Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fjarðarkaup Hólshrauni 1B • 220 Hafnarfirði Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum SM ELLT4 Allar aðgerðir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. Einnig er hægt að læsa nemanum á einfaldan hátt. NÝR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. VATNSVIRKINN hf. ÁRMÚLA21, REYKJAVÍK Fjármál Reykjavíkur og marklaus kosningaloforð NÚ HEFUR fjár- hagsáætlun Reykja- víkurborgar fyrir árið 1996 verið lögð fram og fyrri umræða um hana var á borgar- stjómarfundi fimmtu- daginn 18. janúar sl. Fjárhagsáætlunin verður tekin til síðari umræðu og afgreiðslu á fundi borgarstjómar 1. febrúar nk. Þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar ýmissa borgarfulltrúa R-list- ans um að alvarlegt ástand ríki í íjármálum borgarsjóðs, er ekki dregið úr framkvæmdum og rekstr- arútgjöld borgarsjóðs aukast ár frá ári. Heildarrekstrarútgjöld borgar- sjóðs hafa aukist vemlega á undan- förnum tveimur árum. Árið 1994 vom þau 14,2 milljarðar kr. en á árinu 1996 er gert ráð fyrir að þau verði tæpir 14,5 milljarðar kr. þrátt fyrir að átaksverkefni hafi lækkað miðað við árið 1994 um tæpar 600 millj. kr. og viðhald gatna og hol- ræsa um tæpar 300 millj. kr. Greiðslur í Atvinnuleysistrygginga- sjóð að upphæð 240 m.kr. hafa einn- ig fallið niður en á móti kemur hækkun ljármagnsgjalda, sem nem- ur svipaðri upphæð. Aukin rekstrarútgjöld og auknar framkvæmdir hafa fyrst og fremst verið fjármögnuð með holræsagjald- inu og hækkandi arðgreiðslum fyrir- tækja Reykjavíkurborgar í borgar- sjóð. Holræsagjaldið var 550 millj. kr. 1995 og verður í ár 560 millj. kr. Arðgreiðslurnar hækkuðu frá því sem þær voru 1994 um 580 millj. kr. árið 1995 og um 515 millj. kr. á þessu ári. Kosningaloforð að engu höfð Þrátt fyrir þessar viðbótartekjur borgar- sjóðs halda skuldir borgarsjóðs áfram að hækka. Sú þróun er hins vegar í.engu sam- ræmi við kosningalof- orð R-listans fyrir kosningarnar í maí 1994. Þá birtu fram- bjóðendur R-listans eftirfarandi í kosn- ingapésa sínum: „Sérstök end- urskoðun verður gerð á fjármálum borgarsjóðs þegar í sumar. Fjár- hagsáætlun fyrir borgina vegna þessa ára (þ.e. 1994) verður endur- skoðuð á grundvelli hennar. Gerð verður langtímaáætlun um að greiða niður gömlu skuldirnar." Svo mörg voru þau orð. Eins og kunnugt er fór fram ítar- leg og kostnaðarsöm úttekt á Ijár- málum borgarsjóðs haustið 1994. Hún leiddi ekkert nýtt í ljós og engin endurskoðun fór fram á fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1994. í umræðum um fjárhags- áætlun borgarinnar vegna ársins 1995 fyrir u.þ.b. ári var borgar- stjóri spurður að því hvað liði gerð langtímaáætlunar um að greiða niður gömlu skuldirnar. Borgar- stjóri svaraði því til, að hún yrði ekki gerð og gömlu skuldirnar yrðu ekki greiddar niður. Við það hefur hún staðið og gott betur því skuld- irnar hafa aukist töluvert. Þrátt fyrir viðbótartekj- ur, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, halda skuldir borgarsjóðs áfram að hækka. Skuldirnar aukast stöðugt Nú hefur R-listinn þegar haft veg og vanda af gerð