Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 B 1<K rannsóknir sýnt að norrænir menn hafa haft búsetu. Það verður spennandi að koma þangað og taka á móti íslend- ingi ásamt Charles J. Fury, ferðamálaráðherra Nýfundna- lands.“ Fyrst og fremst Snæfeliingur Sturla og Hallgerður halda tvö heimili og hafa gert það síð- an Sturla var kjörinn á þing ár- ið 1991. „Já, við erum mikið flökkufólk og það getur auðvit- að verið mjög erfitt. Við höld- um heimili í Stykkishólmi sem er auðvitað okkai- aðalheimili en einnig í Reykjavík, það er samt mjög erfltt að slíta sig frá heimahögunum. Ég lít nú svo á að ég sé fyrst og fremst Snæ- fellingur þótt ég búi í Stykkis- hólmi. Ég er fæddur í Ólafsvík en eftir að hafa verið bæjar- stjóri og bæjarfulltrúi í 20 ár slítur maður ekki svo auðveld- lega þær rætur sem myndast hafa. Góðir vinir og samstarfs- menn og gott heimili gerir það erfiðara en ella. Þetta getur hinsvegar verið mjög flókið og ekki síst fyrir börnin okkar og Hallgerði sem sér til þess að allir hlutir séu á réttum stað. Mikil fyrirhöfn fylgir sífelldum ferðalögum en ekki hefur verið kvartað mjög mikið ennþá. Búseta á Snæfellsnesi er í raun eðlilegur hluti af okkar lífi, fjöl- skyldan er þar yfir sumartím- ann og við reynum að vera þama öllum stundum. Sem ráðherra er ég mjög mikið á ferðinni. Sem þingmað- ur gat ég miklu frekar ráðið sjálfur mínum vinnutíma og ferðalögum, þess vegna var auðveldara fyrir mig að vinna frá Stykkishólmi á þeim tíma, gera út þaðan eins og sagt er. Þetta er mun flóknara og erfið- ara að gera sem ráðherra því ég verð auðvitað að vera til staðar í ráðuneytinu og jafnvel þó að það sé orðið stutt í Hólm- inn fer maður ekki svo auðveld- lega fram og til baka á hverjum degi.“ gerðar til okkar og þess vegna er unnið hörðum höndum í ráðuneytinu að því að móta stefnu um hvemig að þessu skuli staðið. Við höfum nýlega breytt fjarskiptalögunum, þær breyt- ingar ganga íyrst og fremst út á að efla samkeppni á sviði fjarskipta og koma á sam- keppni sem leiðir til framfara. Við íslendingar erum svo heppnir að Landssíminn er af- ar öflugt fyrirtæki, bæði efna- hagslega og tæknilega. Starfs- menn Landssímans hafa verið í fararbroddi við uppbyggingu á tækni og búnaði, þannig að símaþjónusta á íslandi og símanotkun er mjög mikil mið- að við önnur lönd. Við eigum t.d. nokkum veginn heimsmet í farsímanotkun, netnotkun er með því allra mesta, það em einungis Finnar sem standa okkur framar á því sviði þann- ig að þjóðin gerir miklar kröf- ur. Landssíminn hefur staðið sig vel en nú hafa sem betur fer komið fram fleiri fyrirtæki þannig að samkeppnin er orð- in að veruleika á sviði fjar- skipta og það ýtir vissulega undir framvindu mála. Næsta skrefið er að vinna að undir- búningi á sölu Landssímans. Umfangsmesta málið í ráðuneytinu um þessar mund- ir er hvemig skuli tryggja að- gang allra landsmanna að gagnaflutningum. Tryggja þarf jafnan aðgang þannig að sama verð sé fyrir alla og að afkastageta kerfisins sé þann- ig að fyrirtæki og heimili um allt land eigi aðgang að ljós- leiðarakerfinu og þeim gagna- flutningum