Morgunblaðið - 31.12.1999, Page 61

Morgunblaðið - 31.12.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kreppa í kaup- skipaútgerð SKIP eru afkasta- og burðarmestu sam- göngutæki veraldar. Þess vegna eru kaup- skip undirstaða versl- unar og viðskipta í heiminum. Um mis- muninn á afkastagetu kaupskipa og vöru- flutningaflugvéla er eftirfarandi dæmi: Hinn 23. desember sl. kom til landsins nýtt leiguskip Eim- skipafélags Islands, Mánafoss, sem er lítið skip á mælikvarða kaupskipastóls heims. Burðargeta þess er 5.575 tonn, sem það getur flutt á um 4 dögum frá næstu Evrópulöndum til Islands. Ef leysa á sama flutningsmagn af hendi með C-130H flugvél, sem er með stærri vöruflutningavélum sem nú fljúga, þarf hún að fara 234 ferðir milli íslands og Evrópu. Miðað við að unnt væri að fljúga tvær ferðir á sól- arhring, með viðhaldi og áhafna- skiptum tæki það C-130H rúmlega 3 mánuði að koma sama flutningi til landsins. Ekki verður hér reynt að reikna mismuninn á kostnaði á tonn/ pr. mílu í þessum flutningum. Það eru starfandi um 450.000 skip- stjórnarmenn á kaupskipaflota heimsins. Nú þegar er áætlað að um 25.000 skipstjómarmenn vanti til að fylla lausar stöður. A næsta ári er áætlað að það muni vanta 32.000 skipstjórnarmenn og um 45.000 menn árið 2005. Ástæðan er hratt minnkandi nýliðun í stéttinni og hækkandi meðalaldur þeirra sem eru við störf innan greinarinnar (á Is- landi er meðalaldur skipstjóra og stýrimanna á kaup- og varðskipaflot- anum 46 ár). Þetta gerist þrátt fyrir að bylting í rafeinda- og tölvutækni um borð í skipum hafi gert útgerðum fært að fækka mönnum í áhöfn. Til að sigla framhjá þessum vanda og öðr- um þröskuldum á vegi harðnandi samkeppni hafa kaup- skipaútgerðir m.a. gripið til þess ráðs að skrá skip sín undir sk. hentifánum og ná til sín skipstjómarmönnum frá fyrrverandi austan- járntjalds- og þróunar- löndum með lágar launakröfur. Umhverfi alþjóðasiglinga er hins vegar að breytist hratt. Nýjar alþjóðasam- þykktir, sk. STCW- reglur, um hertar kröf- ur tfl menntunar skip- stjórnarmanna og framkvæmd skip- stjómar, sem fylgjast á með, með hafnareftirliti aðildarríkja, takmark- ar möguleika útgerða til að ráða skip- stjórnarmenn til starfa sem uppfylla ekki skilyrði um alþjóðaskírteini. Auk þess veldur skorturinn á mönn- um með alþjóðleg réttindi því að skipstjórnarmenn gera nú sambæri- legar launakröfur hvaðan sem þeir koma. Jafnframt fara launin hækk- andi. Almenn krafa skipstjómar- manna í dag er orðin sú að siglinga- tími þeirra á ári fari ekki yfir 2/3 af árinu og em kröfur um aðeins V4 árs siglingatíma á ári orðnar algengar. Ef litið er til þessa markaðar í dag má sem dæmi nefna að danska út- gerðarfélagið Mærsk hefur gripið til þess ráðs að reka sjálft stýrimanna- skóla til að uppíyUa sínar þarfir í harðri samkeppni um menn. Önnur dönsk útgerðarfélög auglýsa grimmt eftir ungu fólki til að fara í skip- stjórnarnám á sínum vegum. Helm- ingur allra skipstjórnarmanna í Nor- egi hættir störfum á næstu 5 ámm vegna aldurs og hin mikla siglinga- þjóð Grikkir telur sig þurfa um 2.000 nýja skipstjómarmenn árlega en út- skrifaði einungis 768 í ár. Frá Bret- landi streyma nýbakaðir stýrimenn út á siglingamarkað í öðmm löndum þar sem mun betur er borgað en í heimalandinu og svo má lengi telja. A Farmennska Gera þarf sérstaka út- tekt á því hvort bjóða megi siglingafræði- 7 menntun á Islandi, segir Guðjón Petersen, sem söluvöru á þessum er- lenda markaði sem nú hungrar eftir skip- stjórnarmönnum. íslandi annar Stýrimannaskólinn í Reykjavík ekki nema innan við helm- ingi af endurnýjunarþörf næstu tveggja ára fyrir sldpstjómarmenn á þeim skipum sem þjóna millilanda- flutningum landsins. Er þessi þróun farin að valda vemlegum áhyggjum innan OECD og rætt er um að þró- unin hafi alvarleg áhrif á viðskipta- markaðinn. Góð skipstjórnarmenntun og reynsla er því að verða sterk sölu- vara á alþjóðlegum siglingamarkaði íyrir unga menn í framtíðinni. Því þurfum við sem komum að siglingum á einn eða annan hátt hér á landi, þ.e.a.s. stjórnvöld, útgerðarmenn, menntastofnanir í siglingafræðum og fagfélög siglingafræðinga að vakna af þyrnirósasvefni sjálfhverfu smá- borgarans og markaðssetja okkur á alþjóðamarkaði sem siglingaþjóð með vel menntaða og þjálfaða sigl- ingamenn. Gera þarf sérstaka úttekt á því hvort bjóða megi siglingafræði- menntun á Islandi sem söluvöru á þessum erlenda markaði sem nú hungrar eftir skipstjórnarmönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags Is- lands. Guðjón Petersen Framköllun með 20% afslætti og filma í kaupbæti Afhentu þennan miða um leið og þú kemur með filmuna þína og þá færð þú 20% afslátt af framkölluninni og 35 mm gæðafilmu frá Agfa í kaupbæti. FA ^ Tilboðið gildir til 15. janúar! CILDIR EKKI MEÐ ÖÐRUM TILBOÐUM -S0 Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SlMI S69 1500 www.tit.is FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 61 Heilsugæslan í Reykjavík Frá og með 30. desember eru ný síma- og faxnúmer á eftirtöldum heilsugæslustöðvum í Reykjavík: Heilsugæslustöðin Árbæ Hraunbæ 102D—102E, 110 Reykjavík sími 585-7800 fax 585 7801 Heilsugæslustöð Miðbæjar Vesturgötu 7,101 Reykjavík sími 585-2600 fax 585-2601 Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis Drápuhlið 14—16, 105 Reykjavík sími 585-2300 fax 585 2301 Heilsugæslustöðin Grafarvogi Hverafold 1—3, 112 Reykjavík sími 585 7600 fax 585 7601 30. desember 1999 Heilsugæslan í Reykjavík, stjómsýsla. www.nordjobb.net I________aumarvinna á N orð urlöndum t/msóknartímabil frá 3. janúar til 1. mars No r r æ n a félagið fí r a 11 a g a t a 3 b 10 1 R e y k j a v í k s í m i 5 5 1 0 16 5 // o r d e n @ n o r d e n . i s Eru rimlagardinumar óhreinar? Við hreinsum: Viðarrimla, strimla, piiseruð og sólargluggatjöld. Setjum afrafmagnandi bónhúð. Sækjum og sendum ef óskað er. ta&omfo GSM 897 3634 Lækkaðu skattana! Kauptu hlutabréf í tæka tíð Ávöxtun fjármuna Verðbréfaráðgjöf VERÐB REFASTOFAN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200 AUK k895-39 aía.ls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.