Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.01.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Helgi Hálfdanarson Dagur þjóðtungunnar Á ALÞJÓÐA-vettvangi hefur sprottið upp sá siður að helga einn dag ársins einhverju brýnu nauð- synjamáli og baráttunni fyrir framgangi þess. Haldinn hefur verið hátíðlegur um heim allan dagur vatnsins, dagur trésins, dagur bamsins, svo dæmu séu nefnd. Þó að meira þurfi til en orðin tóm, hefur með þessum hætti verið leitazt við að efla umræðu og skilning almennings á nauðsyn þess að veija neyzlu- vatn fyrir meinkun, spoma við eyðingu skóga, bæta aðbúnað nýrrar kynslóðar, o.s.frv. Þegar íslendingar ræða hag sinn í viðsjálum heimi, beinist áhuginn ekki síður að þjóðlegri hámenningu en afkomu á sviði efnahags. Og öllum má ljóst vera, að ijöregg íslenzkrar þjóðmenn- ingar er íslenzk tunga. En sjálf- stæð menning þjóðar eflir þá fjöl- breytni sem veit á farsæla þróun alls mannkyns. (Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að þar kalla ég ekki að ís- lenzkt tunga sé eitthvað sem skil- ið verði frá íslenzkri menningu, heldur sé hún sá þáttur hennar, sem sízt megi bila, eigi hún að halda velli sem íslenzk menning.) Á fæðingardegi Jónasar, 16. nóvember sl., héldu íslendingar hátíðlegan „dag íslenzkrar tungu“ og hyggjast rækja þann sið framvegis, svo að sífellt verði vakað yfir viðgangi móðurmáls- ins og stöðu þess gagnvart um- heimi og gagnvart sinni eign sögu. Sú hugmynd var vel til fundin og vissulega tímabær. Hvernig væri nú að íslending- ar beittu sér fyrir því á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, að staðfestur yrði alþjóðlegur dagur þjóðtungna, þar sem skipuiega væri fram haldið hollustu þess að varðveita sem flest tungumál veraldar? Víst sæti það vel á íslendingum að brýna þann mál- stað fyrir fulltrúum annarra þjóða, fyrst þess er kostur. Al- mennur skilningur á gildi fjöl- skrúðsins kæmi í hag sérhverri smáþjóð sem heyr tvísýna bar- áttu til varnar tungu sinni. Þar getum vér íslendingar litið í eig- in barm. Uggvænleg er sú staðreynd, að tungumálum heimsins fer hraðfækkandi, svo að óðfluga stefnir í þá átt, að örfá mál, jafn- vel aðeins eitt, verði alls ráðandi. í alþjóðlegum samskiptum mun ekki hjá því komizt, að eitt mál hlaupi í skrápana sem hjálp- artæki. Ög þar er enska nú þeg- ar í öruggri stöðu, enda vel til þess fallin, svo háþróuð og full- komin sem hún er á flestum svið- um. En sívaxandi umsvifum ensk- unnar fylgir sú hætta, að hún leiði önnur tungumál smám sam- an á glapstigu, og gangi af þeim dauðum þegar minnst varir. Þar er brýnt að stinga við fótum áður en fjölgar enn til muna þeim þjóðtungum sem verða í bráðri útrýmingarhættu. En tví- tyngi hefur reynzt fámennum tungumálum viðsjált. Sá vandi yrði hvarvetna rædd- ur rækilega á „degi þjóðtung- unnar“ ef upp yrði tekinn. Og engum færi þar betur frum- kvæðið en þjóð sem er meðal hinna smæstu og er þó í flokki fremstu menningarþjóða, enda þótt hún ástundi miður en skyldi „annarrar gráðu líkingar" og kunni því lítt að varast „undir- ferli og svíkingar“, eins og skáld- ið komst að orði. Þeirri hugmynd er hér með varpað fram til íhugunar og væntanlegra viðbragða. ISLENSKT MAL Það er svo bágt að standa í stað, því mönnunum munar annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. (Jónas Hallgrímsson, 1807-1845.) Þegar ég lærði þetta krakki, skildi ég „bágt“ svo, að það væri erfitt hlutskipti að standa í