sem ljósleiðarinn skapar möguleika á að nýta. Fyrirtæki sem nýta sér fjar- skipti hvar sem þau em eiga mikið unclir því að geta flutt mikið magn upplýsinga og við erum að leita leiða til að bæta fjarskiptin sem leiða til efling- ar í byggðum landsins. Einnig er unnið að undirbúningi þriðju kynslóðar farsímans, mjög áhugasamir um stjóm- mál, faðir minn var virkur þátttakandi í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins og móðir mín einnig, með ólíkum hætti þó. Umræður um stjórnmál vom daglegt brauð á mínu heimili og þetta síaðist fljót- lega inn. Síðar meir tók ég þátt í starfi ungra sjálfstæðis- manna og sat m.a. í stjórn SUS. En það má eflaust segja að það sem hafi skipt sköpum hafi verið þegar ég tók fyrst að mér starf sveitarstjóra og síð- ar bæjarstjóra í Stykkishólmi sem leiddi mig inn á þessa braut stjómmálanna. Það var fyrst og fremst áhugi á að reyna að vinna eitthvert gagn í þágu samfélagsins hér í kjör- dæminu sem ýtti mér út í þetta. Ég neita því ekki að ég hef mjög gaman af félagsmál- um' og vinnu með öðra fólki. Stjómmálamaður sem hefur ekki gaman af samstarfi á trú- lega mjög erfitt en svona hefur þetta þróast í gegnum tíðina. Ég naut þess mjög að starfa sem bæjarstjóri. Ég var bæjarstjóri í Stykkishólmi í sautján ár og á síðasta kjör- tímabilinu var ég líka bæjar- fulltrúi í þrjú ár, jafnframt því að vera þingmaður. Árið 1991 fór ég í þingmennskuna og ég verð að viðurkenna að ég sé ekkert eftir því. Ég hef haft Sturla og Charles J. Fury, ferðamálaráðherra Nýfundnalands, hvetja áhöfn íslendings tll dáða. Ráðherrar og áhöfn íslendings fyrir utan tilgátuhúsið á Eiríks- stöðum. Lengst til vlnstri er Bjarni Tryggvason geimfari sem hefurhugáað taka þátt ísiglingunni frá Bröttuhlíð á Grænlandi með íslendingi til Nýfundnalands. Mikið um að vera í samgönguráðuneytinu Sturla tók við starfi sam- gönguráðherra eftir síðustu kosningar og hefur nú gegnt því í rúmt ár. Aðspurður seg- ist hann kunna ágætlega við sigíþvístarfí. „Það er ekki ólíkt bæjar- stjórastarfinu, þ.e.a.s. að skipuleggja, undirbúa og stjórna margvíslegri fram- vindu mála og mér líkar það ágætlega. Ég var sem bæjar- stjóri þátttakandi í uppbygg- ingu ferðaþjónustu, sam- göngumála og hafnarmála. Eg var formaður Hafnarsam- bands sveitarfélaga og kynnt- ist hafnarmálum um allt land. Fjarskiptin em hinsvegar mjög vaxandi málaflokkur innan ráðuneytisins og sá málaflokkur sem ég hef eytt mestum tíma í að undanfömu. Þar er geysilega ör þróun og margvíslegir merkilegir hlut- ir að gerast á sviði fjarskipta. Símatæknin, tölvutæknin, Netið og allt sem tengist gagnaflutningi og margmiðl- un; þetta era mjög spennandi tímar. Miklar kröfur era eins og hún er kölluð, þar sem saman fer mynd, sími og Net- ið. Við eram að leggja á ráðin um það hvaða aðferð við not- um því það er takmarkaður að- gangur að ljósvakanum og þess vegna þurfum við að út- hluta leyfum. Spumingin er hvort við eigum að selja þessi leyfi á uppboði. Við stöndum frammi fyrir þremur kostum; í fyrsta lagi að við veljum fyrir- tækin sem fá leyfi án þess að gera sérstakar