tveggja fjár- hagsáætlana, þ.e. fyrir árin 1995 og 1996, og báðar fela þær í sér áætlun um að auka enn skuldir borgarsjóðs. Þetta gerist á sama tíma og verið er að auka tekjur borgarsjóðs frá því sem var 1994 um 1,2 milljarða króna árlega með ýmsum nýjum gjöldum eins og áður greinir. Þessi niðurstaða veldur vonbrigðum ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um ijármál sveitarfélaga að undan- förnu og yfirlýsingar bæði borgar- fulltrúa R-listans og Sjálfstæðis- manna um mikilvægi þess að stöðva skuldasöfnun og minnka skuldir borgarsjóðs. Fjárhagsáætlun borgarinnar árið 1995 gerði ráð fyrir því að skuldir borgarsjóðs hækkuðu um tæplega 185 milljónir kr. Niður- staðan er hins vegar sú, að skuldir borgarsjóðs hækka á árinu 1995 um 850-1.000 milljónir króna. Frumvarp að ijárhagsáætlun borg- arsjóðs vegna ársins 1996 gerir ráð fyrir að skuldir borgarsjóðs haldi áfram að hækka eða um 500 millj- ónir kr. Þetta þýðir að heildarskuld- ir borgarsjóðs verða nálægt 14 milljörðum króna í árslok. Þá verð- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ur peningaleg staða að öllum líkind- um orðin neikvæð um 10.100 millj- ónir króna en var neikvæð um 8.180 milljónir króna í árslok 1994. Er ekki mál að linni? Fjármálaleg hræsni Á árinu 1995 fóru nánast allir útgjaldþættir borgarsjóðs úr bönd- um eins og skuldaaukning u.þ.b. 800 milljónir króna fram úr áælun sýnir. Ljóst er, að ijárhagsáætlunin fyrir árið 1996 er að mörgu leyti meingöllð og sparnaðaráform víða afar óljós. T.d. er gert ráð fyrir 628 m.kr. í ijárhagsaðstoð en allt bendir til þess að hún geti orðið u.þ.b. 660 m.kr. á árinu 1995. Ymsar aðrar tillögur um niðurskurð einstakra útgjaldaþátta eru enn- fremur lítt ígrundaðar og byggðar á veikum forsendum, m.a. í æsku- lýðs-, íþrótta- og dagvistarmálum. Fjárhagsáætlun 1995 var sam- þykkt 2. febr. 1995. Á þeim fundi var jafnframt ákveðið að skera samþykkt rekstrarútgjöld niður um 260 m.kr. en þar sem engar tillög- ur lágu fyrir á þeim tíma hvernig ætti að gera það var þeirri vinnu vísað til svokallaðrar sparnaðar- nefndar. Sú nefnd skilaði tillögum upp á 260 m.kr. lækkun útgjalda og fékk hrós fyrir. Nánast ekkert var farið eftir þessum tillögum þótt borgarráð hafi samþykkt þær og skuldasöfnun borgarsjóðs um- fram það sem áætlað var, varð þrefalt hærri 'en þessi upphæð. Áform R-listans um lækkun og niðurskurð útgjalda í fjárhagsáætl- uninni 1995 mistókst algjörlega eins og áætluð útkoma ársins 1995 staðfestir. Viða er lítið samhengi á milli þess sem R-listinn boðar í fjár- hagsáætlunum Reykjavíkurborgar og framkvæmd hennar. Það ein- kenndi ijárhagsáætlunina 1995 og margt bendir til þess að sú verði einnig raunin hvað ijárhagsáætlun- ina fyrir árið 1996 varðar. Höfundur er borgarfulltrúi. Frelsum bækurnar! ÞJÓÐARBÓK- HLAÐAN er ramm- gerð bygging. Það þarf ekki fjörugt ímyndun- arafl til þess að sjá hvað þessari byggingu svipar mjög til vígg- irtra riddarakastala á evrópskum miðöldum. Þjóðarbókhlaðan er meira að segja um- kringd síki og gott ef það er ekki líka vindu- brú við innganginn. Við stúdentar fögn- uðum ákaft þegar hið nýja bókasafn var