stað. Slíkur maður ætti bágt. Hugsa mér mann sem hvorki gat hlaupið aftur á bak né áfram! En skáldið var í heimspeki- legri ham, þegar hann orti þess- ar frægu línur. Ég lærði með tímanum að bágt hafði breyti- lega merkingu. Það gat líka þýtt „erfitt“ { merkingunni vanda- samt, illframkvæmanlegt. Það var nefnilega ekki gerlegt að standa kyrr, því að annaðhvort mumraðist maður fram á við eða í hina áttina. status quo (óbreytt ástand) var ekki nema fræðilega mögulegt. Þegar skáldið hafði sýnt mönnum fram á þetta átti þeim að vera augljóst að eina leiðin lá fram, kyrrstaða ekki til og afturför fráleit. Sama hugsun og í vísu skálds- ins kemur glöggt fram í orðtak- inu: Það fer hverjum aftur, þegar honum er fullfarið fram. Bágur = andstæður, erfiður, slæmur, tregur, er af indóevr- ópskri rót sem merkir einna helst að hindra og torvelda, en líka að deila við einhvern. Fjöldi orða er náskyldur lýs- ingarorðinu bágur, svo sem sögnin að baga = valda óþæg- indum, aflaga, afbaka. Þá er til lýso. bagur, sbr. braglínu Páls Vídalíns: Hagur bagur alla daga. Nafnorðið bagi er = óhag- ræði, erfiðleiki og jafnvel skaði, svo og bági, og til er að eitt fari í bága við annað. Bági kann jafnvel að merkja óvinur eða andstæðingur. Óðinn var nefnd- ur bági Fenrisúlfs. Enn er þess að geta að menn bægja ýmsum, einkanlega frá Umsjónarmaður Gísli Jónsson 883. þáttur einhveiju, ef þeir vilja hindra þá eða vera þeim bagalegir. ★ í framhaldi af þessu mætti minnast á fram og aftur. Fram getur reyndar verið tvírætt bæði í tíma og rúmi. í Völuspá merk- ir það aftur í tímann, en í fram- tíð horfum við til gagnstæðrar áttar. „Þar til fjalla frammi/ fæddist Jónas áður“, kvað Hann- es Hafstein, og merkir fram þá inn, en sr. Matthías orti um nátt- úru íslands á landnámstíð: „Fram til sjár“ o.s.frv., og runnu þá sil- ungsámar út til sjávarins. Sá sem „fer fram“, framast, fremst, hlýtur frama, og honum auðnast fremd. Sá, sem fremstur var í flokki og réð ferðinni, var nefndur freyr, af eldra frauja, en svo var guð almáttugur nefnd- ur á gotnesku. Sú, sem ræður, heitir þá freyja, sbr. húsfreyja. Systkin fræg, er réðu miklu um ársæld og ástafar, hétu Freyr og Freyja. En þau voru ekki aðeins þess konar goð. Freyr ar mikill kappi til vopna sinna, og Freyja „réð hálfum val“ með Óðni. Það var því ekki ónýtt að hafa hana sér hliðholla, þegar í odda skarst. F í íslensku á oft samsvörun í latnesku p. Svo er enn hér. Fram er af sömu rót og latneskt prae, pro. Við höfum alltjent þegið úr latínu tökuorðið prae- positus (= fremst settur) og breytt því til hagræðis í prófast- ur. [Páli Skúlasyni frá Odda þótti álitamál hvort verra væri að vera próflaus eða prófastur. Hann var hið fyrra (frá háskóla) en faðir hans hið síðara]. Nú sé ég að ég verð að geyma aftur, en læt gossa gamla Hafn- arvísu sem ekki ber að taka allt- of hátíðlega og ókunnur er höf- undur að. Steindór Steindórsson frá Hlöðum mun hafa kennt mér hana: Eftir rússagildi Glaður hélt Pálus gildi frá, góðvini hafði kyssta; hrekklaus þá féll í höndur á hómósexúalista. Ó, þú guðs iambið Odda frá, ill var þín gangan fyrsta. ■k Skemmstan daginn átti ég að þakka gott bréf sem Hannes Pét- ursson skáld sendi mér. í þessu bréfi er visa sem hann hafði skrif- að hjá sér upp úr handriti á Landsbókasafni. Þessi fallega braghenda hressir menn, þegar kalt er og dimmt: Blessuð sólin björt skin inn i baðstofuna. Lifsins herra ljúft fyrir hana lofa skulum daglegana. Og það skulum við að vísu gera „daglegana". Aftan við vís- una skrifaði Hannes: „Áherzlu- viðskeytið -na í atviksorðum sem enda á -lega mun lítið hafa þekkzt í móðurmáli okkar Mið-Norðlend- inga, á seinni öldum að minnsta kosti, eða er ekki svo?