kröfur, í öðra lagi að bjóða þetta út þannig að fyrirtækin keppist við að bjóða sem besta þjónustu, einskonar fegurðarsam- keppni, og í þriðja lagi að bjóða þetta upp, þ.e.a.s. að hæstbjóðandi fái leyfið. Sú að- ferð var farin í Bretlandi og er að ryðja sér til rúms, hún er umdeild en þetta er allt saman verið að skoða í ráðuneytinu." Áhugi á stjómmálum frá blautu bamsbeini „Það má segja að umhverfið sem ég ólst upp við hafi haft áhrif á mig og þá ákvörðun mína að taka þátt í stjómmál- um. Foreldrar mínir vora Samgönguráðherra í ræðustól við smábátahöfnina í Búðardal. Þar óskaði hann áhöfn íslendings velfarnaðar á leið hennar tll Vesturhelms. mjög mikla ánægju af því starfi og hef eignast marga góða vini í gegnum þing- mannsstarfið á Vesturlandi. Helsti munurinn á starfi þingmanna og ráðherra er sá að þingmenn vinna í mörgum ólíkum málaflokkum en ráð- herrann vinnur fyrst og fremst við þá málaflokka sem heyra undir ráðuneytið. Jafn- framt þarf ég að sinna þing- mennsku í kjördæminu og sem fyrsti þingmaður kjördæmis- ins þarf ég að fylgjast vel með því sem þar er að gerast. Það er hinsvegar óhætt að segja að það er mjög ólíkt að vera þing- maður og ráðherra, öll þessi stjómsýsla sem fylgir því að vinna í ráðuneyti er allt öðru- vísi en starf þingmannsins." Margir muna ef til vill eftir þingmannabandinu sem spil- aði saman á kosningavöku sjónvarpsins á síðustu kosn- inganótt. Sturla spilaði þar á gítar og því liggur næst við að spyrja hvort þingmannaband- ið ætli ekki að taka saman aft- ur. „Það hefur nú ekkert kom- ið saman lengi, það verður algjör tílviljun hvenær það tekur lagið. Það era aldrei æf- ingar, við erum í stöðugri æf- ingu,“ segir Sturla og hlær dátt. Lítill tími fyrir eitthvað annað en vinnuna Aðspurður segir Sturla öld- ungis óvíst hvað hann gerir þegar hann hættir í pólitík. „Ég hef nú ekki hugleitt það, ég veit að ég á eftir að lesa nyög mikið af bókum sem bíða mín þótt ég lesi töluvert. Póli- tíkin er mitt aðaláhugamál og ég hef ekki mikinn tíma fyrir annað, jafnvel fjölskylduna sem allt of lítill tími gefst fyrir. Á meðan ég hafði meiri tíma hafði ég mjög gaman af því að ríða út, ég átti hesta en gafst fljótt upp á því að vera með hross í Reykjavík eftir að ég fór á þing. Helstu áhugamál hafa vikið eftir að ég byijaði í pólitík." Færðu sumarfrí? „Nei, í rauninni ekki, ég reyni þó að taka svona einhverja daga hér og þar og vona að það takist einhvem tíma í sumar. Ég reyni þá fyrst og fremst að gefa mér tíma til þess að vera heima með fjölskyldunni." Mikil umræða hefur átt sér stað á síðustu áram um hina svokölluðu byggðaröskun, hef- ur Sturla trú á sínum heimabæ í framtíðinni? „Ég hef mikla trú á því að Stykkishólmur eigi bjarta framtíð fyrir sér sem bæjarfé- lag og reyndar Snæfellsnesið allt. Snæfellsnesið er einstakt þegar maðm- lítur á náttúrana, jökulinn og Breiðafjörðinn. Allt þetta svæði er einstaklega fal- legt og dregur að fólk og svo náttúralega þessar auðlindir sem era svo skammt undan, það era mjög góð fiskimið skammt undan í Breiðafirðin- um og síðan eyjamar og næsta nágrenni allt