálum, þannig að hann talar nú 93 mál eða mállýskur auk þess sem hann fæst við Ijóðlist og myndlist. Haukur Hauksson kynntist Villa sem hefur mikinn áhuga á að komast í samband við hugsanlega ættingja sína á íslandi. f:m Villiíher- mannajakkanum sem hann klæddist þegar hann barðist í Afghanistan- stríðinu. Vilii heldur á sverði sem hann fann f húsarústum f Pétursborg en þetta er vík- ingasverð frá þeim tfma þegar norrænir vfking- ar dvöldu á þessum slóðum. Ljösmynd/Haukur Hauksson með heitt rússneskt blóð. Móðir Villa, Élena, er af fyrirfólki í Jasnaja Polj- ana í Túla-héraði, sem fór illa út úr byltingunni og ýmsum „hreinsun- um“. Hún er vísindakona í líffræði og starfar við ríkisfyrirtæki sem mjólk- m'fræðingur þar sem launin eru ekki upp á marga fiska. Þegar Villi var þrettán ára tók fað- ir hans hann á eintal og sagði honum frá uppruna sínum sem átti eftir að hafa mikil áhrif á hinn unga Vitalí. Faðirinn sagði drengnum frá því leyndarmáli að hann hefði ekki dropa af rússnesku blóði í æðum þrátt fýrir að hann væri háttsettur í flughemum og vissi fjölda ríkisleyndarmála, hann væri hálfur Islendingur og hálfur Svíi og sú skipun fylgdi að þessi vitneskja færi ekki lengra. Hið rétta og upp- runalega nafn föður Villa var ekki Róbert Ivanovits Melnikov eins og hann var allsstaðar kallaður heldur Róbert Jóhann Stárqvist og hann var ekki fæddur í Sovétríkjunum heldur í Svíþjóð, í nágrenni Gautaborgar hinn 3. apríl árið 1937 og móðir hans var alíslensk, Guðrún að nafni. Róbert Jóhann, sem var orðinn háttsettur ofursti hjá geimferða- stofnuninni „Interkosmos" sagði syni sínum hið rétta um uppmna sinn árið 1975 þegar kalda stríðið var í al- gleymingi, en það hefði getað haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir frama hans innan hersins og jafnvel örlög fjölskyldu hans hefði það komist upp. Þar hafði Róbert Jóhann til hliðsjón- ai' slæm örlög sænsks föður síns. Árið 1912 fæðist einhvers staðar á íslandi stúlkubam sem fær nafnið Guðrún Linda Fjamstein. Ættar- nafnið gæti verið eitthvað annað, hef- ur kannski brenglast í minningu Vilfreðs eða föður hans. Hvar amma hans fæddist og nákvæma dagsetn- ingu veit Villi ekki og ekki heldur hverjir foreldrar hennar vom eða hvort hún átti systkini. Þetta var ekki rætt á heimilinu og þótti ekki við hæfi að hafa hátt um það eða reyna að út- skýra. Árið 1917 þegar Vladimír Lenín og bolsévikar í Rússlandi gera Október- byltinguna er Guðrún, amma Villa, fimm ára og hún yfirgefur ættjörðina ísland fyrir fullt og allt og flyst bú- ferlum með foreldmm sínum til Sví- þjóðar. Fjölskyldan sest að í grennd við Gautaborg, eða e.t.v. í borginni sjálfri, og árin líða. Guðrún vex úr grasi og sem ung stúlka kynnist hún Svía, Jóhanni Stárqvist að nafni og fella þau hugi saman og giftast. Flytjast til Rússlands Vorið 1937 fæðist þeim sonur og haustið sama ár flyst fjölskyldan bú- ferlum til Rússlands. í Sovét-Rúss- landi er Jósef Stalín þegar búinn að vera við völd í þrettán ár og farinn að styrkja stöðu sína og herða tökin, „hreinsanir" hans og réttarhöld em að komast á fullan skrið á þessum tíma. Hinn 7. nóvember þetta ár halda bolsévikar upp á 20 ára afmæli Októ- berbyltingarinnar með pomp og prakt og þungaiðnvæðing Rússlands er í hámarki. Villi veit ekki ástæðu þess að afi hans og amma fluttu frá Svíþjóð til Rússlands, hvort það var af efna- hagslegum eða pólitískum ástæðum. Sennilega hefur Jóhann Stárqvist verið hlynntur kommúnistum. Á þessum tíma var mikil kreppa á Vest- urlöndum, atvinnuleysi var almennt og hörð stéttabarátta háð. Skarpar línur vora í stjómmálum og mikil samúð með lýðveldissinnum í borgarastyrjöldinni gegn fasista- stjórn Francos á Spáni. Mikill upp- gangur var í Sovétríkjunum á þess- um tíma, verið var að reisa stórhýsi og alþýðuhallir í Moskvu og hin glæsilega neðanjarðarbraut var tek- in í notkun árið 1935. Hjólin vom farin að snúast í efna- hagsmálum og verðandi stórveldi var aðrísa. Hin unga þriggja manna íslensk- sænska fjölskylda sest að í bænum Jasnaja Poljana í Túla-héraði sem er um 200 km fyrir sunnan Moskvu en sá bær er frægastur fyrir það að þar bjó hinn mikli hugsuður og rit- höfundur Lév Tolstoj sem hvað þekktastur er fyrir manngæsku sína. Þar sem Jóhann Stárqvist hafði starfað við sænsku jámbrautimar sem verkfræðingur fór hann að vinna við sovésku jámbrautimar hjá kommissar samgöngumála „NKPS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.