“ Fróðir menn segja mér að spumingunni sé óhætt að svara játandi. Var þetta sérkennilega viðskeyti mest haft í Skaftafells- sýslu. ★ Beygingafræði „Eg hlakka svo til, því hann hugleiðir að hypjast, og það engar bugleiðir", sagði Stína um Jón bláan, „og mín vegna má hann fara og semja við Flugleiðir." (Þorbjörg hólmasól). Auk þess fá þingfréttir þessa blaðs (frá 21. des.) stig fyrir að segja að Bjöm Bjamason hafi lagt fram fmmvarp um að veita 20 milljónir (ekki milljónum) til almenningsbókasafna. En Há- rekur úr Þjóttu og aðrir em beðn- ir velvirðingar á brottfalli eins orðs úr limmnni hans. Þá háttvísi ljúft er að lofa, þegar lamar af slensíu og dofa nú skríða SÞ (horfín frægð þeirra fom) á sínum fjórum í Annan Kofa. AÐSENDAR GREIMAR Nýtt safnahús í Tryggvagötu - andmælum svarað VIÐ GERÐ fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1997 samþykkti borgarstjórn Reykja- víkur að verja á næsta ári 50 m.kr. til þess að breyta húsinu að Tryggvagötu 15 í safnahús; þar verða höfuðstöðvar Borgar- bókasafnsins, Borgar- skjalasafnið og Ljós- myndasafn Reykjavík- ur framvegis til húsa. Það er líklega öllum einlægum vinum menn- ingar mikið fagnaðar- efni að þessar stofnanir skuli brátt flytjast í við- unandi húsnæði, en þrengsli og að- stöðuleysi hafa iengi staðið þeim öll- um fyrir þrifum. Á þetta ekki síst við um aðalsafn Borgarbókasafnsins sem hefur búið við algerlega óvið- unandi aðstæður. Vinir orðsins em hins vegar ekki hávær þiýstihópur, enda vita þeir að orð em dýr, og kannski hefur Borgarbókasafnið orð- ið að gjalda þess, illu heilli. Margir kostir Það spillir ekki fyrir ágæti þess- arar framkvæmdar að hér er um fjárhagslega afar hagkævman kost að ræða fyrir borgina samanborið við aðrar úrlausnir fyrir þessi söfn. Þá mun það trúlega gleðja þá sem vilja veg miðbæjarins meiri, að á hafnarbakkanum verður safna- svæði, því við sama tækifæri ákvað borgarstjórn Listasafni Reykjavíkur stað í næsta húsi við Tryggvatötu 15, Hafnarhúsinu. Loks er skemmti- legt til þess að vita að þessum tvenn- um framkvæmdum mun væntan- lega Ijúka á árinu 2000, þegar Reykjavík hefur verið valin ein níu menningarborga Evrópu. Ég skal játa að það kom mér dáltítið spánskt fyrir sjónir, þegar ég fletti Morgunblaðinu á gamlárs- dag og las pistil um þessar ákvarð- anir, að hið eina sem virtist frétt- næmt við þær fólst í fyrirsögninni „Myndlistarskólinn og Grafíkfélagið á götunni". Þegar síðan formaður Félags íslenskra myndlistaraianna sendir mér bréf í Morgunblaðinu 9. janúar undir yfirskriftinni „Óskilj- anleg ákvörðun borgarstjórnar" finn ég mig knúða til að skýra út fáein atriði, sem e.t.v. ættu að vera bæði auðskiljanleg og sjálfsögð. Fáir ókostir Reykjavíkurborg hefur átt húsið Tryggvagötu 15 um nokkurra ára skeið og hefur á þeim tíma varið verulegum fjárhæðum til að lagfæra það. Engin ákvörðun hafði þó verið tekin um framtíðarnýtingu þess. Meðan borgin hafði ekki önnur not fyrir húsið var það leigt út að hluta; verslunar- og þjónustufyrirtækjum, Myndlistaskólanum í Reykjavík og félaginu íslensk grafík. Oll þessi starfserni mun víkja úr húsinu á næstu árum. Og það er einmitt ókosturinn við þessa ákvörðun borg- arstómar, og