Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 ERLENT Hebron Viðræður þrátt fyrir tilræði Jerúsalem, París. Reuter. ÍSRAELAR, Palestínumenn og Bandaríkjamenn reyndu í gær að bjarga friðarviðræðunum við botn Miðjarðarhafs frá því að stöðvast, eftir að sprengjutilræði á strætis- vagnastöðvum í Tel Aviv slösuðu 13 manns í fyrradag. Enginn hefur enn lýst tilræðunum á hendur sér. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, hét því að brugðizt yrði við af „ýtrustu alvöru“ ef í ljós kæmi, að Palestínumenn væru ábyrgir fyrir sprengingunum. En bæði ísraelskir og palestínskir emb- ættismenn sögðust myndu halda áfram viðræðum við sendifulltrúa bandaríkjastjómar, Dennis Ross, um tafir sem orðið hafa á því að ísrael- ar standi við gerða samninga um að skila hlutum hemumdu svæðanna á Vesturbakkanum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær að sprengjutil- ræðin á fimmtudagskvöld „snertu aðeins innanríkismál í ísrael" og fullyrti að Palestínumenn hefðu ekk- ert með þau að gera. Reuter Skipun um handtöku verkalýðforingja í Suður-Kóreu Segjast svara með allsherj arverkfalli il. Reuter. DOMSTOLL í Suður-Kóreu hefur skipað fyrir um handtöku sjö leið- toga verkfallsmanna og virðast stjórnvöld ætla að hafa hótanir um allsheijarverkfall og áskoranir al- þjóðlegra verkalýðssamtaka að engu. Verkalýðsleiðtogamir hafa leitað hælis í Myongdong-dómkirkjunni í Seoul og hóta allsheijarverkfalli í landinu, einnig hjá opinbemm starfsmönnum, verði reynt að hand- taka þá. Skömmu eftir að hand- tökutilskipunin var gefín út bar verkamaður eld að klæðum sínum í átökum milli verkfallsmanna og óeirðalögreglu í borginni Ulsan. Brenndist hann illa og var tvísýnt um líf hans. Verkalýðsleiðtogamir hafa skor- að á fólk að efna til mesta verkfalls í sögu landsins nk. þriðjudag og á það að standa í tvo daga. Er ólgan í landinu til komin vegna nýrrar vinnulöggjafar, sem bindur enda á eins konar æviráðningu launafólks og auðveldar vinnuveitendum að ráða til sín og segja upp fólki. Frammámenn í Alþjóðasambandi fijálsra verkalýðsfélaga koma til Seoul í dag og ætla að reyna að fá stjórnvöld til að afnema nýju lögin og yfirmaður Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar hefur skorað á þau að reyna ekki að handtaka verkalýðsforingjana. Jin Nyum, at- vinnumálaráðherra S-Kóreu, hefur vísað þessum tilmælum á bug og segir, að í engu öðru iðnríki hafi laun hækkað um 15% árlega í mörg ár þrátt fyrir sífellda ókyrrð á vinnumarkaði. Skáka lögregl- unnií Belgrad MÓTMÆLI námsmanna og stjórnarandstöðunnar í Serbíu héldu áfram í gær, 54. daginn í röð. Hér stytta tveir náms- menn sér stundir við tafl meðan þeir bíða þess, að Iögreglan gefist upp og leyfi þeim að kom- ast leiðar sinnar. Fulltrúar Fimm-ríkja-hópsins, Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Þýskalands, koma saman í Brussel í dag og er búist við, að þeir reyni að sam- ræma afstöðu sína til ástandsins í Serbíu. Flugslysið í Detroit * Ovíst um orsakir Monroe, Michigan. Reuter. RANNSÓKNARMENN í Bandaríkjunum hófust í gær handa við að grafa úr snjó lík þeirra, sem fórust með farþegavél frá flugfélaginu Delta Comair á akri við bæ- inn Monroe, skammt frá borginni Detroit, þar sem hún átti að lenda. 29 menn voru um borð og fórust allir. Ekki er vitað hvers vegna vélin fórst. Embættismenn þeirrar stofnunar, sem fer með ör- yggi í samgöngum í Banda- ríkjunum, sögðu að lögð yrði áhersla á að ná þeim sem fórust, áður en farið yrði að leita að braki. Flugritar ófundnir Tilman Crutchfield, lög- reglustjóri í Monroe, sagði að starfsmenn stofnunarinnar hefðu skoðað slysstaðinn á fimmtudagskvöld, en ekki fundið flugrita vélarinnar. Mikil ofankoma var þegar slysið átti sér stað. Brakið úr vélinni dreifðist yfir lítið svæði, sem talið var að væri tæpir 200 m á lengd og 100 m á breidd. Meðal þeirra, sem fórust með vélinni, var kennari frá Engelwood í Colorado, sem var á leið til Detroit til að vera við minningarathöfn um bróður sinn, sem fórst í öðru flugslysi 22. desember. Ekkert neyðarkall Ekki er vitað hvers vegna vélin fórst. Flugturninn í Detroit hafði veitt flugstjóra hennar leyfi til lendingar þeg- ar hún hvarf skyndilega af ratsjárskjám. Ekkert neyðar- merki var sent frá vélinni. Hún var af gerðinni Embraer Brasilia 120. 1 f L L t t L f L L f t f L I f f f c c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.