Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELISABET MARIA JÓHANNSDÓTTIR + Elísabet María Jóhanns- dóttir fæddist á Akureyri 10. janúar 1941. Hún lést á heimili sínu í Keflavík 29. des- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 4. janúar. í fórum við öldu og áttar kast margt orð mér leið í minni. Draumarnir komu, ég lék og þú last í lítilli stofu inni. Hvort logn var á sæ eða bára brast þú bjóst mér í hug og sinni. (Einar Ben.) Elsku frænka. Þetta ljóðabrot Einars Ben hefur allt frá því ég las það fyrst minnt mig á þig og fjölskylduna þína. Líf ykkar var svo lærdómsríkt fyrir mig, þið kunnuð svo vel að meta hvað var mikilvægt og hvað gat beðið. Samstilltur hópur sem ötul- lega vann að framförum og uppeldi hvers einstaklings. Ég man hvernig málefni voru rædd innan fjölskyld- unnar, ekki var mokað undir mottur eða geymt í pokum. Þið vissuð svo vel að ef gott hráefni var ekki meðhöndlað strax rétt og vel þá gat afurðin skemmst. Elsku Elsa, þú varst svo stolt af hópnum þínum og þau af þér. Og núna þegar sorg- in knýr á er tekið á móti henni af einlægni og virðingu. Við kveðju- stund er margs að minnast og margs að sakna. Manstu er þú hélst á mér nýfæddri ókunnugri bróður- dóttur? Þú nýflutt frá æskuheimili þínu á Hríseyjargötunni og alla leið vestur á firði. Mamma þín vildi hjálpa syni sínum og stóra bróður þínum með þennan nýfædda unga. Efalítið var þetta ekki ljúf breyting í byijun. Seinna naut ég þess að fara með á Hríseyjargötuna. Lágur aldur minn kom ekki í veg fýrir að ég drykki í mig allt sem þú sagðir og gerðir. Rokkæfingar á stofugólf- inu í rokkpilsi sem þú saumaðir. Ég fékk pils úr mittisafklippunni, náði aldrei þeirri leikni að láta pils- ið standa beint út í snúningnum eins og þú gast. Allt í einu varstu farin í héraðsskóla, svo flott í svartri rúllukragapeysu með merki skólans ísaumuðu, komst í heimsókn með bekkjarsystur, kynntir mig. „Þetta er hún bróðurdóttir mín, Dista.“ „Ég gaf henni Distu-nafnið mitt.“ Distu-nafnið hef ég notað með stolti, kæra frænka. Svo kom Ósk- ar, skipstjórinn, með skegg, hatt og í frakka, svo flottur, þið voruð svo flott. Fjölskyldan stækkaði. í hópinn bættust Ebba, Þórhallur, Kalli og Kristinn. Samverustundirn- ar voru kærkomnar. Ebba reyndi að stjóma hópunum þegar saman vom komin systkinabömin. Rakst misvel, sérstaklega þegar klæða átti strákana Gulla og Þórhall í kjóla af mömmum, ömmum og frænkum og ekki má gleyma Tótu skónum sem vom með gati! Þetta var Dimmukomputímabilið, Elsa að pijóna, sauma, lesa þegar allir vom sofnaðir, Dista að verða stór. Farin að búa, ef eitthvað þurfti að gera, laga ís, sauma selskapsfatnað eða annað vandasamara spyija Elsu, fá ráð hjá Elsu, skreppa til Elsu. Svo er tíminn liðinn. Elsku frænka, minningarnar em ótalmargar, hvort sem þær eru frá Patró, Húsavík, Akureyri, Stokks- eyri eða Keflavík, þá er af nógu að taka. Takk fýrir samveruna og þinn hlut í uppeldi mínu sem er mér kær. Elsku Óskar, frændsystkini, Anna Pála, Steina og allt litla frændfólkið mitt. Megi góður Guð gefa ykkur styrk til að halda sjó- ferðinni áfram, hvort sem er í logni eða áttar kasti. Sveinbjörg Anna (Dista). Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. RAÐAUGÍ YSINGAR Stangaveiðimenn ath. Nýtt námskeið í fluguköstum hefst nk. sunnu- dag í Laugardalshöllinni kl. 10.20 árdegis. Nýjar SAGE II stangir. Kennt verður 12. og 26. janúar og 2. febrúar. Þetta verður aðeins þriggja daga námskeið. K.K.R. og kastnefndirnar. _ Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, bollastell, gömul póstkort, íslensk spil og húsgögn, stór og smá. Upplýsingar í síma 567 1989. Geymið auglýsinguna. Stjórn listamannalauna Auglýsing um starfslaun listamanna árið 1997 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1997, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991, með áorðnum breytingum. Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum, þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn lista- mannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 15. janúar 1997. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna“ og tilgreina þann sjóð, sem sótt er um laun til. Umsóknareyðu- blöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath.: Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun, verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn lista- mannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum. Vakin er athygli á nýsamþykktum laga- breytingum, sem heimila veitingu starfs- launa til stuðnings leikhópum, enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til ein- stakra leikhúslistamanna. Reykjavík, 9.janúar 1997. Stjórn listamannalauna. JILSÖLU Eldhúsinnrétting til sölu Notuð eldhúsinnrétting vel með farin til sölu. Einnig bakaraofn í vegg (stál), helluplata (stál), vifta, uppþvottavél, stálvaskur og blöndunartæki. Upplýsingar í síma 565 6412. Einingafrystigeymsla Til sölu er einingafrystigeymsla 150 fm, 11 m breið, 13 m djúp og 5,6 m á hæð. Tilbúin til flutnings. Laus strax. Tilboð óskast. Upplýsingar í símum 568 3215/588 1888. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, kl. 17. janúar 1997 kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Austurvegur 18-21, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, sýslumaðurinn á Seyðis- firði, og Vátryggingafélag íslands. Austurvegur 49, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann Ársælsson, gerðarbeiðandi Islandsbanki. Bláskógar 7, Egilsstöðum, þingl. eig. Dagur Kristmundsson, gerðar- beiðandi Gúmmívinnslan hf. Brattahlíð 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeið- endur Lífeyrissjóður stm. ríkisins og Lífeyrissjóðurverslunarmanna. Brekkubrún 3a, Fellabæ, þingl. eig. Steinbogi hf., gerðarbeiðendur Fellahreppur og sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Deildarfell, Vopnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, gerðarbeiðend- ur Búnaðarsamband Austurlands og Kraftur hf. Hafnarbyggð 27, Vopnafirði, þingl. eig. Ólafur Rúnar Gunnarsson og Steingerður Steingrímsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Lífeyrissjóður Austurlands. Hamrabakki 12, Seyðisfirði, þingl. eig. Seyðisfjarðarkaupstaður, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna. Lagarfell 2, 67,73%, Fellabæ, þingl. eig. Samkvæmispáfinn hf., gerð- arbeiðandi Fellahreppur. Leirubakki 4, Seyð'sfirði, þingl. eig. Jón Guðmundsson og Einar Hólm Guðmundsson, gerðarbeiðendur Byggingarsjóöur ríkisins, sýslumaðurinn á Seyðisfirði og Vátryggingafélag islands. Miðfjarðarnes 1 og 3, Skeggjast., þingl. eig. Indriöi Þóroddsson, gerðarbeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Ránargata 9-15 (hluti úr Haföldulóð) Seyðisfirði, þingl. eig. Árni Jón Sigurðsson og Páll Ágústsson, gerðarbeiðandi sýslumaöurinn á Seyðisfirði. Steinholt 16, Vopnafiröi, þingl. eig. Vigfús Davíðsson og Sigurbjörg Árný Björnsdóttir, gerðarbeiðandi Bygginarsjóður ríkisins. Tjarnarbraut 17, e.h., Egilsstööum, þingl. eig. Guðrún Tryggvadótt- ir, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Túngata 11, e.h. og 1/2 kj., Seyðisfirði, þingl. eig. Baldur Sveinþjörns- son, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar. Árstígur 6, Seyðisfiröi, þingl. eig. Gunnar Haukur Sveinsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóðgr rikisins og sýslumaðurinn á Seyðisfirði. Árstígur 11, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Hilmar Jónsson, gerðarbeið- andi sýslumaöurinn á Seyðisfirði. Öldugata 13, e.h., Seyðisfirði, þingl. eig. GeirStefánsson, geröarbeiö- andi Byggingarsjóður ríkisins. 10. janúar 1997. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði. £3\ Damstahl R YÐFRÍTT STÁL FYRIR ÍSLENSKANIÐNAÐ Lagerhúsnæði óskast Innflutningsfyrirtæki óskar eftir 400-500 fm lagerhúsnæði til leigu á höfuðborgarsvæð- inu. Húsnæðið þarf að hafa yfir 4 m loft- hæð, stórar innkeyrsludyr, rúmgóða aðkomu og góða vegtengingu við aðalleiðir. Upplýsingar gefur Steinn Eiríksson í síma 511 5400 eða 897 2765. auglýsingar Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.00. Allir hjartanlega velkomnir. Dagsferð 11. janúar Skíðagöngunámskeið fellur niður. Dagsferð 12. janúar kl. 10.30: Raðganga Útivistar 1997, 1. áfangi. Gengið á reka suður á Reykjanesskaga. í þessum 1. áfanga verður geng- ið frá Garöskagaflös suður að Bæjarskerjum við Sandgerði. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MORKiNNt 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur12. janúar kl. 11 a) Skíðaganga í Bláfjöllum. Mætið vel í fyrstu skíöagöngu ársins. Verð 1.000 kr. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörk- inni 6. b) Rauðavatn - Mörkin 6. Við bjóðum einnig upp á þessa þægilegu göngu um skógarstiga við Rauöavatn og siðan niður um Elliðaárdal i Mörkina. Um 2-3 klst. fjölskylduganga. Verð 500 kr., frítt fyrir börn m. fullorönum. Brottför í þessa göngu er að- eins frá Ferðafétagshúsinu, Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. Smiðjuvegi 5, Kópavogi Samkoma i kvöld kl. 20. Gestir frá Noregi. ... allir þér sem þyrstir eruð, komið hingað til vatnsins. Jes. 55.1. Kripalujóga: Byrjendanámskeið í jóga 13. -22. jan. á mán. og mið. kl. 20-22 og lau. 18. jan. kl. 13-17. Leiðbeinandi: Jón Ágúst Guðjónsson. 14. -30. jan. á þri. og fim. kl. 20-22. Leiðbeinandi: Áslaug Höskuldsdóttir. 27. jan-12. feb. á mán. og mið. kl. 20-22. Kynning á jóga í dag, laugardaginn 11. janúar, kl. 13-15. Allir hjartanlega velkomnir. Einkatímar: Nudd, ölduvinna, hómópatía. Bækur um jóga og andleg efni, tónlist og fræðsluefni. IÓCASTÖDIN HEIMSLJÓS Jogastöðin Heimsljós, Ármúla 15, sími 588 4200 kl. 13-19 alla virka daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.