Morgunblaðið - 31.12.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.12.1999, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðskipti með hlutabréf innan Verðbréfaþings og utan á árinu ÁVÖXTUN FYRIRT/EKJA Á VERÐBRÉFAÞINGI 1999 Marel hækkaði um 219,7% HLUTABRÉF í Marel hf. hækk- uðu mest allra félaga á Verðbréfa- þingi íslands á árinu 1999 eða um 219,7%. Lokagengi bréfa í Marel á síðasta viðskiptadegi Verðbréfa- þings Islands á árinu var 44,6 en var 13,95 á síðasta viðskiptadegi í fyrra. Marel sýndi neikvæða ávöxt- un um 23% á árinu 1998 en árið 1997 hækkaði það næstmest allra félaganna. Viðskipti með hlutabréf Marels á Verðbréfaþingi íslands námu 2 milljörðum á árinu en utanþingsvið- skipti með bréf félagsins námu 1.580 milljónum. I gær voru 19 við- skipti með hlutabréf Marels fyrir rúmar 25 milljónir en gengið lækk- aði lítillega eða um 0,2%. Heildarviðskipti með bankana á árinu 26 milljarðar króna Markaðsverðmæti einstakra fé- laga á Aðallista VÞÍ er allt frá 798,2 milljónum Tanga hf. yfir í Eimskip sem er metið á 41,2 milljarða. Markaðsverðmæti Landsbanka Is- lands er 29,6 milljarðar og FBA 24,5 milljarðar. Islandsbanki er metinn á 21,9 milljarða og Búnaðar- bankinn á 20,7 milljarða. Samanlagt markaðsverðmæti bankanna fjög- urra er því tæpir 97 milljarðar króna. Viðskipti á VÞI með hluta- bréf í bönkunum námu um 10,7 milljörðum á árinu og utanþingsvið- skipti námu 15,3 milljörðum. Heild- arviðskipti með bankana á árinu 1999 voru því fyrir um 26 milljarða króna. Af 45 félögum lækka 8 Aðrir hástökkvarar ársins á Aðal- lista VÞÍ sem á eru skráð 45 félög, voru Skýrr hf. sem hækkaði um 117,1% á árinu, Sæplast hækkaði um 95,9%, Nýherji um 95,5% og Landsbanki íslands um 94%. SR-mjöl hf. lækkaði mest allra fyrirtækja á Aðallista eða um 31,3% á árinu. Hlutabréf SR-mjöls lækk- uðu einnig á árinu 1998. Alls lækk- uðu hlutabréf 8 félaga á Aðallista á árinu, hlutabréf hinna 37 hækkuðu. Hlutabréf í Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur lækkuðu um 25% á árinu og Hraðfrystihúss Eskifjarðar um 25,8%. Meiri velta með hlutabréf á VÞÍ en áður samanlagt A árinu námu viðskipti með hlutabréf á VÞÍ alls 40,08 milljörð- um króna en á síðasta ári var heild- arveltan 12,7 milljarðar og er aukn- ingin 215%. Veltan á árinu er meiri en samanlögð velta hlutabréfa á VÞÍ frá upphafi. Utanþingsvið- skipti með bréf félaga á Aðallista á árinu 1999 voru tæplega tvöföld við- skiptin á VÞÍ eða 74,74 milljarðar. Mest viðskipti á VÞI á árinu voru með bréf Islandsbanka fyrir 4,8 milljarða, bréf FBA fyrir 3,5 millj- arða og bréf Eimskipafélags ís- lands fyrir 3,3 milljarða. Mest utan- þingsviðskipti voru með bréf FBA fyrir 8,36 milljarða, bréf Útgerðar- félags Akureyringa fyrir 6,3 millj- arða, Samherja fyrir 4,87 milljarða og íslandsbanka fyrir 4,5 milljarða. Annar stærsti viðskiptadagur með hlutabréf frá upphafi Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 46,36% á árinu og er nú 1.618, 36 stig sem er met. Viðskipti með hlutabréf á þinginu í gær voru fyrir 620 milljónir króna og er dagurinn sá annar stærsti með hlutabréf frá upphafi en 18. ágúst sl. urðu við- skipti fyrir 679 milljónir króna. Mest viðskipti í gær urðu með hlutabréf Búnaðarbankans fyrir 80 milljónir, Flugleiða fyrir 61 milljón og FBA fyrir 50 milljónir. Utan- þingsviðskipti með hlutabréf í gær voru fyrir 914,2 milljónir. Heildar- viðskipti með hlutabréf í gær voru því fyrir rúman einn og hálfan millj- arð. 21,3 milljarða halli á vöru- skiptum FYRSTU ellefu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 133,5 milljarða króna en inn fyrir 154,8 milljarða. Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 21,3 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 26,4 milljarða króna á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,1 milljarði betri á föstu gengi fyrstu 11 mánuði þessa árs en á sama tíma árið áður. í frétt frá Hagstofu íslands kem- ur fram að í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 14,8 milljarða króna og inn fyrir 14,5 milljarða. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 300 milljónir en í nóv- ember í fyrra voru þau óhagstæð um 3,6 milljarða á föstu gengi. Verðmæti útfluttra sjávar- afurða 2% minna í ár Heildarverðmæti vöruútflutnings var 8,5% meira á föstu gengi en á sama tímabili í fyrra. Sjávarafurðir voru 67% alls útflutnings þetta tíma- bil og var verðmæti þeirra 2% minna en á sama tíma í fyrra. Verð- mæti útflutnings á frystum ílökum jókst um 10% og ferskfiskútflutn- ings um 31,4%. Aftur á móti dróst verðmæti lýsisútflutnings saman um 50,4% og fiskimjöls um 27,5%. Verðmæti frystrar rækju dróst saman um 13,6%. Iðnaðarvörur voru 25% alls út- flutnings og var verðmæti þeirra 23% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti álútflutnings jókst um \ 27,8% en verðmæti kísiljárns dróst I saman um 3,1%. Verðmæti annarra iðnaðarvara jókst um 21,7%. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu ellefu mánuði ársins var 3,6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mikil aukning var á innflutningi á flutningatækjum á tímabilinu og nam innflutningur þeirra 18% alls innflutnings en verð- , mæti þeirra var 16% meira en árið á undan. Neysluvörur, aðrar en mat- og f drykkjarvörur, námu 19% alls inn- flutnings og var verðmæti þeirra 11% meira en á sama tímabili 1998 og vó verðmæti þeirra 23% af heildarinnflutningi janúar-nóvem- ber 1999. VÖRUSKIPTIN^: ^ VIÐ ÚTLÖNDH Verðmæti innflutnings og útflutnings V ^ - jan. - nÓV. 1998 Og 1999 1998 1999 Breytingá (fob virði í milljónum króna) jan.-nóv. jan.-nóv. föstu gengi* Útfiutningur alls (fob) 122.856,7 133.520,5 +8,5% Sjávarafurðir 91.630,3 89.966,3 -2,0% Landbúnaðarafurðir 1.769,3 1.951,5 +10,1% Iðnaðarvörur 27.704,6 34.034,9 +22,7% Ál 16.271,9 20.822,6 +27,8% Kísiljárn 2.899,1 2.814,7 -3,1% Aðrar vörur 1.752,5 7.567,8 - Skip og flugvélar 328,5 6.098,1 - Innflutningur alls (fob) 149.209,4 154.839,4 +3,6% Matvörur og drykkjarvörur 12.820,4 14.127,3 +10,0% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 38.802,1 35.660,3 -8,2% Óunnar 2.417,8 1.320,5 -45,5% Unnar 36.384,2 34.339,7 -5,8% Eldsneyti og smurolíur 7.738,6 8.390,3 +8,3% Óunnið eldsneyti 319,5 227,9 -28,8% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.580,2 1.724,8 +9,0% Annað unnið eldsn. og smurolíur 5.838,9 6.437,7 +10,1% Fjárfestingarvörur 38.389,4 38.344,8 -0,3% Flutningatæki 24.114,3 28.031,0 +16,1% Fólksbílar 10.287,7 12.565,7 +22,0% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 2.838,7 3.384,5 +19,0% Skip 3.824,7 4.537,5 +18,5% Flugvélar 3.502,5 3.403,4 -3,0% Neysluvörur ót.a. 27.076,7 30.074,1 +10,9% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 268,0 211,6 -21,1% Vöruskiptajöfnuður -26.352,8 -21.318,9 - ' Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-nóvember 1999 0,2% hærra en árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS Velta á Verðbréfáþingi íslands 1998-99 Upphæðir í milljörðum kr. 1998 Húsbréf 72,5 Hlutabréf_________________________12,7 Ríkisvíxlar_______________________63,3 Bankayíxlar 68,4 Spariskirteim 50,3 Húsnæðisbréf______________________11,3 Önnur langt. skuldabréf 11,8 Ríkisbréf 10,8 SAMTALS 301,1 1999 75,2 40.1 22,8 21,0 16.2 13,9 10,4 Breyting +3,7% -215,2% -64,0%' -69,2% ..-67,8% +22,5% -11,4% 9,1 208,6 -16,2% -30,7% mmw
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.