Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR ll.JANÚAR 1997 11 FRÉTTIR Aðalskipulag Garðabæjar fram til ársins 2015 kynnt á borgarafundi í fyrrakvöld Ibúabyggð og þjón- usta skipulögð fyrir 17 þúsund íbúa TILLAGA að nýju aðalskipulagi Garðabæjar til ársins 2015 var kynnt á fjölmennum borgarafundi í fyrrakvöld. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar, bæjarstjóra, fóru fram gagnlegar umræður um ýmsa þætti skipulagsins, s.s. ný íbúða- svæði, skólpfráveitumál og umferð- arþunga og umferðarhávaða á stofnbrautum í bænum. Bæjarstjórinn segir að íbúum bæjarins og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta gefist enn kostur á að koma með ábendingar og at- hugasemdir við skipulagstillöguna jafnvel þótt opinber frestur hafi runnið út 4. desember sl. Segir hann að tekið verði við öllum góðum hugmyndum meðan unnið sé að lokafrágangi tillögunnar. Fyrsta tillaga að skipulagi þétt- býlis í Garðabæ, þá Garðahreppi, var samþykkt árið 1955. í núgild- andi aðalskipulagi Garðabæjar, sem tekur til tímabilsins 1985-2005 var nánast öllu bæjarlandinu skipt upp í skipulagssvæði, óbyggð svæði eða framkvæmdasvæði. í nýju skipulagi er lokið við að skilgreina landnotkun þar sem skipulagi var áður frestað. í greinargerð með aðalskipu- lagstillögunni segir að á grundvelli nýrrar spár um þróun íbúafjölda væri aðalskipulagið endurskoðað. Aætlað er að fjöldi íbúa í bænum fullbyggðum geti orðið um 17 þús- und manns, eða rúmlega tvöfaldur miðað við það sem nú er. Fjögur ný íbúðasvæði Á skipulagstímabilinu er reiknað með að byggð verði fjögur ný íbúða- svæði, tvö innan núverandi byggðarkjarna, á Arnarneshálsi og Hraunsholti og tvö utan hans, á Hnoðraholti í austurjaðri bæjarins og á Garðaholti. Aðeins er þó fyrir- hugað að hefja fyrsta áfanga við uppbyggingu íbúðabyggðar á Garðaholti. Framkvæmdir á atvinnusvæðum, í Molduhrauni, á norðanverðum Arnarneshálsi, við Vífilsstaði og í Vetrarmýri, munu miðast við eftir- spurn eftir atvinnulóðum og ákvörð- un heilbrigðisyfirvalda um framtíð Vífilsstaða. Áfram verður unnið að uppbygg- ingu íþróttamannvirkja í bænum, annars vegar við íþróttasvæðið við Ásgarð og hins vegar í skólahverf- inu í Hofsstaðamýri en þar á að byggja íþróttahús. Þá er stefnt að byggingu nýs skóla í Garðaholti í lok skipulagstímabilsins. Umhverfisskipulag er hluti aðal- skipulagsins og er þar fjallað um svæði sem skilgreind eru sem opin svæði til sérstakra nota og svæði sem ekki eru sérstaklega afmörkuð sem framkvæmda- eða skipulags- svæði. Stefnt er að því í skipulags- tillögunni að hannað verði samfelit kerfi aðgengilegra útivistarsvæða. Breytingar á vegakerfi í því skyni að vegir um Garðabæ anni vaxandi umferð eru gerðar tillögur um talsverðar breytingar á vegakerfi Garðabæjar. Gert er ráð fyrir mislægum gatnamótum á nokkrum stöðum á stofnbrautum í Garðabæ, á Hafnarfjarðarvegi, Reykjanesbraut, Arnarnesvegi og Álftanesvegi. Gerð er tillaga um að framhald Arnarnesvegar tengist Breiðholtsvegi við Vatnsendahvarf og að Álftanesvegur verði færður til og fái nýtt vegarstæði frá Bessa- staðahreppi að Engidal. Vífils- staðavegur mun samkvæmt tillög- unni ná frá Vífilsstaðavatni að Garðaholti á Álftanesi og mun þannig tengja íbúðasvæði bæjar- ins. Breyta þarf eignarhaldi Vegna skipulagsvinnunnar þarf að huga að breytingum á eignar- haldi lands en stefna bæjaryfirvalda er að land sem ætlað er fyrir bygg- ingarsvæði sé í eigu bæjarins. Arið 1992 keypti Garðabær land ríkisins á Álftanesi og hefur því umráð yfir fyrirhuguðu byggingalandi á Garðaholti. Nokkur fyrirhuguð fram- kvæmdasvæði eru þó enn í einka- eign, þ.