Morgunblaðið - 31.12.1999, Page 26

Morgunblaðið - 31.12.1999, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðskipti með hlutabréf innan Verðbréfaþings og utan á árinu ÁVÖXTUN FYRIRT/EKJA Á VERÐBRÉFAÞINGI 1999 Marel hækkaði um 219,7% HLUTABRÉF í Marel hf. hækk- uðu mest allra félaga á Verðbréfa- þingi íslands á árinu 1999 eða um 219,7%. Lokagengi bréfa í Marel á síðasta viðskiptadegi Verðbréfa- þings Islands á árinu var 44,6 en var 13,95 á síðasta viðskiptadegi í fyrra. Marel sýndi neikvæða ávöxt- un um 23% á árinu 1998 en árið 1997 hækkaði það næstmest allra félaganna. Viðskipti með hlutabréf Marels á Verðbréfaþingi íslands námu 2 milljörðum á árinu en utanþingsvið- skipti með bréf félagsins námu 1.580 milljónum. I gær voru 19 við- skipti með hlutabréf Marels fyrir rúmar 25 milljónir en gengið lækk- aði lítillega eða um 0,2%. Heildarviðskipti með bankana á árinu 26 milljarðar króna Markaðsverðmæti einstakra fé- laga á Aðallista VÞÍ er allt frá 798,2 milljónum Tanga hf. yfir í Eimskip sem er metið á 41,2 milljarða. Markaðsverðmæti Landsbanka Is- lands er 29,6 milljarðar og FBA 24,5 milljarðar. Islandsbanki er metinn á 21,9 milljarða og Búnaðar- bankinn á 20,7 milljarða. Samanlagt markaðsverðmæti bankanna fjög- urra er því tæpir 97 milljarðar króna. Viðskipti á VÞI með hluta- bréf í bönkunum námu um 10,7 milljörðum á árinu og utanþingsvið- skipti námu 15,3 milljörðum. Heild- arviðskipti með bankana á árinu 1999 voru því fyrir um 26 milljarða króna. Af 45 félögum lækka 8 Aðrir hástökkvarar ársins á Aðal- lista VÞÍ sem á eru skráð 45 félög, voru Skýrr hf. sem hækkaði um 117,1% á árinu, Sæplast hækkaði um 95,9%, Nýherji um 95,5% og Landsbanki íslands um 94%. SR-mjöl hf. lækkaði mest allra fyrirtækja á Aðallista eða um 31,3% á árinu. Hlutabréf SR-mjöls lækk- uðu einnig á árinu 1998. Alls lækk- uðu hlutabréf 8 félaga á Aðallista á árinu, hlutabréf hinna 37 hækkuðu. Hlutabréf í Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur lækkuðu um 25% á árinu og Hraðfrystihúss Eskifjarðar um 25,8%. Meiri velta með hlutabréf á VÞÍ en áður samanlagt A árinu námu viðskipti með hlutabréf á VÞÍ alls 40,08 milljörð- um króna en á síðasta ári var heild- arveltan 12,7 milljarðar og er aukn- ingin 215%. Veltan á árinu er meiri en samanlögð velta hlutabréfa á VÞÍ frá upphafi. Utanþingsvið- skipti með bréf félaga á Aðallista á árinu 1999 voru tæplega tvöföld við- skiptin á VÞÍ eða 74,74 milljarðar. Mest viðskipti á VÞI á árinu voru með bréf Islandsbanka fyrir 4,8 milljarða, bréf FBA fyrir 3,5 millj- arða og bréf Eimskipafélags ís- lands fyrir 3,3 milljarða. Mest utan- þingsviðskipti voru með bréf FBA fyrir 8,36 milljarða, bréf Útgerðar- félags Akureyringa fyrir 6,3 millj- arða, Samherja fyrir 4,87 milljarða og íslandsbanka fyrir 4,5 milljarða. Annar stærsti viðskiptadagur með hlutabréf frá upphafi Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 46,36% á árinu og er nú 1.618, 36 stig sem er met. Viðskipti með hlutabréf á þinginu í gær voru fyrir 620 milljónir króna og er dagurinn sá annar stærsti með hlutabréf frá upphafi en 18. ágúst sl. urðu við- skipti fyrir 679 milljónir króna. Mest viðskipti í gær urðu með hlutabréf Búnaðarbankans fyrir 80 milljónir, Flugleiða fyrir 61 milljón og FBA fyrir 50 milljónir. Utan- þingsviðskipti með hlutabréf í gær voru fyrir 914,2 milljónir. Heildar- viðskipti með hlutabréf í gær voru því fyrir rúman einn og hálfan millj- arð. 21,3 milljarða halli á vöru- skiptum FYRSTU ellefu mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 133,5 milljarða króna en inn fyrir 154,8 milljarða. Halli á vöruskiptum við útlönd nam því 21,3 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 26,4 milljarða króna á föstu gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,1 milljarði betri á föstu gengi fyrstu 11 mánuði þessa árs en á sama tíma árið áður. í frétt frá Hagstofu íslands kem- ur fram að í nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 14,8 milljarða króna og inn fyrir 14,5 milljarða. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 300 milljónir en í nóv- ember í fyrra voru þau óhagstæð um 3,6 milljarða á föstu gengi. Verðmæti útfluttra sjávar- afurða 2% minna í ár Heildarverðmæti vöruútflutnings var 8,5% meira á föstu gengi en á sama tímabili í fyrra. Sjávarafurðir voru 67% alls útflutnings þetta tíma- bil og var verðmæti þeirra 2% minna en á sama tíma í fyrra. Verð- mæti útflutnings á frystum ílökum jókst um 10% og ferskfiskútflutn- ings um 31,4%. Aftur á móti dróst verðmæti lýsisútflutnings saman um 50,4% og fiskimjöls um 27,5%. Verðmæti frystrar rækju dróst saman um 13,6%. Iðnaðarvörur voru 25% alls út- flutnings og var verðmæti þeirra 23% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti álútflutnings jókst um \ 27,8% en verðmæti kísiljárns dróst I saman um 3,1%. Verðmæti annarra iðnaðarvara jókst um 21,7%. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu ellefu mánuði ársins var 3,6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mikil aukning var á innflutningi á flutningatækjum á tímabilinu og nam innflutningur þeirra 18% alls innflutnings en verð- , mæti þeirra var 16% meira en árið á undan. Neysluvörur, aðrar en mat- og f drykkjarvörur, námu 19% alls inn- flutnings og var verðmæti þeirra 11% meira en á sama tímabili 1998 og vó verðmæti þeirra 23% af heildarinnflutningi janúar-nóvem- ber 1999. VÖRUSKIPTIN^: ^ VIÐ ÚTLÖNDH Verðmæti innflutnings og útflutnings V ^ - jan. - nÓV. 1998 Og 1999 1998 1999 Breytingá (fob virði í milljónum króna) jan.-nóv. jan.-nóv. föstu gengi* Útfiutningur alls (fob) 122.856,7 133.520,5 +8,5% Sjávarafurðir 91.630,3 89.966,3 -2,0% Landbúnaðarafurðir 1.769,3 1.951,5 +10,1% Iðnaðarvörur 27.704,6 34.034,9 +22,7% Ál 16.271,9 20.822,6 +27,8% Kísiljárn 2.899,1 2.814,7 -3,1% Aðrar vörur 1.752,5 7.567,8 - Skip og flugvélar 328,5 6.098,1 - Innflutningur alls (fob) 149.209,4 154.839,4 +3,6% Matvörur og drykkjarvörur 12.820,4 14.127,3 +10,0% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 38.802,1 35.660,3 -8,2% Óunnar 2.417,8 1.320,5 -45,5% Unnar 36.384,2 34.339,7 -5,8% Eldsneyti og smurolíur 7.738,6 8.390,3 +8,3% Óunnið eldsneyti 319,5 227,9 -28,8% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.580,2 1.724,8 +9,0% Annað unnið eldsn. og smurolíur 5.838,9 6.437,7 +10,1% Fjárfestingarvörur 38.389,4 38.344,8 -0,3% Flutningatæki 24.114,3 28.031,0 +16,1% Fólksbílar 10.287,7 12.565,7 +22,0% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 2.838,7 3.384,5 +19,0% Skip 3.824,7 4.537,5 +18,5% Flugvélar 3.502,5 3.403,4 -3,0% Neysluvörur ót.a. 27.076,7 30.074,1 +10,9% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 268,0 211,6 -21,1% Vöruskiptajöfnuður -26.352,8 -21.318,9 - ' Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-nóvember 1999 0,2% hærra en árið áður. Heimild: HAGSTOFA ÍSLANDS Velta á Verðbréfáþingi íslands 1998-99 Upphæðir í milljörðum kr. 1998 Húsbréf 72,5 Hlutabréf_________________________12,7 Ríkisvíxlar_______________________63,3 Bankayíxlar 68,4 Spariskirteim 50,3 Húsnæðisbréf______________________11,3 Önnur langt. skuldabréf 11,8 Ríkisbréf 10,8 SAMTALS 301,1 1999 75,2 40.1 22,8 21,0 16.2 13,9 10,4 Breyting +3,7% -215,2% -64,0%' -69,2% ..-67,8% +22,5% -11,4% 9,1 208,6 -16,2% -30,7% mmw

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.