saman. Þetta býð- ur upp á mikla möguleika í ferðaþjónustunni sem er nú orðinn næststærsti atvinnu- vegur þjóðarinnar. Eg hef trú á því að Snæfells- nesið og raunar Vesturlandið allt hafi möguleika á að laða til sín íbúa en það skiptir auðvitað miklu máli hvemig haldið verð- ur á málum þar. Það hefur ver- ið og er afskaplega styrk stjóm í Stykkishólmi, sam- hentur hópur sem hefur stjómað bæjarmálum þar. Nú þegar hitaveita er komin og búið er að byggja upp félags*. lega þjónustu þar og raunar í öllum bæjarfélögunum á Snæ- fellsnesi eins og hún getur best orðið kvíði ég engu fyrir þessar byggðir. Þetta er mín sýn.“ Er Stykkishólmur þinn uppáhaldsstaður? „Þetta er erfið spuming. Þótt ég hafi nú ekki búið á mörgum stöðum í gegnum tíðina er það svo að þar sem maður á heima og vel- ur sér búsetu hveiju sinni finnst manni best að vera. Mér líður best heima. Ég hef mjög' gaman af því að vera á Búðum á Snæfellsnesi, það er í raun minn uppáhaldsstaður. Þar er mjög fallegt og mikil kyrrð og fegurð sem hefur góð áhrif á mig. Þingvellir og Laugarvatn era einnig staðir sem mér líður afskaplega vel á. Ég hef ferð- ast mjög mikið en það er, því miður, þó mest tengt starfinu en vonandi gefst færi á að bæta úr því í framtíðinni." Að þessu mæltu rennum við inn í Stykkishólm og það gefst rétt tími fyrir Sturlu og Hall- gerði til að fara heim og fá sér kaffibolla áður en lengra er haldið. Sigríður Erla, yngsta^- dóttir þeiira, sjö ára gömul, kemur hlaupandi á móti for- eldrum sínum og lýsir því yfir með stolti að hún hafi sigrað í sínum riðli í 60 metra hlaupi á íþróttamóti sem haldið var í Grandarfirði sama dag. Ör- stuttu síðar er haldið af stað í heimsókn á sjúkrahúsið með ráðherrann frá Nýfundna- landi. Þar taka Robert Jörg- ensen, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, og príorinna Antonía á móti ráðherranum* bjóða þeim inn í kapelluna og segja frá starfsemi sjúkra- hússins og hlut systranna í því. Því næst er gengið af stað um bæinn og komið við á skrif- stofu Sigurðar Ágústssonar EHF. Þar skýra Rakel Olsen stjómarformaður og Ellert Kristinsson framkvæmda- stjóri frá starfsemi fyrirtækis- ins og þar á eftir er boðið upp á léttar veitingar. Að því loknu er kominn tími til að fara heim og hvíla sig í örlitla stund áður en hátíðarveisla hefst um kvöldið á Fosshótel Stykkis- hólmi. Ferðamálaráðherra Ný* fundnalands, Charles J. Fury, lagði af stað til Reykjavíkur snemma næsta morgun en þá hélt dagskráin áfram fyrir Sturlu og Hallgerði. Farið var að Laugarbrekku undir Jökli þar sem minnisvarði um Guð- ríði Þorbj arnardóttur, fyrstu hvítu móðurina í Vestm-heimi, var afhjúpaður á fæðingarstað hennar. Um kvöldið var farið heim í Hólm þar sem ijölskyld- an borðaði saman. Eftir stutta samveru með bömunum ók: Sturla suður undir nóttina. Eftir þessa þriggja daga ferð vora lagðir að bald ríflega 1.000 km og nánast óteljandi handtök. Það er því óhætt að segja að starf ráðherra sé er- ilsamt. Höfundur er nemií hagnýtri fjölmiðlun við HI. Handtökin voru óteljandi þennan dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.