Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 J m MORGUNBLAÐIÐ 1 \\\ ■ lLUl ||M JjglgIÐAR á vínflöskum eru margvís- Í'ÉwiP legir og þótt hlutverk þeirra sé oft- 1 H ar en ekki að draga athygli vænt- anlegs kaupanda að flöskunni þá geta þeir jafnframt fælt frá með því að rugla viðskipta- vininn í ríminu í stað þess að laða hann að vörunni. Ekki auðveldar það málið að reglur og hefðir varðandi miðamerkingar eru ólíkar milli ríkja og jafnvel milli vínræktarsvæða í sama landinu. Til að breyta flöskumiðanum úr hindrun í hjálpartæki við leit að rétta miðanum er hægt að beita nokkrum tiltölulega einföldum þumalputtareglum. I fyrsta lagi verður að greina á milli þess sem skiptir máli og þess sem skynsamlegra getur verið að leiða hjá sér. Reglur um flöskumerkingar eru staðlaðar í Evrópu og ákveðnir hlutir sem ávallt koma fram, t.d. magn, áfengismagn, upplýsingar um framleiðanda og (þegar það á við) hvaðan vínið kemur. Grunnurinn að ESB-merking- unum er franska kerfíð sem byggist á því að vínin eru flokkuð í nokkra meginflokka. Neðsti flokkurinn er borðvín eða vin de table, vín sem engar reglur gilda um nema það að þau eiga að vera frá viðkomandi ríki. í Þýskalandi kallast þessi vín Tafelwein og Vino di Tavolaá Italíu. Milliflokkurinn nefn- ist sveitavín (vin de pays) sem t.d. á þýsku út- leggst Lantwein. í þeim flokki er gerð krafa um að vínin séu frá tilteknu svæði en vín- gerðarmenn hafa að því undanskildu nær frjálsar hendur varðandi þrúguval og aðferð- ir. Standi appelation controlée á flösku af CUVfl ISON I9»4 NAPA VAU.KV CHAROONNAY iJSPrsr i chamber2- J>IMOO|.n * * *»•»»« ÍIAWWJJ1 **mm eJXfíí urgogne, Rhone, Toscana, Piemonte og Rioja. Þessi svæði skiptast síðan í mismun- andi mörg undirsvæði. Framleiðandi vínsins skiptir hér mjög miklu máli og þá getur málið orðið flókið. Það skiptir öllu máli frá hvaða víngerðarfyrirtæki Bordeaux-vínið eða Búrgundarvínið kemur. Hér koma uppfletti- rit að góðu gagni. Utan Evrópu eru reglur allar um merking- ar mun frjálsari. Flokkaskipting tíðkast ekki og neytendur verða því að treysta á einstaka framleiðendur um framleiðslu gæðavína. I vínræktarríkjum í Nýja heiminum, Astralíu, Kalifomíu, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og Chile, er það yfirleitt þrúgan sem skiptir mestu máli hjá framleiðandanum en ekki frá hvaða svæði eða ekru vínið kemur. Segja má að fimm til tíu þrúgur sú allsráðandi á þess- um markaði og er í nær öllum tilvikum um að ræða þrúgur sem þekktustu vín Frakklands byggjast á. Dæmi má nefna af rauðvínsþrúg- unum Cabernet Sauvignon (sem er uppistaða Bordeaux-vína), Merlot (næstmikilvægustu Bordeaux-þrúgunni) og Shiraz (sem er frans- ka Syrah-þrúgan er t.d. Hermitage-vínin grundvallast á). I hvítvínum er Búrgundar- þrúgan Chardonnay sú vinsælasta en Sauvignon Blanc (uppistaða Sancerre og hví- tra Bordeaux-vína) sækir stöðugt á og einnig era menn farnir að líta til þýsku Riesling- þrúgunnar. Það að vín sé merkt með heitinu Cabernet Sauvignon þarf hins vegar ekki að þýða að vínið sé hreint Cabemet-vín. Yfirleitt segja reglur viðkomandi ríkja einungis til um að Það getur verið flókið að rýna í merkingar á framandi vínum á erlendum tungumálum. Steingrímur Signrgeirsson segir að hafí menn hins vegar nokkur grundvallaratriði í huga geti það auðveldað þeim að rata í þessum frumskógi. frönsku víni merkir það að um er að ræða vín í efsta flokknum. Ekki er þar með sagt að þetta séu vönduð vín en engu að síður vín sem fylgja ströngustu reglunum. Þau koma frá afmörkuðu svæði (sem til- greint er) og fylgja þeim reglum sem hefðir viðkomandi svæðis segja til um varðandi þrúgur, uppskeramagn og framleiðsluaðferð- ir. Þannig era nær öll hvít Búrgundarvín (t.d. Chablis og Pouilly-Fuissé) framleidd úr þrúgunni Chardonnay þótt það sé ekki til- greint á flöskunni. Grannhugsun franska kerfisins er að vínið eigi að endurspegla svæðið en ekki þrúguna. Ef einhver víngerð- armaður í Chablis vill gera vín úr annarri þrúgu, t.d. Sauvignon Blanc, má hann