raunar sá eini sem orð er á gerandi. Borgaryfirvöld gerðu rækilega úttekt á því sem mælti með og hinu sem mælti á móti ákvörðuninni; niðurstaðan var óræk og meiri hagsmunir borgarbúa voru teknir fram fyir minni. Þar með er ég þó ekki að gera lítið úr ágæti leigjendanna né vanda þeirra. Myndlistaskólinn í Reykjavík er sjálfseignarstofnun, þ.e. fyrirtæki sem nýtur að vísu styrkja frá ríki og borg, en er að langstærstum hluta rekinn fyrir tekjur sem hann aflar sér með því að selja borgarbú- um þjónustu sína. Hann hefur verið til húsa í Tryggvatötu 15 frá þvf nokkrum árum áður en Reykajvík- urborg eignaðist húsið eða í 15 ár. Frá því borgin eignaðist húsið hefur hann fengið greidda styrki frá borg- inni umfram það sem húsaleigunni nam og hefur því í reynd getað nýtt húsnæði borgar- innar sér að kostnaðar- lausu a.m.k. frá 1987. Samkvæmt leigusamn- ingi er uppsagnarfrest- ur þrír mánuðir. Myndlistaskólinn og stuðningur borgarinnar Fyrirsjáanlegt er að skólinn mun geta starf- að óáreittur í húsinu a.m.k. til vors 1998. Ég held ekki að skólinn muni þá fara „á göt- una“, heldur muni hann nota tímann til að fínna nýtt húsnæði, og skóla- stjóminni hefur þegar verið tjáð af hálfu Reykjavíkurborgar að borgin vilji veita honum liðsinni til þess. Það hefur engin ákvörðun verið tek- in um það að borgin hætti að styrkja starfsemi skólans fjárhagslega. Sé Meiri hagsmunir borgarbúa, segir Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir, voru teknir fram yfir minni. tekið mið af núverandi styrk borgar- innar til hans þykir mér ekki ólík- legt að sá styrkur sé hærri en leigu- gjald hans á nýjum stað mun nema. Ég get alveg tekið undir það, að sú ákvörðun borgarstjómar að skól- inn þurfi að víkja úr Tryggvagötu 15 vorið 1998 baki skólanum erfið- leika, sem flestir leigutakar hafa nokkra reynslu af, en mér finnst ekki að hún tákni heimsendi og mér finnst hún ekki eiga að vera óskilj- anleg vel gefnu fólki. Menningarslys? Félagið íslensk grafík er sömu- leiðis leigutaki í Tryggvagötu 15 og skv. leigusamningi er uppsagn- arfrestur þrír mánuðir. Ég held að það séu engar ýkjur þó ég segi að borgin hefur hvorki okrað á leig- unni né beitt harðýðgi í innheimtu- aðgerðum. Félagið hefur komið sér upp myndarlegu grafísku verkstæði í húsinu af miklum dugnaði. Þegar þetta er ritað hafa enn ekki átt sér stað viðræður við félagið - fundi sem boðað var til af hálfu borgarinn- ar var seinkað - en ég get upplýst það engu að síður nú þegar, að borgin mun einnig bjóða félaginu liðsinni sitt við að fínna nýtt og vonandi varanlegra húsnæði. Jafn- framt verður framkvæmdum við húsið hagað þannig að félagið geti verið þar sem lengst um kyrrt. Það hefur ekki verið háttur borg- arinnar, hvorki fyrr né síðar að níð- ast á leigjendum sínum, ogþað verð- ur hvorki gert gagnvart Myndlista- skólanum í Reykjavík, Islenskri grafík né öðrum leigutökum í Tryggvagötu 15. Ég vil hins vegar árétta að leiga er leiga, leigutaki getur átt þess von að leigu verði sagt upp samkvæmt samningi og leigusali hefur til þess fullan rétt. Þó einhver komist í góð leigukjör hjá Reykjavíkurborg veitir það hon- um enga æviáskrift, og það er óm- aklegt, mér liggur við að segja van- þakklátt, að gefa það í skyn að borgin fari fram í þessu máli með ofríki eða að hún sé að ganga af menningunni dauðri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er borgarstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.