tekið í notkun fyrir ári. Við gerðum okkur lítið fyrir og söfnuðum 30 milljónum króna meðal þjóðarinnar til þess að hægt yrði að kaupa fleiri tímarit og fleiri bækur inn í safnið. En þrátt fyrir þetta verður því ekki neitað, að með ákveðnum hætti er opnun bóka- safnsins ein sorgarsaga. Stóra yfirsjónin Það er ekki nóg að opna ægilega dýrt og flott bókasafn, halda ræður á hátíðarstund, afhenda lykla, bjóða fullt af fólki og skála í kampavíni. Þegar menn opnuðu bóka- safnið, eftir að hafa verið að byggja það í áratugi, hefðu menn mátt gæta að því, að bókasafnið þarf líka að vera opið í beinu framhaldi af sjálfri opnuninni. Á þessu hafa yfir- menn menntamála á íslandi gjör- samlega klikkað. Bókasafnið er einhver dýrasta bygging sem um getur á íslandi. Samt sem áður er opnunartíma þess þannig háttað, að meginþorri almennings getur ekki nýtt sér safnið svo neinu nemi. Guðmundur Steingrímsson Fjárveitingavaldið sagði við stúdenta, að því er fram kemur í grein Guðmundar Stein- grímssonar, lestu það sem úti frýs. Safnið er lokað eftir kl. 19.00 á kvöldin, en þá fyrst er fjöldi fólks rétt búinn í vinnunni, og það er því sem næst alveg lokað um helg- ar, fyrir utan nokkra klukkutíma á laugardögum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að fólk væri einmitt mjög líklegt til þess að nýta sér safnið um helgar. Og stúdentar, eins og menn sjálf- sagt vita, eiga það líka til að stunda lærdóminn hvað ötullegast á kvöld- in og um helgar. Lestuþað sem útifrýs Fyrir áramót boðaði ég með greinarskrifum að stúdentar myndu standa fyrir dósasöfnun og klink- söfnun strax upp úr áramótum ef fjárveitingarvaldið í landinu myndi ekki hysja upp um sig buxumar í þessu máli og veita peningum til bókasafnsins, sem myndu nægja til að halda safninu opnu. Málaleitanir mínar fengu litlar undirtektir. Lestu það sem úti frýs, sagði fjárveiting- arvaldið við stúdenta. í rauninni mætti halda bókasafn- inu opnu með einni dós. Það mætti gera með því að setja dósina ein- faldlega milli stafs og hurðar, áður en safninu er Lokað. Og mér liggur við að segja, að málið sé litlu flókn- ara. Við stúdentar höfum gert landsbókaverði tilboð. Við ætlum að gera þetta sjálf. Við höfum boð- ið fram starfskrafta okkar, þrjá klukkutíma á virkum dögum geta stúdentar staðið vaktina í bóka- safninu og fjórtán klukkutíma um helgar. Ogtil þess að borga þessum stúdentum einhverja þóknun, ætl- um við að skjóta saman í sjóð. Ég hvet alla til þess að leggja sitt að mörkum, söfnunarbaukar og tunnur eru í flestum byggingum Háskólans, reikningur söfnunar- innar hefur verið opnaður í Bún- aðarbanka íslands, nr. 311-26- 4000, og stór dósagámur er stað- settur við Hringbraut, fyrir neðan Gamla Garð. Á þennan hátt, með áldósir að vopni, ætlum við að hertaka virkið og frelsa bækurnar. Höfundur er formaður Stúdenta■ ráðs Háskóla íslands. SpádómarBIBLÍUNNA R I haldið veröur í 0rand Hótel á * fimmtudögum kl. 20, og heftt námI x ^ 38’ á ^öjudöf emnig fjölbreytt og lit_ ’ namskcið>ö ' • febrúar. Aðgangí Þórðarson. Ef OpinberunarbókTnTf^"1' FyrÍrlesari v«ður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.