Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 30.01.1996, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 9 FRÉTTIR Doktor í læknisfræði • HANNES Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir, varði hinn 6. októ- ber sl. doktorsritgerð við háskól- mann í Lundi í Svíþjóð. Ritgerð hans fjallar um þátt innra eyrans í stjórnun jafn- vægisstöðu mannsins. í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur m.a. fram að upplýsingar frá jafnvægishluta innra eyrans, völ- undarhúsinu, hafa mun meiri þýð- ingu fyrir stöðustjórnun en áður var talið. Ljóst er að þessar niður- stöður geta skipt verulegu máli varðandi endurhæfingu ýmissa sjúklinga sem þjást af jafnvægis- truflunum, bæði vegna sjúkdóma í miðtaugakerfinu og innra eyra. Er þannig unnt að beita endurhæf- ingu með markvissari hætti. Doktorsritgerðin var unnin und- ir handleiðslu dr. Mánt Magnus- sons við Háskólann í Lundi. Hannes Petersen er fæddur í Reykjavík 24. september 1959. Hann er sonur hjónanna Gunnars Petersen og Dóru Petersen. Hannes lauk stúdentsprófi frá MH og læknaprófi frá Háskóla íslands árið 1987. Hann lagði stund á framhaldsnám í háls-, nef- og eyrnalækningum í Helsingborg og Lundi í Svíþjóð og hlaut sérfræði- réttindi í þeirri grein árið 1994. Eftir Hannes hafa birst fræðigrein- ar í innlendum og erlendum fag- tímaritum auk þess sem hann hef- ur flutt fyrirlestra víða um sér- grein sína. Hannes var í stjórn FÚL, Félags ungra lækna á ís- landi, árin 1988-1990. Eiginkona Hannesar er Harpa Kristinsdóttir f. 1960, handmenn- takennari og gull- og silfursmiður. Þau eiga tvær dætur, Kötlu f. 1981 og Heru f. 1985. Hannes og fjöl- skylda eru nú búsett á Akureyri þar sem hann gegnir sérfræðings- stöðu við Fjórðungssjúkrahúsið og rekur læknastofu. Doktor í ísaldar- jarðfræði • ÞORSTEINN Sæmundsson hefur varið doktorsritgerð við ís- aldarjarðfræðideild Háskólans í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin fjallar um hörfun jökla og sjávarstöðu- breytingar sem urðu í lok síðasta jökulskeiðs í Vopnafirði. Þorsteinn hóf nám við jarðfræði- deild Háskóla ís- lands 1984 og lauk BS-prófi og fjórða árs prófi 1988. Hann hóf síðan doktorsnám við ísaldaijarð- fræðideild Háskólans í Lundi í byij- un árs 1989 og sem lið í því námi lauk hann fil.lic. prófi 1992. Meginniðurstöður rannsókna Þorsteins eru þær að við hámarks- útbreiðslu jökla á síðasta jökul- skeiði var allt undirlendi Vopna- fjarðar hulið jöklum að undanskild- um fjallgarðinum í suðri, Smjör- ijöllum. Brún jökulsins á þessum tíma var líklega staðsett langt utan við núverandi strönd Vopnafjarðar, og síðan rekur Þorteinn. með rann- óknum og mælingum, hvernig jökl- ar hafi hörfað inn fyrir núverandi strönd. Leiðbeinendur Þorsteins voru þeir Christian Hjort dósent við Háskólann í Lundi og dr. Hregg- viður Norðdahl við Háskóla Is- lands. Doktorsvörnin fór fram við jarð- fræðideild Háskólans í Lundi. And- mælandi var dr. Michael Houmark- Nielsen frá Háskólanum í Kaup- mannahöfn. í dómnefnd sátu Björn Berglund prófessor frá Háskólan- um í Lundi, Jan Lundquist prófess- or frá Háskólanum í Stokkhólmi og dr. Jóhannes Kruger frá Há- skólanum í Kaupmannahöfn. Þorsteinn er fæddur í Reykjavík og uppalinn þar, sonur Elínar Þorsteinsdóttur og Sæmundar Nikulássonar rafvirkjameistara. Þorsteinn er kvæntur Berglindi Ásgeirsdóttur iðjuþjálfara, sem lauk iðjuþjálfanámi við Várdhög- skoian í Lundi 1993 og starfar við Sjúkrahús Reykjavíkur. Þau eiga þijú börn, Elínu Maríu (1985), Söndru Dögg (1987) og Trausta Rafn (1994). Þorsteinn starfar á Veðurstofu íslands við aurskriðu- og jarðfræðirannsóknir. UTSALA Viðbótarafsláttur á síðustu dögum útsölunnar. Opið kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Gr tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Ný sending Kragalausir, köflóttir jakkar. Útsala á eldri vörum. TBSS - Verið velkomin - Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. V ne neðst við Dunhaga, sími 562 2230 FalEegur húsbúnaður Leikföng og barnavðrur o,A% ðÍIKIDIQ Við höfum það allt saman /|N . ***£&*$* HusgagnahöUinni * nnunn Bfldshöföa 20-112 Reykjavfk - Sfmi 587 1410 MEINATRYGGING Nútíma heilsutryjföinjj - ibgj'óld endurgreidd. & ÆVITRYGGING Líf-y tekjutjóns- ojj lífeyristrygjjing. Tveir frábarir kostir mynda hagstaða heildl LOGGILT VATRYGGINGAMIÐLUN HAGALL, Árni Reynisson Ivtm, Túngata 5, Sími 55 11 11 0 HÓTEL Island BÍTLAÁRIN 1960-1970 ÁRATUGUR ÆSKUNNAR BJÖRGVINhalldörsson pálmi GUNNARSSON ARI JÓNSSON BJARNI ARASON FLYTJA BESTU LÖG BÍTLANNA OG MÖRG VINSÆLUSTU LÖGIN FRÁ 1960-70 Matseðill Forréttun Kóngasveppasúpa Aðalréttur: Eldsteiktur lambavöðvi með gljáðu grænnietL, ofnsteiktum jarðeplum ogsólberjasósu. Eftirréttur: Ferskjais íbrauðkörfu með heitri karameltusósu. Verð kr. 4.800 Hljómsveitarstjóri: GUNNAR ÞÓRÐARSON ásamt 10 manna hljómsveit SÖNGSYSTRUM OG BLÓMABÖRNUM KYNNIR: ÞORGEIR ÁSTVALDSSON DANSHÖFUNDUR: JÓHANNES BACHMANN HANDRIT, ÚTLIT OG LEIKSTJÓRN: BJÖRN G. BJÖRNSSON Norsku Stíl Longs ullamærfötin um allt land. Tvöfalt Stil Longs er fóðrað fyrir viðkvæma húð! Verðskrá fyrir norsku Stil Longs ullarnærfötin Barna dömu herra Buxur 2.221- 2.897- 3.130 Buxur, tvöfaldar 2.454- 2.918- 3.215- Langermabolir 2.392- 3.490 3.490 Langermabolir, tvöfaldir 2.684- 3.723- 3.723- Sportbolir, m. rennilás stærðir 38-56 kr. 4.208- Opnum v/rka daga kl. 8. Opið á laugardögum frá 9-14 Grandagarði 2, Reykjavík, sími 55-288-55, grænt númer 8006288.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.