ekki kalla vínið Chablis og verður að flokka það sem vin de pays. Stundum geta þó vínræktarmenn valið úr miklum fjölda hefðbundinna þrúgna, jafnvel einhveijum tugum, og ráða því sjálfir hvort þeir nota eina eða allar og í hvaða hlutfóllum. Sú er til dæmis raunin í Chateauneuf-de- Pape í Frakklandi og Rioja á Spáni. Aþekkir fiokkar era til staðar í öðrum Evr- ópuríkjum. Flokkunarkerfið heitir DO á Spáni og DOG eða DOCG á Ítalíu. Flóknara verður að henda reiður á merkingunum þeg- ar vínið kemur frá afmörkuðum hluta innan tiltekins héraðs, jafnvel einni vínekra. Þá er hins vegar yfirleitt um bestu vínin að ræða. Hvergi era merkingarnar flóknari og á köfl- um óskiljanlegri en á þýskum vínum. Þýska kerfið er það flókið að flestum fallast hendur er þeir eiga að reyna að skilja það (að ekki sé nú talað um þegar gotneskt letur er notað að aula) og þýski víniðnaðurinn er löngu búinn að gera sér grein fyrir því að kerfið er orðið ein helsta hindranin í vegi þess að vín þessi nái alþjóðlegri fótfestu á ný í síharðnandi samkeppni. Fyrir utan hið lögboðna getur víngerðar- maðurinn einnig sett ýmislegt annað á mið- ann. Oft má sjá flöskur sem á stendur grand vin eða eitthvað annað álíka sem gefur til kynna að um hágæðavín sé að ræða. Stund- um getur það verið raunin en jafnframt verð- ur að hafa hugfast að einungis er um einhliða yfirlýsingu þess sem selur vínið að ræða og styðst hún ekki við annað en hans mat eða óskhyggju, líkt og stundum mætti ætla. Þannig era til óprúttnir framleiðendur sem skreyta flöskur af miðlungsvíni með há- stemmdum og blekkjandi lýsingarorðum. Það sama á við um yfirlýsingar á borð við réserve special, grand cuvéeog svo framveg- is. Þær gefa gott vín í skyn en jafnframt enga tryggingu. Standi Grand Cra eða Premier Cru ein- hvers staðar á flöskunni er vínið hins vegar frá afburðasvæði innan viðkomandi vínhér- aðs, sem skilgreint er með reglum. Þá ber að gera greinarmun á hvers konar vín er í flösk- unni. Ef vín frá Bordeaux er kennt við eitt- hvert tiltekið Chateau er yfirleitt um vín frá afmörkuðum ekram að ræða. Ef nafnið á vín- inu er hins vegar vöramerki þá er yfirleit um vín að ræða sem blandað er úr vínum héðan og þaðan úr viðkomandi vínhéraði. Dæmi frá Bordeaux yæra Mouton-Cadet, Malesan og Blason-Timberlay. Slík vín era aldrei í efsta gæðaflokld en geta verið trygging fyrir traustu vini ef framleiðandinn er virtur. Það má því segja að evrópska kerfið bygg- ist fyrst og fremst á landfræðilegri skilgrein- ingu vínsins. Það sem skiptir máli er vínhér- aðið og framleiðandinn. Vissulega má finna óteljandi mörg vínræktarsvæði í Evrópu en þó era það einungis nokkur þeirra sem skipta veralega miklu máli og gott er að leggja á minnið. Má nefna sem dæmi Bordeaux, Bo- 75-80% af víninu verði að vera úr viðkomandi þrúgu eigi að auðkenna flöskumiðann með nafni hennar. Yfirleitt era þó þessar þekktu þrúgur trygging fyrir ákveðnum lágmarks- gæðum og í mörgum tilvikum er um virkilega hagstæð kaup að ræða þegar Nýjaheimsvínin era annars vegar. Stóri kosturinn við þetta fyrirkomulag er að neytandinn getur gengið að því nokkuð vísu hvernig vín er í flöskunni ef hann þekkir einkenni þessara helstu þrúgna. Það getur jafnvel verið góður inn- gangur inn í hinn flóknari evrópska vínheim að byrja á Chile- eða Ástralíuvínum, sem oft era aðgengilegri jafnt hvað varðar framsetn- ingu sem innihald. Svæðin skipta líkt og áður sagði minna máli í Nýja heiminum en á síðustu áram eru vínframleiðendur þai- þó í auknum mæli farn; ir að draga fram sérstöðu einstakra svæða. I Kaliforníu má nefna Napa-dalinn, Casa- blanca í Chile og Coonawari-a (fyrir rauðvín) og Padthaway (fyrir hvítvín) í Astralíu. Eng- ar reglur gilda þó um hvernig vín frá þessum svæðum eiga að vera líkt og í Evrópu. Ymislegt annað getur verið ágætt að hafa til hliðsjónar, t.d. árgang vínsins. Vilja menn ungt vín eða þroskað? Eldra vín þarf alls ekki að vera betra. Það fer alveg eftir því hvaðan vínið kemur og af hvaða árgangi það er. Sum vín er betra að drekka ung en önnur þurfa að bíða í nokkur ár. Þá era sveiflur milli ár- ganga mun meiri í Evrópu en í Nýja heimin- um, þar sem loftslag er stöðugara. Það er lítil hætta á vorfrosti eða mikilli rigningu í sept- ember í Suður-Astralíu. Afhverju stafa kippir ílíkamanum? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég hef fundið fyrir miklum taugakippum í líkam- anum, aðallega í útlimum. Þetta gerist einkum í hvfld, rétt fyrir svefn. Hvað veldur þessu og hvað er til bóta? Svar: Það er alveg eðlilegt að fólk fái fáeina kippi í líkamann þegar það er að sofna, og ekkert við því að gera. Ef mikil brögð era að þessu gæti verið um að ræða sjúkdóm sem á ensku heitir ,rest- less legs syndrome" og kalla mætti eirðarleysi í fótleggjum á íslensku. Eirðarleysi í fótleggjum hefur stundum verið kallað ,algen- gasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um“ og er þeirri ábendingu beint bæði til almenn- ings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega lýst fyrst árið 1685 en honum vora gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mest hefur verið notað síðan (rest- less legs). Þessi sjúkdómur getur hrjáð fólk á öllum aldri, hann er sjaldgæfur meðal barna en verður algengari eftir því sem fólk eldist og hann er yfirleitt langvarandi. Yngra fólk fær oft hvíldir inni á milli, nokkrar vikur, mánuði eða jafnvel nokkur ár, en svo byrjar þetta oftast aftur. Þegar fólk eld- ist fækkar þessum hvíldum hjá flestum og þær styttast. Sjúkdómurinn hrjáir jafnt konur sem karla og talið er að 2-5% fólks fái hann. í sumum tilfellum finnst skýring og getur eirðarleysi í fót- leggjum fylgt járnskortsblóðleysi (lagast með járngjöf), skorti á B12-vítamíni eða fólínsýra (lagast við gjöf þessara vítamína), meðgöngu (lagast eftir fæðingu), sykursýki og nýmabilun. Einnig getur eirðarleysi í fótleggjum fylgt drykkjusýki, Parkinsonsveiki og jafnvel fleiri sjúkdómum í mið- Taugakippir taugakerfi. Algengast er að ekki finnist skýring á sjúkdómnum og það form hans er talið arfgengt. Nánast ekkert er vitað um orsakir sjúkdómsins í þessum tilvikum og deila menn t.d. um hvort orsakir hans sé að finna í miðtaugakerfinu eða utan þess og þá sennilega í úttaugakerfinu. Algengar lýsingar á óþægin- dunum era á þann veg að þau byrji 5-30 mínútum eftir að viðkomandi leggst út af, sest inn í bfl, kvikmyndahús eða fyrir fram- an sjónvarpið. Oþægindin eru venjulega á svæðinu frá ökklum upp á mið læri en þau geta náð niður fyrir ökkla og stöku sinnum eru þau einnig í handleggjum. Þessu er lýst sem verkjum, óróa, eirðarleysi, pirringi eða óstöðvan- di þörf fyrir að hreyfa fætur og fótleggi. Ein lýsing var þannig að sjúklinginn langaði mest til að berja fætur sína með hamri og honum fannst hann vera að ganga af vitinu. Oðram fannst eins og fótleggir sínir væru fullir af iðandi ormum. Sumir ganga um gólf heilu og hálfu næturnar eins og dýr í búri. Sumum tekst að sofna eftir nokkra stund en aðrir vaka, jafnvel fram undir morgun. Af þessum lýsingum má sjá hve erfitt og alvarlegt ástand margra þess- ara sjúklinga er. Fyrir utan þau fáu tilvik þar sem tekst að finna læknanlega orsök, er því miður ekki hægt að bjóða upp á neina öragga lækningu. Sumir sjúkling- ar fá bót af því að taka lyfin lev- ódópa (notað við Parkinsonsveiki) eða kódein (verkjalyf) en árang- urinn er ekki sérlega góður og þessi lyf geta haft slæmar aukaverkanir. Nokkur önnur lyf hafa verið reynd án teljandi áran- gurs. í Bandaríkjunum hafa verið stofnuð samtök áhugafólks um þennan sjúkdóm (Restless Legs Syndrome Foundation, Southern California Restless Legs Support Group, o.fl.) og hafa þau á stefnuskrá sinni að veita sjúk- lingum stuðning og stuðla að rannsóknum á sjúkdómnum. Ekki er víst að það sé þetta sem er að angra bréfritara og væri réttast fyrir hann að fara til læk- nis og ræða málin við hann. • Lescndur Morgunblaðsins getn spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í sfma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.