á m. á Arnarneshálsi, í Set- bergslandi og Urriðavatnslandi. Vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stofnbrautir mun víða þurfa að huga að eignarhaldi lands og færa ýmist úr eigu bæjarsjóðs eða einka- eign í eigu ríkissjóðs, að því er fram kemur í greinargerð með skipu- lagstillögunni. Náttúruverndarsamtök gera athugasemdir við nýja legu Álftanesvegar um Gálgahraun Lambhúsatjörn Amarnesvogur í \ íbúða■ Hraunsholt íbúða- , svæði (\ íbúða- svæðí ibúða- svæði * Engidalur IIÍIliilsÍÍÍ . HAFINARFJORÐUR Sveitartélagamörk MÁ BJÓÐA ÞÉR í DANS ? Kennslustaðir: • Reykjavík • Mosfellsbær • Grindavík • Keflavík • Garður • Sandgerði Innritun daglega til 11. jan. í síma 552 0345 kl. 16-20 Kennsla hefst sunnud. 12. jan. Kennum alla dansa: samh’œmisdansa, gömlu dansana, rock'n roll, tjútt, diskódansa og kántrý. Aukatímar fyrir þá sem vilja taka þátt í íslandsmeistarakeppni. • Einkatíniar /3>/ó' "privathópa" • Böm 3-4 ára Léttar hreyfmgar og leikir sem örva hreyfiþroska. Barnahópar - unglingar - fullordnir - hjón - pör Gjaldskrá óbreytt frá liðnum vetri. Systkinaafsláttur-Jyrsta barn fullt gjald, annað barn hálft gjald, þriðja barn og þar yfrfritt. Aukaafsláttur efforetdr- ar eru einnig í dans- námi. DANSSKOLI STVALDSSOHAB Upprifjunarnámskeið - 6 skipti fyrir þá sem lært hafa áður Bæjarsljóri segir tillöguna vel ígrundaða NOKKUR náttúruverndarsamtök, þ.á m. Náttúruverndarráð, Fugla- verndarfélagið og Hið íslenska nátt- úrufræðifélag, hafa gert athuga- semdir við fyrirhugaða breytingu á legu Álftanesvegar í tillögu að nýju aðalskipulagi Garðabæjar 1995- 2015. Telja þau nýjan veg geta vald- ið spjöllum á heilstæðri hraunbreiðu og spillt fuglalífi. Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri segir tillöguna vel ígrundaða og að mati skipulagsnefndar Garða- bæjar væri nýja vegarstæðið sú leið um svæðið sem raskaði umhverfí minnst. í skipulaginu er lagt til að nýr vegur verði lagður fjær byggð, mitt í gegnum Gálgahraun á Álfta- nesi þar sem það er sléttast, vegna grenndar við íbúðasvæði og ófull- nægjandi undirbyggingar og veglínu. I umsögn Náttúruverndarráðs segir að mikilvægt sé að tryggja verndun Gálgahrauns sem hingað til hafí fengið að vera óraskað. Seg- ir að í hrauninu sé fjölbreyttur gróð- ur en þar væru einnig söguminjar, sögustaðir, fornar götur og búsetu- minjar frá ýmsum tímum. Minnt er á að Gálgahraun væri nyrsta tungan af rúmlega 10 km löngu hrauni sem komið er úr Búr- felli og nefnt hefur verið Búrfells- hraun. Að mati Náttúruverndarráðs er „Búrfellshraun í hópi merkra nátt- úruminja sem forðast ber að raska frekar en orðið er.“ í umsögninni er vísað tii alþjóð- legra skyldna Islendinga varðandi verndun einstæðra jarðmyndana. Besta leiðin að mati nefndar Bæjarstjórinn segir tillögu um nýtt vegarstæði vel ígrundaða en hún væri niðurstaða nærri tveggja ára undirbúnings og athugunar á aðstæð- um á Álftanesi. „Skipulagsnefndin hefur legið yfir þessum hugmyndum og þetta er sú tillaga sem hún telur besta til að kynna,“ segir hann. Ingimundur segir að skipulags- nefnd og vegagerðarmenn hafi kannað ítarlega hvort færi betur miðað við umhverfissjónarmið að Iáta veginn liggja þar sem tillaga er gerð um eða við hraunjaðarinn. „Það er mat manna í nefndinni að þessi leið sem tillaga er gerð um raski minnst umhverfinu," segir Ingimundur. Bæjarstjórinn segir að skipulags- nefnd muni taka afstöðu til athuga- semda á næstu vikum. Því næst verði afstaða tekin til lokatillögu um skipulag í bæjarstjórn sem sendir hana loks til skipulagsstjórnar ríkis- ins til umfjöllunar. Ingimundur segist telja að íbúar hafi fremur áhyggjur af vaxandi umferðarþunga og umferðarhávaða á stofnbrautum í bæjarfélaginu, Reykjanesbraut og Hafnarfjarðar- vegi. Þetta hafi komið skýrt fram á nokkrum kynningarfundum í haust. Á hinn bóginn hafi aðeins einn fund- argestur á borgarafundi í fyrrakvöld gert Álftanesveg að umtalsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.